Ronaldo: Ég var barnalegur

Cristiano Ronaldo hefur nú loksins gert tilraun til að hreinsa til í sínum málum hjá Manchester United eftir Real Madrid ævintýrið sem stóð yfir í allt sumar.

Ronaldo ítrekar að það hafi verið draumur sinn að spila með Real Madrid, en viðurkennir að tímasetningin hafi ekki verið góð. Hann hafi verið barnalegur þegar hann fór fram á að vera seldur frá Manchester United.

"Þegar við unnum Evrópubikarinn fannst mér að ég væri búinn að vinna allt sem hægt væri að vinna með United," sagði Ronaldo í samtali við Daily Telegraph.

"Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda og það var freistandi að geta verið í aðeins klukkutíma fjarlægð frá fjölskyldu minni í Portúgal. Allir vita að það er minni munur á lífstílnum á Spáni og Portúgal en á Englandi og allir hjá United sýndu því skilning," sagði Ronaldo, sem er væntanlegur til leiks þann 27. september eftir meiðsil.

"Það sem ég sagði opinberlega var ef til vill nokkuð barnalegt og ég tek fulla ábyrgð á því. Ég sagði bara hvað ég var að hugsa. Mér fannst vera kominn tími á nýja áskorun. Ég hefði sennilega aldrei íhugað að fara frá United ef við hefðum ekki orðið Evrópumeistarar og ég vil ítreka að ég vildi aldrei neyða félagið til að selja mig. Ég er atvinnumaður og legg mig alltaf 100% fram með félaginu. Ef ég fer frá United einn daginn, vil ég vita að ég hafi alltaf gert það sem ég gat til að hjálpa félaginu í einu og öllu," sagði Ronaldo.

Vel mælt - eins og ávalt hefur Sirinn kennt honum lexíu eða tvær og er strákurinn auðmjúkur sem aldrei fyrr, ég spái að hann geri nýjan samning í vetur við MAN UTD sem færir honum 180þ pund á viku og megasamning við NIKE. og þegiði svo -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég held að sá eini sem á að þegja er barnalegi krakkaskíturinn frá Portúgal...

Hallgrímur Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Ómar Ingi

Hann kemur

No Worries

Ómar Ingi, 5.9.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Ronaldo er kóngurinn á Old Trafford!!!

Þráinn Árni Baldvinsson, 5.9.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

LOL hvílíkur kóngur. Kannski er þá hægt að heimfæra þetta á hann þannig að hann er sá eini á þessum guðsvolaða stað sem er með kóng,  maður spyr sig.

Þetta er góður leikmaður en hausinn á honum er því miður ekki upp á marga fiska. Ef að hann hefði hjartað hjá Carragher væru honum allir vegir færir.

Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

það eru allir hræddir við þennan dreng og eina vörnin er að ata hann aur.

Víðir Benediktsson, 6.9.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

EF hann er ekki mjög sterkgáfaður hann Ronaldo þá væri hann nú ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hefði vitið í fótunum. Alex Ferguson hefur sýnt sig í að hafa sérstakt lag á svoleiðis strákum og hann er kannski að sýna það eina ferðina enn.

Þar fyrir utan hefur Lúserpúl- liðið ekkert alltaf verið líklegt til að vinna Nóbelinn í neinu, nema heimskulegum yfirlýsingum, eins og raunar margir ásaka Benitez fyrir núna, þegar hann gubbar uppúr sér sannleikskorni?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 09:40

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Og pési - hver er að tala um að hver sé að snú á út úr - ugluspaði.

 Nei Nei nei - rassgatið á ronaldo er huggulegra en andlytið á Carra, og vildi ég ekki líkja þeim saman á nokkurn hátt.

Ólafur Tryggvason, 6.9.2008 kl. 11:17

8 Smámynd: Pétur Kristinsson

LOL, mig langar nú eiginlega ekkert að spyrja þig hvernig þú hefur hugmynd um hvernig rassgatið á Ronaldo lítur út. Kannski eigið þið Óli Hommi meira sameiginlegt en bara nafnið.

Hafsteinn, er það að hafa sérstakt lag á svona mönnum að missa þá ítrekað í einhverja vitleysu eins og Cantona og karatesparkið, ævisögur sumra leikmanna, asnaprik Roy Keane inni á vellinum ítrekað, lyfjapróf Rio, grunnhyggni Ronaldo í sumar. Ég veit það ekki líkist frekar stjórnleysi en stjórn.

Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 14:51

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sé ekki betur Pétur en þú teljir þarna upp alla þá sem honum hefur tekist hvað best upp með, til heilla fyrir félagið? Hvað gerði hann rangt í utanumhaldinu á þessum mönnum???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 18:35

10 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ef þessir miklu menn sem þarna er um rætt hefði verið annars staðar en á Old Trafford hefðu mál farið öðruvísi og á verri veg.

Ólafur Tryggvason, 7.9.2008 kl. 10:35

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mest hissa á að prímadonnan grátgjarna hafi náð að rífa andlitið frá speglinum í fríinu sínu til að gubba út úr sér þessari yfirlýsingu sem er bersýnilega upphugsuð fyrir hann.

Páll Geir Bjarnason, 7.9.2008 kl. 19:47

12 Smámynd: Ólafur Tryggvason

batnandi mönnum er best að lifa!!

Ólafur Tryggvason, 9.9.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband