Það er mjög auðvelt að svara því

bilde

Af hverju virðast allir vera á móti Arsenal ? jú hér er lýsandi dæmi um það af hverju það virðist alltaf vera mótvindur hjá Arsenal.

Eftir skelfilegt atvik þegar Edouardo fótbrotnaði illa fór Wenger mikinn í viðtölum og gekk svo langt að fara fram á að Taylor fengi lífstíðarbann frá knattspyrnuiðkun fyrir brot sitt en nú í dag var einn af hans mönnum, Diaby, að framkvæma nánast sama gjörninginn en þó með þeim mun að hann fótbraut ekki þann sem fyrir tæklingunni varð líkt og gerðist hjá Taylor. Wenger hefur þetta að segja um atvikið í dag :

"Það var ekki ásetningur í þessu hjá honum en hann var með löppina of ofarlega þannig að við getum ekki mótmælt rauða spjaldinu. Mér finnst ekki hægt að bera þessar tæklingar saman því tækling Taylor var mikið hærri," [tekið af www.visir.is]

Þarna sést það svart á hvítu hvað þessar kröfur þeirra sem fóru fram á að Taylor fengi extra langt bann eru í raun fáránlegar. Wenger sýnir það enn og aftur hvað hann er klaufalegur í yfirlýsingum sínum og það væri sennilega Arsenalliðinu fyrir bestu að fá mann til að koma fram á opinberum vettvangi.


mbl.is Fabregas: Við erum hataðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þar fyrir utan til lukku með þína menn, þessi leikur var frábær skemmtun.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Takk fyrir þetta KING. Sambærilegar tæklingar enda var gefið beint rautt fyrir þær báðar. Ég verð hins vegar að bera hönd fyrir minn mann Wenger þar sem hann dró í land með sínar yfirlýsingar og sagðist hafa farið yfir strikið og haft rangt fyrir sér. Karlinn er maður að meiri fyrir vikið.

Ég er sammála því að þessar tæklingar eiga ekki að sjást í knattspyrnunni og besta leiðin að útrýma þeim er einmitt þessi að reka menn umsvifalaust útaf fyrir þær.

Ég trúi hins vegar ekki að nokkur maður sem atvinnu hefur af knattspyrnu fari í tæklingu með því hugarfari að meiða einhvern, að vísu með einstaka undantekningum eins og Keane þegar hann tæklaði Haaland, en almennt þá vil ég ekki trúa því og mun aldrei kaupa það að Taylor hafi ætlað að slasa Eduardo frekar en Diaby Grétar.

Að lokum vil ég segja að þínir menn eru vel komnir að titlinum og vona að þar sem þeir eru búnir að vera jafnbesta liðið í vetur að þeir klúðri þessu ekki á lokasprettinum til Chelsea. (ég myndi samt alveg þiggja klúður hjá báðum til handa mínum mönnum)

Með fótboltakveðju......lifi FAIR PLAY

Vilhjálmur Óli Valsson, 30.3.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Wenger bara enn og aftur að sýna það og sanna að hann er hinn eini sanni "Ragnar Reykás" knattspyrnunnar!

Alveg gjörsamlega óþolandi náungi!

Reynir Elís Þorvaldsson, 31.3.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband