Einkaflug - leiguflug - flug!!

Mikil umræða er í þjóðfélaginu um þann gjörning ráðamanna um að taka á leigu flugvél til að komast á fund!!

Í fyrsta lagi er mikið talað um að það sé verið að fara með einkaþotu bla bla bla - ég vill benda á það að þegar þú ert að borga fyrir leigu á flugvél sem einhver annar á ertu ekki á einkaþotu ekki frekar en ef þú tekur leigubíl að þá ertu ekki á einkabíl heldur leigubíl. Þannig að ráðamenn fóru þarna með leiguflugi en ekki einkaflugi. Ef þú átt þotu og notar hana til einkanota þá ertu á einkaþotu ef ekki þá ertu í leiguflugi svipað og þegar íslendingar fara til Spánar, bara í aðeins stærri vél en sú sem IceJet bíður upp á.

En hvað gjörningurinn kallast er nú bara tæknileg útfærsla , en það sem mér þykir merkilegast í þessu öllu er það sem kom fram í viðtali við Ögmund á Bylgjunni í morgun, en eftir að hann hafði lýst því yfir að alveg sama þó það borgaði sig að fara með einkaþotu (sérstöku leiguflugi á 19 sæta vél) þá væri það ekki verjandi sökum þess hve óumhverfisvænn ferðamáti einkaþota (leiguflug með 19 sæta vél) væri, en þá var hann spurður að því hvernig hann kæmi til vinnu, hvort hann kæmi til vinnu með almenningssamgöngum (strætó) eða einkabíl? þrátt fyrir að Ögmundur sé ákaflega reyndur stjórnmálamaður var hann greinilega slegin út af laginu, en reyndi að redda sér með því að lýsa því yfir að hann ætti nú kannski að fara skoða þessi mál hjá sér og bla bla bla.

Bráðsniðug uppákoma og tek ég ofan fyrir Heimi Kars að reka þetta ofan í kallinn því það er stundum hálf dapurt hvað stjórnmálamenn fá að rausa óhindrað í fjölmiðlum án þess að fjölmiðlamenn geri alvöru atlögu að þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ögmundur í Vinstri Grasösnum greyið littla.

Ómar Ingi, 9.4.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Hvað kemur þetta Man u við?´

Ég er ekki að skilja svona færslur

Þórður Helgi Þórðarson, 9.4.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Heyrði ekki þessa flengingu á Ögmundi, enda eins víst að ég hefði lækkað, algerlega búinn að fá nóg af hans messuhöldum.

En ég tek undir hvert orð í þessum hugleiðingum þínum. Það er jamlað á þessu einkaþotukjaftæði sí og æ, en þetta fólk á engar einkaþotur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Valur Stefánsson

heyr heyr!!

Valur Stefánsson, 10.4.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 47011

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband