2-1 í stórmeistaraslag

rooney

Það var hefðbundin dramatík í fyrstu stóru viðureign vetrarins þegar MUFC tók á móti Arsenal á Old Trafford, mikil barátta um allan völl og hefði sigurinn getað fallið á hvorn veginn sem er. Það voru nokkur atriði sem hægt væri að ræða fram og til baka en það eru þó þrjú atriði sem standa uppúr

 - Brot á Rooney = víti! Það er hálf hjákátlegt að fylgjast með Venger básúna út af þessum vítaspyrnudóm í ljósi þess að hann og hans menn fengu dæmt víti í Evrópukeppninni í vikunni við svipaðar aðstæður og það án þess að nokkur snerting hafi verið. Það er alveg ljóst að Almunia tekur Rooney niður og því ekkert annað að gera en að dæma víti en hárrétt hjá góðum dómara leiksins að gefa Almunia einungis gult spjald þar sem Rooney var í stefnum frá markinu.

- Tækling hjá Fletcher = ekkert dæmt! Þetta er alltaf þessi spurning þegar boltinn er tekinn fyrst eða ekki. Það er alveg klárt að Fletcher fór fyrst í boltann og það algjörlega augljóslega en svo tekur hann Asarvin niður í kjölfarið og ekkert dæmt. Það kemur vafalaust fáum á óvart að þetta er hárréttur dómur að mínu mati og flestra enskra spekinga sem ég les í bresku pressunni, en Venger er á öðru máli.

- Rangstöðu dómur í lok leiks = mark dæmt af Arsenal! Það er líklega rétt að Gallas kom ekki við boltan en hann var klárlega rangstæður en það er samt sem áður þannig að hann hafði áhrif á leikinn og því að mínu mati réttur dómur að dæma rangstöðu, sem betur fer....

Þó svo Rooney hafi verið valinn maður leiksins held ég að besti maður vallarins hafi verið vinur minn Fletcher hann var ótrúlegur á miðjunni og átti sennilega einn sinn besta leik fyrir meistarana. Það styttist í að Lpool vinir mínir fari að tala um að þeir væru til í að hafa þennan mikla meistara á miðjunni hjá sér til að leysa þann gríðarlega miðjuvanda sem þeir eru í þessa stundina. Rooney var eftir sem áður magnaður í þessum leik eins og hinum þremur á tímabilinu, þessi snillingur kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum og hann sannarlega að rísa upp undir þeirri ábyrgð sem hann þarf að taka við brotthvarf Ronaldo.

Ekki besti leikur minna manna en góður vinnusigur á sterku liði Arsenal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú hefðir getað sagt leiðinlegur leikur hjá leiðinlegum liðum.

Ómar Ingi, 30.8.2009 kl. 02:48

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Þá er lesandinn af blogginu mínu búin að lesa og kommenta, eða ég held hann hafi lesið nema að athyglisbresturinn hafi verið honum of þungur í skauti og komment hafi verið látið nægja.... LOL

Sennilega þarf ég að fara tengja við fréttir aftur til að fá eitthvað líf í þetta.

Ólafur Tryggvason, 30.8.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband