Öruggur sigur!

Ég hef ekki verið sáttur Ronaldo í síðustu leikjum, en hann sannaði það heldur betur af hverju hann ber titilinn besti leikmaður heims, þetta mark er bara með ólíkindum!!!!

Greinilega lífsnauðsynlegt fyrir mína menn að fá Rio í vörnina aftur enda steig hún ekki feilspor í kvöld og sigurinn því aldrei í hættu þó óneitanlega hefði verið þægilegra að setja mark#2 til að tryggja þetta.

Þá er það ljóst að Lpool á aðeins eftir að spila 6 leiki á þessari leiktíð en leikir MUFC gætu orðið 12 og því óneitanlega verðugt verkefni að keppa um titilinn við púllara.

Þegar einn og hálfur mánuður er eftir að tímabilinu hafa mínir menn unnið allar keppnir sem þeir hafa tekið þátt í á þessari leiktíð og eru enn með í öllum keppnum. Af þeim þrem titlum langar mig mest í eftirfarandi titla í þessari röð.

  1. PL
  2. CL
  3. FA

Enginn þessara titla er öruggur, prógramm lpool og MUFC er svipað ef ekki er horft til þess að mögulega leika mínir menn helmingi fleiri leiki það sem eftir lifir af þessu tímabili. Alla vega verða það 10 leikir sem mínir menn spila, sjö leikir í deild, einn í undanúrslitum FA og tveir í undanúrslitum CL og svo að sjálfsöðgðu tveir úrslitaleikir til við bótar í CL og FA

ps. ánægjulegt að sjá að ensku liðin léku með sorgarbönd í dag og sérstaklega í ljósi þess að þau óskuðu sjálf eftir því að fá að gera það, en að mínu mati hefði UEFA átt að láta öll lið í fjórðungsúrslitum gera hið sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég horfði á þessa útsendingu í kvöld og mikið svakalega er gaman að heyra þessa spekinga ræða málin og alvöru þuli.....

365 ættu að girða sig í brók eða lækka áskriftina um 90%, tel það alveg fair miðað við gæði.

Þórður Helgi Þórðarson, 15.4.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Nei - ég vill fá Hödda Magg á alla MUFC leiki sem eftir eru, því við töpum ekki leik þegar snillingurinn er að lýsa.

Reyndar verð ég að vera sammála þér með hálfleiksmasið, það er oft frekar þunnt hjá 365.

Ólafur Tryggvason, 15.4.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Ragnar Martens

Depurð skín oft í gegn í lýsingum hjá Hödda enda er hann Poolari sem verður að losa um öfund sína í garð okkar manna, en það er rétt sem Ólafur segir að Man Utd tapar ekki þegar hann lýs.

365 masið er mjög dapurt.

Ragnar Martens, 16.4.2009 kl. 18:49

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

það ræðst í kvöld hvort Liver ætlar að vera með í þessari keppni, ef þeir vinna ekki arsenik þá er hægt að pakka saman og fara í tuttugasta árið í röð að tala um næsta ár og þarnæsta.

Ronni er annars magnaður, hann hefur verið svona upp og ofan undanfarið en skorar mörkin sem telja, öfunda ykkur annars mest af því að vera með brasilíska bakverði sem hlaupa þarna upp niður kantana næstu 10 árin :)

hvað var annars þetta með vítið hjá berbatov, hann fór svo hægt í það að ég hélt hann ætlaði að laga á sér hárið á leiðinni

Pétur Björn Jónsson, 21.4.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 46978

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband