Gerrard útúr byrjunarliðinu

Gægt og sígandi er Cappello að sjá að Gerrard sem klárlega er ágætur fótboltamaður sé einfaldlega ekki ekki sú súperhetja sem lúserpúllarar vilja af láta.

Að sjálfsögðu munar liverpool um Gerrard, liði sem annars er að mestu uppfullt af meðalmönnum sem ekki hafa skilað landstittli í áratugi. Landslið vöggu fótboltan hefur aftur á móti ekki þörf fyrir þennan annars ágæta meðalmann.

Rooney er að finna sitt rétta form og er farinn að skora í hverjum einasta leik og klárt að hann verður ógnvekjandi í vetur.....

Devil


mbl.is Gerrard: Við Lampard náum ekki vel saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Capello mun líka kúka á sig í alvöru keppni með þetta lið.

Ómar Ingi, 13.10.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Hólmfríður S Einarsdóttir

Alveg finnst mér það rosalega sérstakt þegar fullorðnir menn(geri allavega ráð fyrir að þú sért fullorðinn)eru með svona skítkast útí önnur lið og þeirra menn.Yfirleitt eru það þeir sem hafa ekki vit á fótbolta og hafa ekkert annað að segja ,því miður.

Hólmfríður S Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Alveg finnst mér það merkilegt að svona fullorðnar konur (geri ráð fyrir að þú sért fullorðin) eru með svona afskiptasemi af því sem þeim kemur nákvæmlega ekki neitt við og eiga ekkert með að blanda sér í. Yfirleitt eru það þær sem halda að þær hafi vit á fótbolta og halda að þær hafi eitthvað að segja, en nei því miður.

____________________________

Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur!!"! fótbolta umræða (og þá sérstaklega milli MAN UTD og liverpool stuðningsmanna) verður aldrei vitsmunalegs eðlis og á hún heldur ekki að vera það því þá verður hún einfaldlega grútleiðinleg. Vert þú bara með vinum þínum að tala um boltann á þínu leveli og hafðu gaman af, láttu mig omma pésa reyni steina og aðra apaketti í friði. BLESS. 

Ólafur Tryggvason, 13.10.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Ævar

Steven Gerrard er langbesti leikmaður englendinga í dag. Óþolandi þessi samanburður alla tíð á Gerrard og Lampard. Það vita þeir sem einhverja glóru hafa á milli eyrnanna að Gerrard gnæfir yfir Lampard í hæfileikum þegar kemur að knattspyrnu. José Mourinho blaðraði Lampard upp í getu og allir kokgleyptu það. Lampard t.d. skorar bara mörk úr vítum eða "spegluðum" skotum, þ.e. boltinn á leið langt framhjá en með viðkomu í varnarmanni skorar hann skítamark.

Ævar, 13.10.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ekki það að ég hafi nokkurn áhuga á að vera tala Lampard eitthvað upp - en þá er BARA gaman að því hvað lúserpúllarar verða alltaf hörundssárir þegar ofmetnasti leikmaður Bretlandseyja ber á góma..... eins og ég hef sagt 100 sinnum áður þá er Gerrard þokkalegur leikmaður en hann er ekki þessi ofurstjarna sem að þið greyin viljið af láta. Það sínir sig best þegar hann er látinn spila með topp leikmönnum en þá (eins og í síðasta landsleik) fellur hann niður á plan sem er ekki samboðið enska landsliðinu!!

En svo getum við tekið samanburð á Gerrard og Carrick - Carrick er einfaldlega með yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar og er það svo augljóst að eftir er tekið, og við getum haldið áfram samanburði, Hargreaves,,, hann lætur Gerrard gráta á kvöldin yfir því hvað hann gæti verið ef hann hefði hæfileika og að lokum getum við dregið fram Legend,,, Sir Paul Scholes sem er einfaldlega miðjuguð sem mun að ferli loknum mun setja sig á stall sem einn allra allra besti miðjumaður fyrr og síðar.

Og ekki orð um það meir.

Ólafur Tryggvason, 13.10.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Á hvaða lyfjum ert þú þau hljóta að ver ólögleg ekki að þetta komi á óvart miða við hvaða liðum þú heldur með

Jón Rúnar Ipsen, 13.10.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...hvernig er aftur staðan í deildinni?

Páll Geir Bjarnason, 13.10.2008 kl. 23:00

8 identicon

Sá sem segir að Carrick hafi yfirburði yfir Gerrard hefur hreinlega ekki vit á fótbolta - svo einfalt er það. Þannig að ég brosi að þessari færslu þinni, vitandi það að þú hefur góðan húmor ... eða ert svo skemmtilega blindur á fótboltaeiginleika annarra en Manure manna, að krakkar í sandkassa hefðu gaman af.

Paul Scholes er flottur miðjumaður - miklu betri en Carrick. En í samanburði við Gerrard hverfur hann ... Gerrard er leader, Scholes er follower.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:27

9 Smámynd: Ólafur Tryggvason

vííííííí - það var búið að vera þrúgandi lægð yfir þessu bloggi mínu að ég varð bara aðeins að "pissa utan í dekkið hjá nágrannanum mínum" - hingað koma nokkrir frískir sem ekki venja komu sína - en mínir gömlu félagar eru sennilega enn að sjúga þumalinn yfir öllu þessu kreppubulli!

Ólafur Tryggvason, 14.10.2008 kl. 10:21

10 Smámynd: Hólmfríður S Einarsdóttir

Vá KING agalega harður.

Af hverju kemurðu ekki undir þínu eigin nafni.Er það af því að þú veist ekkert um fótbolta.

Ert bara að bulla út í loftið.

Hólmfríður S Einarsdóttir, 14.10.2008 kl. 10:49

11 Smámynd: Sigurður Rúnar Guðmundsson

hahaha

aðra eins vitleysu hef ég ekki heyrt ég er farinn að hallast á að þú sért liverpool hattari frekar en man united fan. ég las þetta úr annari færslu fra þér "Torres hefur einungis skorað eitt mark í sjö leikjum á tímabilinu á meðan Keane hefur ekki enn tekist að opna markareikninginn síðan hann kom frá Tottenham. " bara að láta þig vita að núna er torres búin að skora jafn mikið og tevez,park,ronaldo,rooney og nýja undrið berbatov. i úrvalsdeildini sem er bara öll sóknarlínan ykkur plús grenjuskóðan.
og að segja að Carrick sé betri en gerrard sýnir fáfræði, sem er nú kanski bara ein skóðun á móti annari

 En allavegana þú ert með ágætan húmór

Sigurður Rúnar Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 13:14

12 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Hahahaha...............þinn langbesti brandari hingað til King............!

Virkilega fyndinn!

Reynir Elís Þorvaldsson, 14.10.2008 kl. 15:33

13 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HEYYYYYY - Reyni - vinur minn - LOL - ég var farinn að hafa smá áhyggjur af þú værir lasinn - það hafði ekkert heyrt frá þér -

Hólmfríður Júlíusdóttir fer mikinn og gaman væri nú ef hún hellti úr viskuskálum sínum í stað þess rembast eins og rjúpan við staurinn að freta í áttina að mér - LOL - hvað veist þú um fótbolta, ég hef aldrei haldið því fram að ég sé einhver viskubrunnur í þeim fræðum og ætla mér ekki að gera það. En þú greyið mitt ert að gera góða hluti - klapp klapp.

Sigurður - þegar þetta var skrifað var staðan svona og dauðadjöfullinn allsráðandi yfir framherjum lúserpúl sem aldrei fyrr, eitthvað hefur spænska flugan aðeins sýnt á sér lífsmark en þó ekkert sem mark er á takandi. Flopp kaup tímabilsins voru, eru og verða Keane.

Svo má spyrja sig af hverju allir þessir viskubrunnar sem hingað eru komnir til að slá sig til riddara deila nú ekki allri þeirri visku sem þeir búa yfir.

Ólafur Tryggvason, 14.10.2008 kl. 19:48

14 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Þetta er álíka fáránleg athugasemd hjá þér og að segja að Torres sé lélegur!Ekki svaravert kjaftæði.  Ekki myndi mér detta í hug að halda því fram að Cristiano Ronaldo sé ekki góður fótboltamaður, en Gerrard og Torres hafa svolítið sem hann og Rooney hafa ekki, eitthvað vit í kollinum!  Get real vinur!

Egill Rúnar Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 00:06

15 identicon

Hólmfríður af hverju ertu svona reið út í gaur sem heldur með liði í ensku sem er í 8 sæti og liði hér heima sem tapaði öllum þremur leikjum sínum í sumar gegn KR og er þar fyrir utan búið að vera í fallbaráttu undanfarin 15 ár.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 01:15

16 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Það er með ólíkindum hvað púllarar eru miklir ofurpappakassar - þið takið ykkur svo alvarlega að réttast væra að setja ykkur á svið og selja inn á leikritið sem þið eruð...... LOL

Ólafur Tryggvason, 17.10.2008 kl. 14:49

17 Smámynd: Víðir Benediktsson

King heldur með liði sem er núverandi Englandsmeistar, Evrópumeistarar + minni dollur. Leikmenn Liverpool eru bara í hálfu starfi þ.e. Þeir hafa lokið vinnuskyldu sinni um áramót, allavega hefur það verið þannig undanfarin ár og ekkert sem bendir til beytinga á þeim bæ. Gerrard who?

Víðir Benediktsson, 17.10.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband