BESTUR Í HEIMI ef ekki fyrr og síðar

Ef menn héldu að síðasta tímabil væri einhver bóla hjá Ronaldo þá geta þeir hinir sömu hætt að spá í það. Drengurinn átti á köflum í dag magnaðan leik og kom með tvær útfærslur af aukaspyrnum sem gáfu mörk. Önnur yfir vegginn þar sem boltinn tók ótrúlega sveig rétt fyrir framan Sörenssen og hin í hornið hjá þeim danska, magnaðar aukaspyrnur. Þessi snillingur er búin að skora 101 mark fyrir Manchester United í 253 leikjum sem svo sannarlega er magnaður árangur hjá vængmanni.

Drengurinn er búin að skora 8 mörk í deildinni í þeim 9 leikjum sem hann hefur spilað, það er einfaldlega stórkostlegur árangur.

Nú er ekkert annað að gera en að semja við þennan magnaða leikmann upp á nýjan langtíma samning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SteiniGjé..!

Ólafur!

Þú færð nú engann til að mótmæla þessu hjá þér .. Nema þá kanski Pétur líklegastur til að koma með e-ð haha ..

SteiniGjé..!, 16.11.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Ómar Ingi

image

Vonandi fer hann að yfirgefa ykkur og fara í eitthvað flott lið

Ómar Ingi, 16.11.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það má bæta við fyrirsögnina á þessari grein "Í dýfum" LOL

Pétur Kristinsson, 16.11.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Þarf víst að leiðrétta eitt - þetta eru 253 leikir en ekki 153 leikir, þarna var ég að éta upp vitleysuna á vísi.is í stað þess að kanna þetta sjálfur. En samt sem áður ótrúlegur árangur.

Ég nenni ekki í þessa dýfu umræðu við þig enn einu sinni PÉTUR, ég er búin að gera allt til að benda þér á staðreyndir málsins en allt kemur fyrir ekki, þú heldur áfram að gráta og gráta. Bíddu við, er ekki vælubíllinn fyrir utan hjá þér núna pési?

Ólafur Tryggvason, 16.11.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

LOL, vælubíllinn góður. Held að hann sé fastur fyrir utan heimili sörsins sem er mesta væluskjóða enskrar knattspyrnusögu.

Það að þú nennir ekki í dýfuumræður um þennan ágæta knattspyrnumann er ekkert annað en veruleikafyrring af þinni hálfu því að hann gæti alveg verið einn af þeim bestu ef ekki væri fyrir þennan risastóra galla á þessum leikmanni.

Mín skoðun er sú að þetta sé frábær leikmaður með mjög óþroskaða sál. Ertu kannski búinn að gleyma hvernig þessi maður kom fram við þitt félag í sumar? Eða keyptir þú skuldlaust innantóma yfirlýsingu þessa manns um að hann vildi hvergi annars staðar vera eftir að sörinn bannaði honum að yfirgefa félagið? Ekki væri ég til í að hafa leikmann í mínu liði með slíkt loyalty.

En burtséð frá því er það góður árangur að ná 100 mörkum í þetta fáum leikjum. Núna vantar honum 250 mörk til þess að ná Ian nokkrum Rush.

Pétur Kristinsson, 16.11.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ég hef ALDREI haldið því fram að hann dýfi sér ekki og ég mun ALDREI halda því fram að hann muni ekki gera það, enda væri það óskapleg veruleikafirring. Hann hefur aftur á móti bætt þennan galla sinn gríðarlega og held ég að það sé mikið til stjóranum að þakka. En það ert aftur á móti þú greyið mitt sem sérð ekki skóginn fyrir trjánum þar sem þinn heilagi geirhaður er hræsnari dauðans með yfirlýsingum sínum í garð dýfinga og þeirra staðreynda sem ég hef margoft sýnt þér fram á er ekki barnanna bestur.

Að sjálfsögðu er tvítugur unglingur óþroskuð sál, skárra væri það nú, og alveg ljóst að hann fór ekki fram eins og maður hefði óskað sér. Það var rótað í greyinu markvisst sem ég tel að hafi valdið honum villusýn á tímabili en enn og aftur kemur þessi magnaði stjóri og grípur inn í atburðarrásina og leiðir málið á réttar brautir. Hann er aftur á móti maður meiri fyrir það að koma fram nú nýverið og sagt frá sinni hlið málsins og segi ég fyrir mitt leiti að skýringar hans á málinu hafi verið algjörlega fullnægjandi enda miðað við nýjustu fréttir stefnir allt í að hann semji við MAN UTD upp á nýtt.

Enn og aftur ert þú fljótur að gleyma þínum eigin skít þegar málið snýr að umræddum geirharði hræsnara en það er nú ekki langt síðan (2005) að hann var nákvæmlega jafn nálægt því að "svíkja" sitt lið og fara annað og elta fyrirheit um gull og grænni skóga.

Það er mjög hefðbundið að þú farir fram á að Ronaldo sé miðaður við mesta markaskorara liverpool fyrr og síðar, en við skulum heldur miða saman umræddan geirharð við Ronaldo. Báðir spila þeir á miðsvæðinu þó annar sé skilgreindur sem vængmaður þá hefur geirharður mikið spilað á köntunum síðastliðin ár ásamt því að þeir hafa báðir nokkuð frjálsa rullu gagnvart leikskipulaginu. Báðir eru þeir vítaskyttur sinna liða og taka flestar aukaspyrnur sinna liða í skotfæri við sitt mark sem þeir í mörgum tilfellum "fiska / dýfa" sjálfir.

Geirhaður 103 mörk í 457 leikjum

Ronaldo 101 mark í 253 leikjum

LOL

Ólafur Tryggvason, 16.11.2008 kl. 18:53

7 Smámynd: Pétur Kristinsson

Er ekki vælubíllinn alveg örugglega fyrir utan hjá þér Óli?

Pétur Kristinsson, 18.11.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband