Færsluflokkur: Dægurmál
16.4.2008 | 12:45
Held að þannig sé þetta líka hér á klakanum
Ég var nú um síðastliðna helgi að vinna sem dyravörður á skemmtistað í miðborginni, eitthvað sem ég hef ekki gert í allmörg ár. Miðað við fréttaflutning upp á síðkastið bjóst ég við að ég gæti þurft að taka með mér hjálm og allar þær hlífar sem ég mögulega gat fundið til frá hinum ýmsu íþróttum sem ég hef stundað í gegnum tíðina, ég hefði verið flottur með allar línuskauta-, vélsleða-, mótorhjólahlífar og brynjur sem ég á.
En að verunni við dyravörslu í miðborg óttans......... ég segi nú bara það að ástandi hafði nú ekki mikið breyst síðan síðast, það sem helst hefur breyst er að feluleikur með fíkniefni verður alltaf minni og minni en að það séu eitthvað meiri vandræði í miðbænum en áður var er í besta falli á ábyrgð fjölmiðla að hafa blásið upp algjörlega innistæðulaust.
Pólska glæpaaldan er goðsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 08:26
Hverjir hafa leyfi til að mótmæla?
Nú þegar jeppamenn stíga fram og mótmæla með vörubílstjórum verða þær raddir háværari sem agnúast yfir því að þessi "lúxusbílaeigendur" séu nú bara hræsnarar og svo framvegis.... "af hverju mótmæla þeir ekki Tryggingastofnun"?
Ég spyr því, Hverjir hafa leyfi til að mótmæla á Íslandi? Sá þjóðfélagshópur (bílstjórar, jeppamenn) sem helst eru að mótmæla núna eru vafalaust að stórum hluta til millitekjufólk sem vafalaust hefur það þokkalegt, en er það þá þannig að þessi hópur hafi ekki leyfi til að mótmæla og séu hræsnarar ef þeir gera það. Það er jú þessi hópur sem ég hefði haldið að væri máttarstólpi í greiðslum á sköttum í þessu ágæta þjóðfélagi okkar og séu því í fullum rétti til að mótmæla auknum álögum.
Þeir sem eru að pissa í sig yfir þessum mótmælum ættu bara skella sér á heilsuhælið í Hveragerðið og kanna hvort það lagi ekki skapið aðeins.
Loka fyrir umferð olíubíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar