Er hægt að komast endalaust upp með að bulla í vinnunni?

Ég vill áður en ég hefst handa að taka það fram að Höddi Magg er vafalaust drengur góður og fínn kall en eftir frammistöðu hans í dag við að lýsa leik MAN UTD í FA bikarnum má spyrja sig hvort það væri ekki hægt að finna eitthvað þarfara fyrir kallinn að gera uppí Skaptahlíð, eða uppi á Lynghálsi þar sem lýsingarnar fara fram.

Það er nánast fastur liður að Höddi lýsi leikjum minna manna og því kannski ekki eitthvað nýtt á ferðinni, ég hef reyndar gaman af því að hlusta á Hödda lýsa leikjum minna manna þar sem hann leyfir sér svo lúmskt að finna að flestu því sem leikmenn MAN UTD eru að gera. En nóg um það, af tvennu illu er sennilega skárra að láta hann "hatast" út í mína menn þar sem sennilega er ekki hægt að láta hann lýsa leikjum síns liðs sökum hlutdrægni, en nóg um það.

Það eru tvö atriði í dag sem eru með ólíkindum í lýsingu Hödda frá því í dag.

#1 - Rauðaspjaldið á brot á Vidic: Fyrr í vetur var talaðu um að banna ætti leikmann til æviloka sem fótbraut andstæðing sinn í ekki ósvipaðri tæklingu. Vidic bar ekki skaða af tæklingunni sem hann lenti í en er það mælikvarðinn? Hvað hefði Höddi sagt ef Vidic hefði stigið aðeins fastar í fótinn og hann hefði kubbast í sundur? Höddi talar um ef ég man rétt að dómarinn hefði átt gæta meðalhófs og að meta leikinn!!!! Hvað er það, er það af því annað liðið er sterkara á pappírum en hitt og því sannarlega ójafnt gefið þegar veikara liðið hefur misst mann af velli? og því einungis í lagi að vísa manninum útaf ef hann hefði stórslasað andstæðinginn!! MAGNAÐ

#2 Vítaspyrnudómur: Ég tek það strax fram að ég fullyrði ekki hvort boltinn hafi farið í hönd leikmannsins í varnarveggnum, undir handarkrika eða í haus hans, það er einfaldlega ekki hægt að sjá það nákvæmlega á þeim myndum sem ég hef séð. En leikmaður í varnarvegg sem er kominn með hendur upp fyrir haus til að verjast boltanum í varnarvegg hlýtur að vera bjóða hættunni heim þegar að boltinn stefnir í átt að þeim stað sem hendurnar eru. Alla vega, ekki frekar en að ég hef myndir til að fullyrða eitthvað um málið þá hefur ágætur Hörður Magnússon ekki neitt í höndunum til að fullyrða um fáránlega dómgæslu. Fullyrðingar Hödda í framhaldinu í lýsingunni eru með hreinum ólíkindum og sýnir svo ekki verður um villst að hann þyrfti aðeins að taka sjálfan sig í endurskoðun áður en hann heldur áfram að lýsa leikjum MAN UTD.

Það er örugglega ekki einfallt mál að lýsa leikjum svo meðalhófi sé gætt og allir séu sáttir, það þarf vafalaust ekki mikið til að grenjuskjóður liðana sem verið séu að lýsa missi sig þegar þeir eru ekki sáttir við það sem sagt er en þetta var að mínu mati aðeins of mikið.

Annars var leikurinn frekar leiðinlegur á að horfa og má segja að þetta hafi verið klassískur leikur neðrideildarliðs og efstudeildarliðs. En ég er ánægður með góðan sigur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það er nú gott að þú ert ánægður með þig og þína.

Ómar Ingi, 4.1.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Af því að ég er náttúrulega hlutlaus í þessu máli verð ég að leggja orð í belg. Boltinn fór ekki í hönd leikmannsins í varnarveggnum en hann bauð hættunni heim en dómarinn, sem á að dæma á það sem hann sér en ekki það sem að hann heldur að hafi gerst, dæmdi víti.

Annars er það alþekkt staðreynd að Mike Reily dæmir langoftast allan vafa með þínum mönnum. Getur séð tölfræði um það neðar á þinni síðu. Furðulegt að þú sjáir ekki ástæðu til þess að minnast á þessa staðreynd.

Annars er ég sammála þér með rauða spjaldið. Það var aldrei þessu vant hárréttur dómur hjá þessum dómara. Skipti engu máli að mínu mati þó hann hafi tekið boltann fyrst. Svona tæklingar eiga ekki að sjást.

Af því að þú ert að tala um lýsendur á leikjum megum við púllarar þola hinn róbótíska og daufa og hlutdræga Gumma Ben á flestum okkar leikjum. Gætum þegið flest annað í staðinn. Er nokk sama um hlutdrægnina hjá manninum en væri til í að hafa einhvern líflegri, mun líflegri. Maðurinn er þar að auki með alveg einstaklega þreytandi talanda.

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

ég get ekki sagt að það komið mér á óvart þetta væl í þegar gagnvart Reily en það er önnur saga og lengri.

Þú hittir nákvæmlega naglann á höfuðið þarna pétur þegar þú segir að hann eigi að dæma á það sem hann sér, og hann hefur nefnilega séð að boltinn fór í höndina á leikmanninum. Og allt bendir til þess að það hafi verið hárrétt því stórvinur okkar Bjarnason skoðaði þetta nákvæmlega í þeim öflugu græjum sem hann hefur yfir að ráða í vinnunni og joggaði þessu fram og til baka og sést það greinilega að boltinn fer í höndina.

En það er í sjálfu sér aukaatriði því það eru yfirlýsingar hödda sem ég er að benda á sem eru út úr korti, gefum okkur það að dómarinn hafi gert mistök, þá eru þau mistök skiljanleg út frá þeim rökum sem ég bendi á í greininni.

Menn geta haft skoðun á Gumma, en að mínu mati er Gummi ekki nándar nærri eins hlutdrægur og Höddi, máli mínu til stuðnings bendi ég á að Gumma er treyst til að lýsa MAN UTD leikjum en Hödda er ekki treyst til að lýsa Lpool leikjum. Að sjálfsögðu eru þessir menn alltaf eitthvað hlutdrægir skárra væri það nú þetta eru menn sem lifa og hrærast í þessu indæla sporti. En það er óþarfi að missa sig líkt og Höddi gerði.

Ólafur Tryggvason, 5.1.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Mér finnst Gummi bera af í skemmtilegum lýsingum BERA AF segi ég!!!!!

Hann getur fengið mann til að horfa á Liverpool leik og eins og þið allir vitið þá er fátt leiðinlegra... hann bara nær að gera það skemmtilegt.

annars er ég löngu hættur að horfa á Íslenskar lýsingar, þetter gjörsamlega frítt á internetinu með Enskum snillingum sem vita hvað þeir eru að segja, hef meira að segja horft á nokkra með danskri og Kínveskri lýsingu og er það mun skárra en Höddi Magg

Þórður Helgi Þórðarson, 5.1.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Takk fyrir síðast gamli :) Stóðst þig helv. vel í búrinu :)

En varðandi Gumma verð ég að spyrja þig. Er skemmtanagildið við að horfa á hann er það hið róbótíska fas hans og undarlegar máláherslur? Ekki er maðurinn kómískur, það hljóta allir að viðurkenna. Gummi hefur klárlega mikið vit á knattspyrnu og mætti að ósekju miðla þeirri þekkingu sinni til okkar við lýsingar.

Sammála þér með ensku þulina en hef ekki prófað að hlusta á þá kínversku :)

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Takk fyrir síðast sömuleiðis, get ekki sagt að þú hafir staðið þig neitt svakalega vel á dansgólfinu.

 Þú varst samt duglegur að skála með þennan kaffi bolla þinn.

Þarna er Liverpooliskíska heimskan að gera vart við sig hjá þér þar sem Gummi er  nefnilega alveg hel fyndinn, hann er ekki göslari eins og Pétur Jóhann heldur er hann hárbeittur í litlu og góðum grín punktum og eins og þú talar um : undarlegum máláherslum.

Ég stjórnaði eitt sinn íþróttaþætti á Reykjvík Fm sem gerði það sem Þín skoðun og Skjálfandi hafa reynt að gera, að vera góðir íþróttaþættir.

Þar töluðum við vikulega við sportmenn 365 þar sem við fengum góðan díl á sport draslinu í staðin´

Trúðu mér að þetta var þvílík kvöl og pína nema þegar meistari Ben var á línunni, hann náði að gera hundleiðinlegt röfl að blússandi skemmtiefni og það er ekki hverjum manni gefið!

Skál!

Þórður Helgi Þórðarson, 5.1.2009 kl. 18:16

7 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Sammála Doddanum........

Finnst Gummi Ben alveg einstaklega kómískur með litlu punktunum sínum.....

 Týpiskur Akureyringur hvað það varðar......

Reyndar finnst mér Höddi Magg mjög fínn líka og er ekki alveg að skilja það hvað hann Óli er eitthvað lítill í sér varðandi hann.....

Það er ekki Hödda Magg að kenna að þið eruð að berjast um 4 sætið !

Reynir Elís Þorvaldsson, 6.1.2009 kl. 11:55

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason

ég ekkert lítill í mér gagnvart Hödda þvert á móti, klárlega fínn kall og merkur knattspyrnumaður og ég hef haft lúmstk gaman af því að hlusta á rausið í honum í gegnum tíðina.

En sú staðreynd að þú sért lúserpúlgrey þíðir ekki að þú getir kúkað í deigið endalaust og án athugasemda.

Ólafur Tryggvason, 6.1.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband