Færsluflokkur: Íþróttir
17.3.2008 | 09:26
Orð að sönnu
Framundan einhver mest magnaða fótboltahelgi sem um getur !!!!!
MAN UTD vs. Lúserpúl
Chel$ký vs. Arsenal
Ég held það sé vissara að taka eitthvað af sprengitöflum í bústaðinn.....
John Terry: Erum í góðri stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2008 | 21:06
Terry eða Ferdinand sem fyrirliði (frétt af visir.is)
Steven Gerrard er þriðji kostur landsliðsþjálfarans Fabio Capello til að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu ef marka má heimildir breska blaðsins News of the World.
Blaðið segir nokkuð öruggt að Capello muni færa John Terry hjá Chelsea fyrirliðabandið, en segir að annar kostur Capello til að taka við armbandinu sé miðvörðuinn Rio Ferdinand hjá Manchester United.
____________________________________________________________________________
Nákvæmlega það sem ég hef verið að segja um Stevo greyið - frábær knattspyrnumaður, engum blöðum um það að fletta - En Stevo er ekki fyrirliði. Það sér einn besti knattspyrnuþjálfari heimsins í hendi sér eftir stuttan tíma í starfi.
Það að vera fyrirliði er ekki bara að bera band um upphandlegginn það er annað og meira. Þú þarft að búa yfir miklum leiðtogahæfileikum hæfileikum sem hafa ekkert með knattspyrnu að gera. Ég trúi því að þú lærir ekki að verða leiðtogi, annað hvort ertu það eða ekki. Terry er lýsandi dæmi um góðan fyrirliða, og ef við horfum til baka þá má nefna Keane en hann var magnaður fyrirliði (þrátt fyrir dapran endir að mínu mati í því embætti) sem oft á tíðum kveikti neystann sem til þurfti.
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur - á meðan Stevo er fyrirliði lúserpúl þá verða þeir aldrei neitt annað fjórða til sjöttasætislið á Englandi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.3.2008 | 19:56
Er útsala í Byko eða Húskó
Konan er eitthvað að tala um að mála -
En bíðið við - hann segist vera einn að verki, HA, gat hann málað einn? trúi því ekki !
Hellti rauðri málningu á sendiráðströppur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 23:51
Hverju er nú um að kenna?
Jæja hverju ætli " vinur minn Wenger" kenni um ófarir dagsins?
Hann hefur upp á síðkastið verið í þreytandi við að kenna völlum litlu liðanna um dapurt gengi en nú voru Nallarnir að spila á glæsilegum heimavelli sínum en allt kom fyrir ekki. Þeir voru ótrúlega andlausir lengst af.
Það er ljóst að framundan er svakaleg spenna og í ljósi leikja í CL eiga Nalarnir svakalegt prógramm frammundan og segir mér svo hugur um að baráttan um titilinn verði milli Chel$ký og Man Utd.
Fjórða jafntefli Arsenal í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2008 | 20:25
Stórkostlegur leikmaður
Kappinn þegar búin að jafna met meistara Best með 32 mörk skoruð af miðjumanni !!!
Snillingur
Það voru margir snillingarnir á sínum tíma (sérstaklega lúserpúl úlpurnar) sem gagnrýndu kaup Man Utd og héldu því fram að 12 mlj punda væri allt of mikill peningur. HAHAHAHAH en skömmu áður hafði lúserpúl einmitt tapað af því að kaupa hann fyrir mun lægri upphæð þar sem þeir voru að prútta um einhver pund til eða frá.
En þessi snillingur frá Portugal er í reykspóli og reykjarmekki að skilja tvo heitustu framherja deildarinnar eftir í markaskorun.
En það ber samt sem áður að gá að því að Meistari Rooney er liðinu sennilega mikilvægari en Ronaldo en Man Utd hefur aldrei tapað á tímabilin þegar hann er í liðinu. Enda þar á ferðinni eitthvert magnaðasta knattspyrnudýr sem sést hefur lengi.
Ferguson: Ronaldo kom okkur til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 16.3.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.3.2008 | 18:22
Sanngjarnt en samt ekki!
Ég er ekki stoltur af frammistöðu minna manna í dag, mínir menn voru í sjálfu sér miklu betri en ég tek ofan fyrir Derby liðinu fyrir gríðarlega baráttu og karakter og það vantaði ekki mikið upp á að þeir tækju eitthvað úr þessum leik.
Það má segja að það væri svipað andleysi í liðinu og tapinu í bikarnum, Giggs og Shcoles ekki að spila vel og það virðist sem bit vanti í sóknarleikinn í þeim leikjum sem þeir hafa tekið þátt í upp á síðkastið .
Skyldusigur og 3 stig í húsi - en klapp klapp fyrir Derby!
Manchester United á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 12:23
Sussss
Arsenal - Liverpool - Liverpúl fer áfram
Roma - Manchester United - Man Utd fer áfram
Schalke - Barcelona - Barcelona fer áfram
Fenerbache - Chelsea - Fenerbache fer áfram
Síðan var dregið til undanúrslitanna sem munu líta þannig út:
Arsenal/Liverpool - Fenerbache/Chelsea Liverpúl vs Fenerbache
Schalke/Barcelona - Roma/Manchester United Barcelona vs Man Utd
Ég spái því Man Utd vs Liverpúl í úrslitaleik!!!!! SUSSSS það þarf hjartastyrkjandi ef það verður LOL
Arsenal dróst gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 12:05
EKKI GOTT
Manchester United er sigurstranglegast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 08:37
Athyglisverð starðreynd
Athyglisverð staðreynd að þú getur farið í bíó yfir alla hátíðisdagana og horft á hasarmynd með tilheyrandi "axsjóni" en það er takmörkunum háð að fara á næsta pub og hvolfa úr krús með vinum !!!!
En það er sennilegast mest broslegt við þetta allt saman að til kl 15:00 á föstudaginnlanga má EKKERT gera !!! HVAÐ ER ÞAÐ? af hverju kl 15 en ekki 16 eða 14?
Alla vega þá er ég þeirrar skoðunar að þetta eigi bara vera frjálst.
Skemmtanahald takmarkað um bænadagana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 10:14
Það er fundinn maður með viti í Arsenal liðinu
Hverjum hefði dottið það í hug að snemma árs 2008 hefði fundist nokkuð heilhryggður einstaklingur í annars mjög vönkuðu liði yfirlýsingalega séð.
Forustusauðinn Wanker er orðin frekar lappalaus af því að skjóta sig í fæturna í hvert sinn sem á móti blæs og hafa menn talað um Wanker og hans menn á móti heiminum þegar kemur að vanhugsuðum yfirlýsingum.
En ég tek ofan fyrir Flamini fyrir að vera maður meiri og reyna ekki að kenna grasinu um dapurt gengu upp á síðkastið, það vill nefnilega þannig til að bæði liðin spila á sama grasinu.
Flamini: Hættum að afsaka okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar