25.4.2008 | 11:18
Að missa stjórn á ástandinu !!!
Það er nú varla hægt að segja að það ástand sem skapaðist á miðvikudag og fimmtudag hafi komið stjórnvöldum á óvart, það mátti svo sem búast við því að upp úr syði.
En af hverju sauð upp úr - var lögreglan skipulega að sýna mátt sinn?
Í viðtali við Stöð 2 segir talsmaður lögreglunnar aðspurður að nú ætti frættamaður að fylgjast með innan skamms og sjá hvað löggan ætlaði að gera. Og það kom heldur betur á daginn, lögreglan lét til skarar skríða og lumbraði á lýðnum.
Þó svo ég sé ekki lögreglumaður þá hef ég í gegnum árin í lengri og skemmri tíma starfað sem dyravörður á vinsælustu og best sóttu skemmtistöðum borgarinnar. Það er ekki auðvelt fyrir 4-6 "stráktitti að höndla allt upp í 600 ölvaða einstaklinga á einum stað. En það hef ég margoft gert án teljandi vandræða og uppþota, og segir reynsla mín það að síðasta úrræðið er að beita ofbeldi því það mun mjög líklega koma í bakið á manni og mun vænlegra er að tala viðkomandi til og sætta mál með góðu.
Það er því mín skoðun að lögreglan hafi allan tímann ætlað að láta "vaða" síðasta miðvikudag og hef ég reyndar heyrt að óeirðalögreglan sem þarna var í aðalhlutverki hafi verið í viðbragðsstöðu um nokkra hríð.
Það þurfti aldrei að koma til þessara aðgerða sem þarna var gripið til og voru algjörlega úr öllu samhengi við aðstæður og sést það best á því að þeir bregða á það ráð að fjarlægja tæki á staðnum sem lagt var á fullkomlega löglegan máta og ollu þar sem óþarfa tjóni með því að sýna fram á mátt sig að geta fjarlægt öll ökutækin.
Hvað uppákomuna varðar sem skeði í gær er ekkert hægt að réttlæta hana á nokkurn máta, en það hefði svo sem mátt segja sér það að einhver hálfvitinn myndi nota sér aðstæður sem þessar til að fá sínar 15 mínútur af frægð.
Það er mín skoðun á þessu að lögreglan fór offari og brást allt of harkalega við og er ég sannfærður að lögreglan hefði miðað við fjölda lögreglumanna á staðnum auðveldlega getað farið í gegnum daginn án þess að berja fólk hægri vinstri.
Ég vona svo sannarlega að bílstjórar hætti ekki mótmælum og að ráðamenn stígi fram fyrir skjöldu og fari nú að gera eitthvað í því að bæta kjör almennings.
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djöfull er ég sammála King, hvern andskotann er löggan að skipta sér að því að misvitrir bílstjórar brjóta lögin trekk í trekk.
Auðvitað var þetta planað hjá löggunni og Birni B sérstaklega þar sem þeir vöruðu þá bara 17 sinnum við, eins og maður hlusti á það.
Persónulega finnst ´mér að löggan eigi bara að snúa sé að einhverju öðru og leifa þessum hetjum að gera það sem þeir vilja, þeir eru náttúrulega bara að gera þetta fyrir fólkið í landinu og það eina sem löggan gerir er að öskra GAS og vera fyrir þegar þessi eðalmenni þurfa aðeins og rétta úr sér eða henda steinvölum.
Þetta helvítis lögregluríki er að gera mann brjálaðan, það má ekki gera neitt hérna.
Svo finnst mér komin tími á að þessir alþingismenn vakni!!!! og fari að gera eitthvað, mér er alveg sama hvað, bara að þeir geri eitthvað!!!!
Þórður Helgi Þórðarson, 25.4.2008 kl. 12:56
Algjörlega sammála, það er ekki nokkur leið að réttlæta vibúnað og viðbrögð lögreglunnar.
Gleðilegt sumar!
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.4.2008 kl. 12:59
Ég er á því að það besta sem löggan gerði í þessari stöðu væri að biðja þjóðina afsökunar á þessum heilalausu viðbrögðum og reka þessa geðsjúklinga sem fóru offari í ofbeldinu við almenning. Af hverju á að fangelsa steinkastaran og buffaran en þessir sem voru að nota kylfur á liggjandi ósjálfbjarga menn sleppa og að maður tali nú ekki um heilalausa geðsjúklinginn með gasið sem var eftir allt saman bragðgóður pipardjús.
Pétur Kristinsson, 25.4.2008 kl. 13:21
Vissulega er þetta komið út í algjöra vitleysu og sér ekki fyrir endann á því.
En King og skoðannabræður hans hefðu nú kannski átt að fá einhvern örlítið traustari og gáfulegri talsmann en þennann Sturlu.
Hann gengur greinilega ekki heill til skógar eins og sést kannski best á þessum 2 linkum:
http://www.kaninka.net/stefan/
http://www.sigurfreyr.com/sturla.html
hmmmmm....................
Reynir Elís Þorvaldsson, 25.4.2008 kl. 15:26
Gas gas gas ........Óli álfurinn hefur verið að reyna ná í þig .
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 18:47
Alls ekki sammála , mér fannst lögreglan alltof þolinmóð við þetta fólk.
Þeir tóku MJÖG léttvægt á þessum skríl,
Ég hef séð lögreglu erlendis taka hart á fólki sem ekki hlýðir tilmælum lögreglu , til hvers að hafa lögreglu ef henni er ekki hlýtt.
Bara mitt mat
Ómar Ingi, 25.4.2008 kl. 19:36
Ég hef líka séð myndir af lögreglu og her í kína keyra yfir fólk á skriðdrekum en mér finnst það ekki gefa lögreglu á íslandi tilefni til að kanna hvort að gastækin sín virki í raun og veru. Ég fullyrði að þeir hefði getað tekið á málinu á mun vægari máta og utanaðkomandi pressa um að taka harðar á málinu á ekki að vera hvatning til aðgerða eins og greinilegt var og vísa ég þar í orð lögreglumannsins sem sagði "sjáið okkur á eftir".
Ólafur Tryggvason, 25.4.2008 kl. 19:50
Þú verður að fá Stulla stuð til að grafa þig upp úr þessum skít King Olaf
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 00:11
Ha, ha Doddi pínulitli og Ommi stuð diskóboltar með meiru!! Ef að þið grafið hausinn upp úr sandinum og byrjið núna sjáið þið að það er ekkert að ástæðulausu að menn eru byrjaðir á róttækum mótmælum því að dýrtíðin á klakanum er sú mesta á byggðu bóli. Hvað viljið þið gera? Viljið þið halda áfram að horfa á Jóhannes skírmælta frá neytendasamtökunum væla um allt og ekkert áfram og enginn tekur mark á honum? Viljið þið halda áfram með mótmæli í kjallaragreinum moggans sem að hafa skilað okkur mestu dýrtíð allra tíma? Það er allavega lágmark að koma með betri tillögur að úrbótum áður en þið gerist einhverjir siðapostular um það hvernig á að byggja upp betra Ísland.
Ómar, þessi "Skríll" er að berjast fyrir því að olíuverðið á bílinn þinn lækki. Kannski ættir þú að líta upp fyrir sandöldurnar og kíkja á verðskrá bensínstöðvanna. Eða kannski ertu á svo miklum ofurlaunum að það skiptir þig engu máli hvort rekstur einkabílsins þíns hækki um tugi þúsunda á þessu ári eða kannski er þér alveg sama og vilt bara halda friðinn? Þannig erum við mörg og þess vegna er þetta þjóðfélag orðið alveg óheyrilega dýrt. Það er nefnilega svo auðvelt að taka peningana úr pyngju þeirra hlýðnu.
Þetta er ekkert mál. Við hin skulum rísa á afturlappirnar og berjast fyrir kjör okkar og meira að segja þín líka. Munurinn á okkur sem viljum láta okkur skipta máli og þeim sem að stjórna landinu er sá að við förum ekki í manngreinaálit. Við berjumst fyrir þjóðina alla, jafnvel man united menn, eins undarlegt og það má virðast.
Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 02:16
PK!!! Þú verður að ná haus úr rassgati! hetjan þín Stulli stuð kallaði stuðnings menn ykkar skríl í einhverju viðtalinu sem var eins og öll hans FRÁBÆRT.
Auðvitað má alveg reyna að mótmæla þessu ástandi en þessir menn eru bara að mótmæla .......einhverju!
Héldu því fram mest allan tíman að þeir væru að berjast fyrir okkur, fólkið í landinu og einhverjir létu platast, þar á meðal sumir hér inni.
Ég fór á heimasíðu Stulla og loksins er hann búinn að setja fram kröfur sínar fyrir utan að fólk eigi að vakna!
Hér hefurðu það PK. minn, bílstjórar eru nánast BARA! að berjast fyri rokkur í landinu, EKKERT fyrir sjálfan sig.
Þar sem það virðist sem að fólk hafi ekki verið nægilega upplýst út á hvað barátta okkar gengur, verður birt hér grein sem birt var í Morgunblaðinu þann 10. apríl sl.
Mótmæli vörubifreiðastjóra og almennings
Sturla Jónsson útskýrir málstað vörubílstjóra
VÖRUBÍLSTJÓRAR skora á stjórnvöld að samþykkja breytingar á reglum um hvíldartíma, falla frá fyrirhuguðu umhverfisgjaldi, lækka álögur, bæði gjöld á vörubifreiðar og virðisaukaskatt á eldsneyti, og endurskoða nýjar, íþyngjandi reglur um endurnýjun á meiraprófsökuskírteinum. Stutt fundahöld með ráðamönnum benda til að þeir muni draga lappirnar við úrlausn þessara mála. En um hvað er deilt?
Hvíldartíminn
Í reglum um hvíldartíma vörubifreiðastjóra eru ströng ákvæði um að þeir hvílist frá akstri eftir 4,5 klst., ekki minna en í 45 mínútur í senn en hámarksaksturstími er 9 klst á dag. Til þess að þetta sé hægt þarf hvíldaraðstaða að vera fyrir hendi en svo er ekki. Bílstjórum er gert að leggja bifreiðum sínum þar sem þeir eru þegar hámarkstíma er náð. Þeir sem stunda næturakstur hafa því engin tækifæri til að komast í hreinlætisaðstöðu, þar sem allir greiðasölustaðir eru lokaðir. Það er því augljóst að til þess að hægt sé að uppfylla þessi ákvæði verða samgönguyfirvöld að útvega fullnægjandi aðstöðu. Þessar reglur, sem eru evrópskar að uppruna, eiga við akstur á hraðbrautum Evrópu þar sem ferðast er á milli landa, jafnvel þúsundir kílómetra. Hraðbrautir sem þessar eru ekki til á Íslandi heldur eru þjóðvegirnir örmjóir, hlykkjóttir og hættulegir og ekki hægt að fara hratt yfir. Fyrir bragðið getur ferðalag, t.d. milli Reykjavíkur og Akureyrar tekið meira en 9 klst. Vetrarfærð getur orðið til þess að vörubílstjóri þarf að taka hvíldartímann t.d. á Holtavörðuheiði og getur átt á hættu að lokast þar inni í snjóum, því hann er neyddur til að taka hvíldina á háheiðinni! Fyrir bragðið er hætt við að menn aki hraðar en skilyrði leyfa til að ná milli staða og skapi þannig hættu í umferðinni. Ef svo heppilega vildi til að viðkomandi kæmist yfir heiðina í næturakstri kæmi hann að Staðarskála harðlokuðum! Engin stétt á Íslandi býr við þessi ströngu vinnutímaskilyrði, ekki alþingismenn, leigubílstjórar, iðnaðarmenn, verslunarmenn, læknar. Enginn! Að auki sinnir Vegagerð ríkisins ofureftirliti með því að eftir þessum vinnutímareglum sé farið og þeir eru sektaðir sem hinir verstu afbrotamenn sem fara ekki eftir reglunum, auk þess sem þeir fá punkta í ökuferilskrár sínar. Ein krafa bifreiðastjóra er að þangað til að viðunandi lausn verði fundin á þessu máli verði sektarákvæði felld niður, því lög sem ekki er hægt að fullnægja eru ólög. Samgönguráðherra getur hringt í undirmann sinn, vegamálastjóra, og skipað honum að létta á þessu eftirliti. Í leiðara Morgunblaðsins sunnudaginn 6. apríl sl. var fjallað um vegakerfið og komið að kjarna málsins, vegirnir eru ekki byggðir fyrir þessa umferð, sem þjóðfélagið gerir þó kröfur um að fari fram.
Álögur á ökutæki
Auk skatta og gjalda sem eru í olíuverði greiða vörubílstjórar þungaskatt, kr. 13,95 fyrir hvern ekinn km. Fyrirhugað er að setja á þessar bifreiðar svokallað umhverfisgjald, 20 kr/km og er því harðlega mótmælt. Miðað við þyngd menga þessir bílar minna en minnstu fólksbílar. Nær væri að fella öll slík gjöld niður og draga þannig úr verðbólguhvata. Olíuverð hefur hækkað, það vita allir. Stjórnmálamenn hafa klifað á því að það séu lægri álögur á eldsneyti hérlendis en t.d. á Norðurlöndum. Áður en gengi krónunnar féll var eldsneytisverð hæst hérlendis auk þess sem almenn laun eru talsvert hærri þar en hér. Þegar eldsneytisverð í mismunandi löndum er borið saman verður að miða við hversu lengi menn eru að vinna fyrir hverjum lítra. Vöruflutningar fara eingöngu fram með bifreiðum hérlendis en ekki með járnbrautarlestum eða skipum eins og víðast annars staðar. Íbúar Norðurlanda eiga val; þeir geta kosið að ferðast með almenningsfarartækjum, strætisvögnum eða járnbrautum, og komist fljótt og auðveldlega leiðar sinnar en slíkt val er ekki fyrir hendi hér. Auknar og ófyrirséðar álögur geta stefnt starfsemi vörubílstjóra í voða þar sem þeir eru margir með langa samninga, marga þeirra óverðtryggða. Samgönguráðherra hefur sýnt málefnum vörubílstjóra skilning með því að efna til viðræðu við þá um þá þætti sem að hans ráðuneyti snúa en viðræður við fjármálaráðherra hafa verið bergmál af þriggja ára gamalli umræðu; málin eru í nefnd, skoðast síðar o.s.frv.
Ökuskírteini meiraprófsbílstjóra
Nýjar reglur um endurnýjun meiraprófsökuskírteina hafa verið kynntar. Þær fela í sér að meirapróf þarf að endurnýja á fimm ára fresti í stað tíu ára og umsækjandi þarf að sitja 35 klst. námskeið og missa þar af leiðandi úr vinnu, auk þess kostar það 70 þúsund kr. á mann að sitja þetta námskeið. Þessar breyttu reglur eru enn einn votturinn um evrópska forræðishyggju sem efast má um að eigi við hér.
Niðurlag
Stjórnvöld hafa gagnrýnt vörubifreiðastjóra harkalega fyrir aðgerðir þeirra og hafa reynt að fá fjölmiðla í lið með sér. Almenningur, á hinn bóginn, hefur staðið þétt við bakið á bílstjórunum, enda skarast hagsmunir þeirra. Kröfurnar eru: Rýmri vinnutímareglur, minni álögur, betri og öruggari vegir og að látið verði af sífelldri forræðishyggju og skattheimtu.Höfundur er vörubílstjóri.
http://sturlajonsson.blog.is/blog/sturlajonsson/
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 09:44
Hva, helvíti eru menn vaknaðir snemma til þess að leita gagna. Ég er reyndar sammála þér þarna að þessar kröfur þeirra eru fáránlegar EN styð þá heilshugar í baráttu þeirra við hátt olíuverð. Málið er það að ef við gerum ekki nokkurn skapaðan hlut gegn þessu óréttlæti hérna þá verður auðvitað ástandið svona áfram. Það er nefnilega svo greinilegt að valdþreytan er orðinn svakaleg hjá sitjandi stjórn og þau sem þar sitja eru í engum kontakt við það ástand sem hér ríkir.
Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 10:32
Það er nefnilega málið Pétur, til að byrja með fengu þeir stuðning vegna þess að þeir vöru að mótmæla!, fólk sagði: loxins er einhver að gera eitthvað!!!
En ég skal lofa þér því að þessir menn munu ekki hjálpa okkur almenna borgaranum nokkurn skapaðan hlut!
Þegar maður er með 2, ára konu sem stjórnar heimilinu þá er víst lítið sofið frameftir.....
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.