Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er til of mikils mælst að ætlast til við æðstu starfsmenn þjóðarinnar..

...komi afdráttarlaust fram fyrir þjóðina!!!

- Á AÐ GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ EÐA EKKI -

Ef Samfylkingin ætlar að stíga skrefið þá er þetta skilyrði til samstarfs við aðra flokka eftir kosningar, hvað er vandamálið!!!!!


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var komin ný ríkisstjórn?

ég var bara velta fyrir mér hvort það væri komin ný ríkisstjórn sem ætlaði að láta hendur standa fram úr ermum og gera eitthvað í málunum?

Það er eitthvað fólk í stríði við Dabba heyrir maður í fjölmiðlum en er það nýja ríkisstjórnin sem ætlaði að bjarga heimilunum.


Af hverju að lemja á löggunni? hvað hefur hún gert þjóðinni?

Ég er með skrifstofu í nágrenninu, ég var upp úr hádegi búinn að vera heyra háfaða sem ég skildi ekkert í því hvaða háfaði var, ég hélt fyrst að það væri kviknað annað stórbálið í miðborginni því stöðugur sírennuhljómur dundi yfir hverfinu.

Ég ákvað að fá mér hádegisgöngutúr til að kanna málið eftir að hafa séð á netinu myndir af lögreglumönnum gráum fyrir járnum, ég var þar greinilega einn af mörgum sem komið við til að skoða því flestir voru á rölti í hæfilegri fjarlægð að virða fyrir sér "ástandið". Ég tók mér stöðu á Austurvelli og virti fyrir mér það sem fyrir augu bar og fannst mér í fyrstu flott hvað stór hópur fólks var að gera, lemjandi potta, pönnur eða hvað það sem fyrir höndum bar, Stulli labbaði um með kafaraloftkút á bakinu tengdan við stóra loftlúðra og lét búnaðinn blása í gríð og er, FLOTTUR. En svo tók ég eftir að inn á milli voru einstaklingar sem greinilega voru að stofna til illinda, gengu ítrekað upp að lögreglumönnum með ógnandi tilburðum og orðbragði.

Ég tók eftir að í Alþingisgarðinum var eitthvað að gerast þannig ég ákvað að færa mig þangað. Ég labbaði í áttina að Dómkirkjunni, inni í Alþingisgarðinum var töluverður fjöldi fólks og fleiri streymdu inn í garðinn yfir vegginn þar sem lögreglan var búin að lokka hefðbundnum inngönguleiðum. Það var greinilega að byggjast upp mikill æsingur. Ýmsu lauslegu var grýtt í átt að lögreglumönnum og Alþingishúsinu og var þarna farið að bera minna á hávaðamótmælum þar sem fleiri og fleiri virtust hafa meiri áhuga á að úthúða lögreglunni eins óskiljanlegt og það kann að hljóma.

Ég kláraði hringinn í kringum húsið og labbaði ég um óáreittur enda rölti ég í rólegheitum og án fúkyrða í garð nokkurs mans sem á vegi mínum varð og þaðan beinustu leið upp á skrifstofu aftur. Áður en ég hélt heim á leið eftir vinnu ákvað ég að kíkja við aftur þar sem ég sá á netinu að enn var eitthvað af fólki á svæðinu. Töluvert minna var af fólki í seinnaskiptið en þeim mun meira var af fólki sem var mjög heitt í hamsi. Lögreglumenn allir út ataðir í mjólkurafurðum þar sem þeir stóðu undir stöðugum svívirðingum fólks og höfðu greinilega gert í allan þann tíma sem ég hafði verið í burtu.

Ég segi fyrir mitt leiti að þau mótmæli sem ég sá í fyrstu vera gríðarlega áhrifarík og kröftug, þar sem saman voru kominn stór hópur fólks með ýmiskonar hávaðatól til að láta ráðamenn heyra það með kröftugum hætti að þeim væri alvara með að eitthvað þyrfti að gera og það strax. En sá hópur sem greinilega nýtir sér ástandið til að fá útrás fyrir ofbeldi og skemmdarfýsn er einungis að skemma fyrir þeim góða málstað sem viðhafður er og eins víst að hann sameinar ekki þjóðina þvert á móti. Ég held að Hörður Torfa ætti nú bara að fá vini sína sem sjá um skipulag gleðigöngunnar til að fá þjóðina til liðs við sig því þar mæta ár hvert um 80.000.- manns ár hvert með áhrifaríkum hætti og án alls ofbeldis.

Lögreglumenn eru líka þjóðin og eru fólk eins og við hin, fólk sem er með erlend lán og skuldir sem vaða upp úr öllu valdi. Þetta er láglaunastétt sem vinnur undir miklu álagi, líkamlegu og andlegu sem ég held að fæstir þeir ofbeldisseggir sem þeim mæta gætu sinnt svo vel sé. það eina kannski sem þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sem við flest hin þurfum að hafa áhyggjur af er að þeir missi vinnuna, ofbeldismenn mótmælanna sjá til þess.

Ég hvet mótmælendur til að láta ekki ofbeldis fólk innan þeirra raða afskiptalaust, það er alveg ljóst að ef þú ræðst gegn lögreglu með ofbeldi á hún engra kosta völ nema beita hörku til baka. Það eina sem það gefur af sér er meiri og meiri harka og hún er málstaðnum klárlega ekki til framdráttar.

Pís Át -


Ég fordæmi þessa kjána

Ég átta mig ekki á hvaða hvatir reka þetta fólk áfram.

Ef þess gerist þörf mun ég glaður bjóða lögreglu aðstoð mína við að hafa stjórn á þessum stjórnlausu kjánum sem gera ekkert annað en að valda tjóni á hagsmunum almennings með skemmdarverkum.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaflug - leiguflug - flug!!

Mikil umræða er í þjóðfélaginu um þann gjörning ráðamanna um að taka á leigu flugvél til að komast á fund!!

Í fyrsta lagi er mikið talað um að það sé verið að fara með einkaþotu bla bla bla - ég vill benda á það að þegar þú ert að borga fyrir leigu á flugvél sem einhver annar á ertu ekki á einkaþotu ekki frekar en ef þú tekur leigubíl að þá ertu ekki á einkabíl heldur leigubíl. Þannig að ráðamenn fóru þarna með leiguflugi en ekki einkaflugi. Ef þú átt þotu og notar hana til einkanota þá ertu á einkaþotu ef ekki þá ertu í leiguflugi svipað og þegar íslendingar fara til Spánar, bara í aðeins stærri vél en sú sem IceJet bíður upp á.

En hvað gjörningurinn kallast er nú bara tæknileg útfærsla , en það sem mér þykir merkilegast í þessu öllu er það sem kom fram í viðtali við Ögmund á Bylgjunni í morgun, en eftir að hann hafði lýst því yfir að alveg sama þó það borgaði sig að fara með einkaþotu (sérstöku leiguflugi á 19 sæta vél) þá væri það ekki verjandi sökum þess hve óumhverfisvænn ferðamáti einkaþota (leiguflug með 19 sæta vél) væri, en þá var hann spurður að því hvernig hann kæmi til vinnu, hvort hann kæmi til vinnu með almenningssamgöngum (strætó) eða einkabíl? þrátt fyrir að Ögmundur sé ákaflega reyndur stjórnmálamaður var hann greinilega slegin út af laginu, en reyndi að redda sér með því að lýsa því yfir að hann ætti nú kannski að fara skoða þessi mál hjá sér og bla bla bla.

Bráðsniðug uppákoma og tek ég ofan fyrir Heimi Kars að reka þetta ofan í kallinn því það er stundum hálf dapurt hvað stjórnmálamenn fá að rausa óhindrað í fjölmiðlum án þess að fjölmiðlamenn geri alvöru atlögu að þeim.


Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband