Sjáum hvort einhverjir púllarar hrökkvi upp við þessa færslu!

Tínda hjörðin (lpool vinir mínir) hefur verið tíðrættt um væl þett og væl hitt hjá ýmsum úr röðum míns liðs og hefur verið broslegt að lesa þessar kjánalegu tilraunir þeirra til að búa til nýja uppnefningu. En vælukjói allra vællukjóa er nú að koma fram í fyrsta skipti í fjölmiðlum með magnaðar afsakanir um getuleysi framherjanna sinna. Mann greyið ætti fljótlega að fara hafa áhyggjur af þessu því það er jú skoruð mörk sem vinna leiki.

____________________________________________________________________________

Rafa Benítez stjóri Liverpool segist ekki hafa neinar áhyggjur af markaleysi framherjaparsins Fernando Torres og Robbie Keane.

Torres hefur einungis skorað eitt mark í sjö leikjum á tímabilinu á meðan Keane hefur ekki enn tekist að opna markareikninginn síðan hann kom frá Tottenham. Báðir fóru þeir heldur illa með ágætis færi í 0-0 jafntefli Liverpool gegn Stoke um helgina.

Torres skoraði 31 mark á seinasta tímabili eftir að hann kom frá Atletico Madrid og skoraði síðan sigurmark Spánar á Evrópumótinu í sumar. Keane skoraði 14 mörk í fyrra en þeir hafa báðir átt í vandræðum það sem af er þessu tímabili. Benítez segir að sjálfstraust geti farið að verða áhrifavaldur.

Hann heldur því þó fram að Torres sé enn að jafna sig á EM 2008 og er hann sannfærður um að bæði hann og Keane muni byrja að skora innan tíðar.

„Torres kom frá Evrópumótinu mánuði síðar en venjulega og við þurfum meiri tíma til að koma honum í gott form,“ sagði Benítez. „Í leiknum á móti Stoke fékk hann ekki mikið pláss og hann var undir mikilli pressu allan tímann.“

„Sjálfstraust hefur áhrif á framherja þegar þeim tekst ekki að skora mörk og það er á hreinu að Torres og Keane þurfa báðir að skora. En þegar það gerist munum við sjá mikinn mun.“

Tekið af www.fotbolti.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þarna hittir Benítes beint í mark :)

Pétur Kristinsson, 22.9.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Ómar Ingi

Keane er í bullinu , hann þarf nú að fara skora greyið 8 leikir skrilljon og eitt færi og ekki eitt einasta mark.

Já betur má ef duga skal , en þolinmæðin er okkar það kæmi mér ekki á óvart að hann myndi skora í næsta leik

Pungin á þér væli

Ómar Ingi, 22.9.2008 kl. 19:07

3 identicon

Ég bjóst nú við einhverri umræðu hérna eftir þetta blogg..........hehe......

Ásgrímur Guðnason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Óli minn... hvað hafa okkar framherjar skorað mikið?

Og þessi Berbi sem kostaði næstum helmingi meira en Torres er ekki sýna að hann sé merkilegur pappír, latur djöfull en fallega smjörgreiddur!

Þórður Helgi Þórðarson, 23.9.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Kvitta fyrir mig, ég nenni ekki neinu rugli í dag,,,

Hallgrímur Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hehe, læt það nú alveg vera hvort Berbi sé fallega smjörgreiddur, en bæði lið eiga við vandamál að stríða þegar að kemur að síðasta þriðjung vallarins.

Segi það sama og Ommi. Bíttu í punginn á þér Óli.

Pétur Kristinsson, 23.9.2008 kl. 17:17

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Nei ási - þessir aular eru allir að uppgötva að leiðin liggur nú niður á við og segja þeir nú bless einn af öðrum.

Rétt Doddi - okkar framherjar hafa ekki verið að skora mikið enda erum okkar menn ekki að standa sig sem skildi þessa dagana og enginn að reyna halda öðru fram.

Þessi púllaragrey eru aftur á móti að reyna slá sér á brjóst eins og þeir hafi unnið eitthvað, en af og frá. Þetta er allt á niðurleið hjá þeim öfugt við það sem við MAN UTD menn sjáum fram á á næstu vikum og misserum, allt á uppleið þar.

Ólafur Tryggvason, 24.9.2008 kl. 17:12

8 identicon

Já við byrjuðum bara deildina á slæma kaflanum, það er ágætt að hann sé frá....

Liverpool tók sinn góða sprett i byrjun, en það tók enda um síðustu helgi :)

Núna er allt að komast í samt horf í deildinni, hehe

Ásgrímur Guðnason (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 17:45

9 Smámynd: Ómar Ingi



This photo speaks volumes. Maybe something like…

Giggs:“Hold me tight, Cristiano.”
CR: “I wish you were a hooker, Ryan.”

Ómar Ingi, 24.9.2008 kl. 19:11

10 Smámynd: Ólafur Tryggvason

já það sér sennilega hver þessa mynd með sínum augum og í sínum anda.

Það sem ég sé þegar ég sé þessa mynd er -

#1 Besti Vængmaður síðustu ára, einn merkilegasti knattspyrnumaður heimsins fyrr og síðar.

#2 Besti vængmaðurinn í heiminum í dag - ógnvekjandi sterkur og ljóst að á næstu árum mun hann sanna sig sem eitt af stórmennum knattspyrnusögunnar.

Ólafur Tryggvason, 24.9.2008 kl. 20:27

11 Smámynd: Pétur Kristinsson

He he, ég sé nú bara Giggs að hugga væluskjóðu.......

Btw, hvað gerir þennan gauk að merkilegasta knattspyrnumanni heimsins fyrr og síðar? Jú, yfirgengilegur leikaraskapur og sérlega lítil hollusta við sína vinnuveitendur.

Þangað til að hann fer að geta eitthvað í mikilvægum leikjum og nær ofangreindum stimpli af sér er hann svo sannarlega ekki á meðal þeirra allra bestu, því miður. En leikmaður no. 11 sem þarna er að hugga væluskjóðuna á alla mína virðingu. Svo sannarlega á meðal þeirra allra bestu.

Pétur Kristinsson, 24.9.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Já ég held að King  ætti að taka Dodda sér til fyrirmyndar!

Eins og Doddi bendir réttilega á þá er milljarðaframherjasveit Man Utd ekki búin að gera miklar rósir.

Torres er búinn að vera meiddur og Keane....ja ,hefur valdið vonbrigðum.......

En Torres er kominn með 1 mark sem er jafnmikið 0g Tevez,Berbatov og Rooney hafa gert til samans........90 milljarða sveit og uppskeran = eitt  mark! 

Reynir Elís Þorvaldsson, 25.9.2008 kl. 09:40

13 Smámynd: Ólafur Tryggvason

ekki fara tala um peninga og samanburð á liðunum - þið hafið spreðað meiri peningum í leikmannakaup en við - munurinn er að við kaupum oftar en ekki menn sem við notum, þið kaupið oftar en ekki menn sem þið notið ekki og geta ekki rasss.

Þetta er ákaflega einföld hagfræði - það er betra að kaupa fáa dýra snillinga sem þú notar heldur en marga millidýra aumingja sem geta ekki rassgat og nýtast ekki til neins!

Sannarlega er verðmæti á framherjasveit MAN UTD ákaflega gott eins og Reynir bendir réttilega á, enda eru þetta ríkjandi England og Evrópumeistarar. En þar líka skilur á milli MAN UTD og Liverpool liðsins, sem er þekkt fyrir rangar fjárfestingar undanfarin ár og enga verðlaunapeninga.

LOL

Ólafur Tryggvason, 25.9.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband