26.4.2008 | 14:03
Sennilega sanngjarnt þrátt fyrir allt
Mikið djöfull var þetta sárt að tapa þessum leik og ég verð sennilega að viðurkenna að þetta er sanngjarnt þrátt fyrir að Chel$ký hafi bjargað tvisvar á línu....
Ég veit ekki með þessa ákvörðun Sir Alex að stilla ekki upp sterkasta mögulega liðinu sem hann hafði kosta á en það er klárt að hann er að hugsa um leikinn á þriðjudaginn á móti Barca. Það verður samt sem áður að treysta kallinum því það er jú hann sem er sigursælasti stjóri knattspyrnunnar fyrr og síðar.
Þá eru tveir leikir eftir, Chel$ký á klárlega erfiðari leiki eftir en það er ljóst að mínir menn þurfa bara girða sig í brók og klára þessa tvo leiki sem eftir eru, spilamennskan er ekki búin að vera upp á marga fiska í síðustu leikjum úti á vellinum og ekkert annað að gera en að halda haus í þessum tveim leikjum sem eru eftir.
Manchester United
West Ham - heima
Wigan - úti
Chelsea
Newcastle - úti
Bolton - heima
Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djöfull voru Chelsea menn ákveðnir í þessum leik. nú er bara að vona að mínir haldi haus og vinni annars þarf ég að éta eitthvað ofaní mig aftur...
Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 14:16
Jaaaa, ef þeir spila á móti ykkur eins og þeir gerðu í dag þá eigum við von á hörku leik.
Ólafur Tryggvason, 26.4.2008 kl. 14:18
Ætla að vona að menn haldi haus, 3. leikurinn í röð sem er svo langt frá því að vera sannfærandi.
Nú eru allir sénsar búnir og nú þarf að rokka og róla.
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 16:04
Ef Liverpool spilar eins og þeir gerðu í dag verður um algjört bust að ræða og Chelsea fer léttileg í úrslitaleikinn...
Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 16:08
Fallegasta augnablik leiksins var náttúrulega þegar Dog-ba og Þýska álið voru að rífast, gaman að heyra Andy Gray næstum látast í hláturkasti.
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 16:15
Já það er ótrúlegt að sjá þá klára þennan leik þrátt fyrir óeiningu innan liðsins.
Ólafur Tryggvason, 26.4.2008 kl. 16:20
He he, hann er alls ekki sigursælasti stjóri allra tíma ekki nema fyrir það hversu lengi maðurinn hefur verið við völd. Bob Paisley vann á níu árum sex deildartitla, 3 evróputitla, einn UEFA titil, 3 deildarbikara, 1 ofurbikar evrópu, 5 góðgerðarskildi og 6 sinnum var hann valinn framkvæmdastjóri ársins. Toppar sörinn þetta á sínum 20+ árum? Mín skoðun og tölfræðinnar, NEI.
Pétur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 19:13
Ég held að það sé nú að verða frekar innstæðulaus skot á Chelsea að setja $-merkið í nafn liðsins. Man Utd eyða álíka miklu í leikmenn um þessar mundir.
Bara spurning um hvernig best sé að koma $-merkinu í Manchester Untied, Manche$ter United er hvorki frumlegt né fyndið.
Ólafur Björnsson, 26.4.2008 kl. 20:48
Það er algjörlega ómögulegt að miða þessa tvo sigursælu stjóra saman - það er eitt og sér ótrúlegur árangur að hafa verið jafn lengi við stjórnvölin í nútímafótbolta og raun ber vitni. Ég nenni ekki út í þessa umræðu við þig aftur um silfurostabakka og silfurblómavasa vs alvöru titla en sannarlega er þetta glæsilegur árangur hjá þessari risaeðlu sem á er að þakka flesta ykkar titla á Englandi spurning hvor þið þyrftuð ekki að reyna klóna kallinn til að eiga möguleika á fyrri styrk ekkert annað virðist ganga.
Og Ólafur Björnsson, (enn einn ekki FRUMLEGT og FYNDIÐ besservisser) þú verður að hafa hugmynd um hvað þú ert að tala þegar þú tjáir þig, þegar kemur að debet og kredit í leikmannakaupum er MAN UTD ekki með tærnar þar sem Chels$ký er með hælana og það sem meira er Lúerpúl hefur eytt eða réttara sagt tapað meiri peningum en MAN UTD.
Ólafur Tryggvason, 26.4.2008 kl. 21:02
Voðalegt VÆL er þetta hérna HAHAHAHAHAHAHAHA
Ætlið þið að klúðra öllu á síðustu metrunum ?
Það væri ævintýralega mikið klúður og væntanlega bara ekki hægt miðað við hópin sem þið hafið.
Ómar Ingi, 26.4.2008 kl. 21:21
Hver er að væla - þið eftir að hafa kúkaði í buxurnar á móti Birmingham?
Ólafur Tryggvason, 26.4.2008 kl. 21:35
Sammála Stórabjór.....
Að líkja saman Meistara Paisley og Tyggjóklessunni er skandall.........
Eftir sex ár í starfi hafði "Juicy Fruit" ekki unnið eitt né neitt og var baulað á hann þegar að hann labbaði inná Gamla Klósettið!
Eitt tímabilið endaði hann með liðið í 11 sæti!! LOL.....og það átti að reka hann......
Enda er það þannig að þegar að árangur Benitez og Ferguson eru borin saman fyrstu 4 árin við stjórnvölin hjá þessum klúbbum.....þá á tyggjóið ekki séns....
5-0 í titlum........
Sir hvað?????
Reynir Elís Þorvaldsson, 26.4.2008 kl. 22:26
´Það er ekki að spyrja að því, endalaus fortíðarhyggja.
Ekki reyna að bera saman aura þegar Chel$$$k og Man U eiga í hlut, það gengur bara ekki upp.
Skoðaðu bara stöðuna á ríkustu félögum heims, Chel$$$ verið rekið mið hundruða milljóna punda tapi á hverju ári síða að Róman kom til leiks.
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 22:37
Hverjum er ekki skítsama um fjárhag þegar að það sem skiptir máli er dollusöfnun. Fjárhagur er ekki merki þess að félag sé sigursælt heldur eingöngu að félag sé ríkt. Það er silfrið í bikaraherbergi venjulegra félaga og bikaraíbúð Liverpool sem skiptir máli að fylla. Fram að þessu er okkar árangur mun betri.
Pétur Kristinsson, 27.4.2008 kl. 04:33
Fyrirgefðu Reynir, Sör Loooooser.
Pétur Kristinsson, 27.4.2008 kl. 04:34
Og þá er ég að sjálfsögðu að meina Sör Alex
Pétur Kristinsson, 27.4.2008 kl. 11:45
Ég þarf að fara finna mér nýja púllara til að leika við - þið eruð orðnir svo sorglega útreiknanlegir að ég get farið að skrifa þessa pistla frá ykkur sjálfur..... ég get alla vega skemmt mér við það annað en að lesa sömu tuggurnar frá ykkur aftur og aftur.
Ólafur Tryggvason, 27.4.2008 kl. 15:53
Endalaust væl núna KING HAHAHAHAHA
Enda gæti vonir ykkur um dollurnar verið hreinlega úti núna
Ef svo þá getið þið endanlega hætt hrokanum
En við skulum spyrja að leikslokum
Ómar Ingi, 27.4.2008 kl. 20:48
Það er enginn hætta á að hrokinn hætti og skuluð þið ekki reyna binda einhverjar vonir við þess háttar vitleisu, enda er innistæða fyrir hrokanum annað en þið greyið mín getið sagt.
Satt er það að mögulega getum við endað titlalausir - en það eru reyndar minni líkur á því en að þið endið titlalausir, en burt séð frá því er ég sáttur við tímabilið þar sem nýjir menn hafa veirð að koma sterkir inn og við að spila gríðarlega vel (ef frá er talið allra síðustu leiki).
Ólafur Tryggvason, 27.4.2008 kl. 21:50
Mér finnst Kóngurinn Fyndinn kall
Ómar Ingi, 28.4.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.