MAGNAÐUR

Wayne Rooney hefur verið magnaður í síðustu leikjum, meira segja púllarar eru farnir að dást að honum og þá er fokið í flest skjól. Rooney hefur töluvert verið gagnrýndur upp á síðkastið fyrir að hann skori ekki nóg bæði með landsliði og félagsliði, en við MAN UTD menn vitum að hann skilar svo miklu miklu meira en bara mörkum því vinnusamari framherja er varla hægt að hugsa sér.

En nú er kallinn farinn að skora sem aldrei fyrr og er illviðráðanlegur alls staðar á vellinum - niðurstaða leiksins í gær sínir það og sannar - tvær stoðsendingar og tvö mörk (í raun 3 þar sem hann skoraði fullkomlega löglegt mark) segja allt sem segja þarf.

Sannarlega það lang lang besta sem hefur komið frá Liverpoolborg í áratugi!!


mbl.is Rooney: Vinnan farin að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.10.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Það koma góðir hlutir fra borginni Liverpool......það er staðreynd......

Ég reyndar man ekki eftir neinu góðu sem hefur komið frá nágrannaborginni Manchester.....hmmmm

Reynir Elís Þorvaldsson, 21.10.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Indversk matargerð er í hávegum höfð í Manchester ásamt túrban tískunni sem ræður ríkjum þar.

Pétur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Enda er afneitun og minnisleysi ykkar helsta huggun, að muna ekki árangur síðust áratuga og hugsa bara til þess tíma sem þið voruð stórveldi og á toppnum er veruleikafirring á hæsta stigi. Skiljanlega, eruð þið eins og gamla íslenska módelið sem er þarna í breska fyrirsætuþættinum, haldið að þið séuð svakaflottir en það sjá það allir aðrir að þið eruð í besta falli kjánalegir og megið muna ykkar fífil fegurri.

Já rétt pési, menning Manchesterborgar er gríðarlega frjó og lífleg enda hefur borgin tekið stakkaskiptum eftir að stórlið borgarinnar fór að draga að sér endalausan fjölda ferðamanna í takt við endalausa velgengni. Muninn á liðunum má best sjá á muninum á borgunum, önnur er eins og gamall eiðibær á Hornströndum á meðan hin er Eins og Hafnarfjörður þar sem allt gull glóir.

Og ykkur til fróðleiks hefur pési flutt inn töluvert af þessari matarmenningu frá Manchester (enda er hann leyndur aðdáandi MAN UTD og á mér myndir því til staðfestingar) og eru einar af mínum uppáhaldsstundum þegar pési bíður mér í RÓTsterkan indverskan mat á heimili hans í Árbæjargettóinu, og rjóminn á kökuna er þegar pétur tekur bollíowood showið sitt, þá er gaman.

Ólafur Tryggvason, 21.10.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

King er sennilega eitthvað lítill í sér núna....... Jafntefli á móti "firmaliðinu" í Liverpool borg sem b.t.w Fimmfaldir Evrópumeistarar Liverpool slátruðu um daginn....

og ekki nóg með það þá var þetta Chelsea lið stöðvað eftir 5 ár án taps á heimavelli......og af hverjum?

"Miðlungsliði" Liverpool!

Reynir Elís Þorvaldsson, 26.10.2008 kl. 17:08

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ef dómari dæmir af mark er það ekki mark. Alveg sama hvað myndavélar sýna.

Páll Geir Bjarnason, 26.10.2008 kl. 17:57

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason

LOL - fátt er nýtt undir sólinni og það er ekki óvænt að lúserpúlaularnir troðist nú fram einn af öðrum og í stærri hópum og breiði úr sér sem aldrei fyrr þar sem tilfinning þeirra er að þeir hafi unnið eitthvað við að vera á toppi deildarinnar eftir 9 leiki!!! HAHAHAHAHA

Sannarlega glæsilegur árangur að leggja Chel$ký á brúnni það verður ekki tekið af ykkur greyin mín en haldið fast í væntingarnar því það er enn mikið eftir af tímabilinu.

Ólafur Tryggvason, 27.10.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband