16.3.2008 | 21:06
Terry eða Ferdinand sem fyrirliði (frétt af visir.is)
Steven Gerrard er þriðji kostur landsliðsþjálfarans Fabio Capello til að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu ef marka má heimildir breska blaðsins News of the World.
Blaðið segir nokkuð öruggt að Capello muni færa John Terry hjá Chelsea fyrirliðabandið, en segir að annar kostur Capello til að taka við armbandinu sé miðvörðuinn Rio Ferdinand hjá Manchester United.
____________________________________________________________________________
Nákvæmlega það sem ég hef verið að segja um Stevo greyið - frábær knattspyrnumaður, engum blöðum um það að fletta - En Stevo er ekki fyrirliði. Það sér einn besti knattspyrnuþjálfari heimsins í hendi sér eftir stuttan tíma í starfi.
Það að vera fyrirliði er ekki bara að bera band um upphandlegginn það er annað og meira. Þú þarft að búa yfir miklum leiðtogahæfileikum hæfileikum sem hafa ekkert með knattspyrnu að gera. Ég trúi því að þú lærir ekki að verða leiðtogi, annað hvort ertu það eða ekki. Terry er lýsandi dæmi um góðan fyrirliða, og ef við horfum til baka þá má nefna Keane en hann var magnaður fyrirliði (þrátt fyrir dapran endir að mínu mati í því embætti) sem oft á tíðum kveikti neystann sem til þurfti.
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur - á meðan Stevo er fyrirliði lúserpúl þá verða þeir aldrei neitt annað fjórða til sjöttasætislið á Englandi.
Bloggvinir
-
storibjor
-
siggathora
-
doddilitli
-
sedill
-
steinigje
-
hugs
-
hallgrimurg
-
sailor
-
valurstef
-
hproppe
-
amotisol
-
hva
-
eythora
-
snorris
-
stormsker
-
oddgeire
-
gummiarnar
-
asgeirpall
-
pbj
-
johnnybravo
-
gvario
-
peturorri
-
brandurj
-
vefritid
-
bergrun
-
bonham
-
jakobk
-
metal
-
gongudejavu
-
bakland
-
gattin
-
svali
-
svanurmd
-
zuuber
-
totinn
-
thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 47225
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
News Of The World HAHAHAHAHAHA
Veistu ekkert
Get a Life
Ómar Ingi, 16.3.2008 kl. 21:09
OmmI minn - ertu búin að horfa á of mikið af skríbómyndum og lúserpúlleikjum - LOL - það er nú bara þannig að News Of The World og The Sun hafa oft verið sannspá í því sem þau slá fram. En við sjáum til gamli hundur.
Ólafur Tryggvason, 16.3.2008 kl. 22:08
Ef að við ímyndum okkur að þessir fjölmiðlar séu sannsöglir að þá myndi maður halda að Capello sé eitthvað skrýtinn. Sök sér að Terry og Gerrard komi til greina en froðuheilinn Ferdinand á að sjálfsögðu aldrei að koma til greina. Efast um að maðurinn sé með greindarvísitölu á við kanarífugl. Ferdinand er heldur ekki nógu góður leikmaður til þess að geta verið fyrirliði enska landsliðsins, annað en Terry og Gerrard.
Pétur Kristinsson, 16.3.2008 kl. 23:10
Það er enginn nauðsyn að vera með greindarvísitölu á við háskólaprófessor til að vera fyrirliði - að vera fyrirliði snýst um að vera leiðtogi og það er Stevo ekki og það veistu vel og hefur þú meira segja sagt það sjálfur.
Hvað getu Rio varðar þá er hann annar tveggja í besta miðvarðarpari á Englandi og því til staðfestingar sést það best í mörk fengin á sig undanfarin ár. Það þarf ekkert að ræða það frekar.
Ólafur Tryggvason, 17.3.2008 kl. 08:31
Sun ekki News of the World common
Ómar Ingi, 17.3.2008 kl. 09:43
Ommi - það er engin munur á kúk og skít
Ólafur Tryggvason, 17.3.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.