18.2.2009 | 22:22
Hrein unun á að horfa
Það er fokið í flest skjól þegar Höddi Magg yfirpúllari kemur varla upp orði yfir glæsilegri spilamennsku minna manna. Það er af sem áður var þegar maður var farinn að reita hár sitt yfir lýsingum Hödda en nú heyrast orð eins og "besta liðið í heiminum" og fleira í þeim dúr. LOLEn það er líka bara þannig að hrein unun er að horfa á Manchester United spila í dag, flæðið á boltanum er með ólíkindum og sendingar nánast klikka ekki allan leikin, víííííí.
Paul Scholes var magnaður í leiknum með magnað mark og svo virðist sem gömlumennirnir séu bara að yngjast og verða betri.
Rooney með mark eftir tvær mínútur inn á og ekkert virðist stöðva mína menn þessa stundina. Það nánast gleymist að Van Der Sar var að halda hreinu 14 leikinn í röð og er nú bara einum leik frá Evrópumetinu. Klapp Klapp.
Fimm stiga forskot á erkifjendurna og mun betra markahlutfall gerir framhaldið vænlegt, en það er samt ljóst að Liverpool mun ekki gefa kapphlaupið frá sér baráttulaust og verður endaspretturinn með þeim skemmtilegri í langan tíma
Man.Utd með fimm stiga forystu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann hefur nú verið óþolandi fyrir allan saurinn sem hann er sem lýsandi á boltaleikjum hvað þá öðru greyið.
En hann versnar bara og er best að MUTA kvikindið.
En þetta lítur bara alls ekki vel út hjá mínum mönnum eða hvað lengi skal maður halda í vonina þó veik sé.
Jaf veik og geðið þitt feiti dvergur
Ómar Ingi, 18.2.2009 kl. 22:48
Þetta var nú bara fyrsti leikurinn sem okkar menn voru að spila vel og Fulham er ekkert grín lið, í 10. sæti og á leik til góða.
Þetta verður ansi gaman ef þeir fara að spila svona það sem eftir er vetrar, Ronaldo var meira að segja að spila vel....
Þórður Helgi Þórðarson, 18.2.2009 kl. 22:55
Þetta var æðislegt í kvöld! :D
Pétur Orri Gíslason, 19.2.2009 kl. 00:25
Strákar verið rólegir alveg rólegir nú er uppselt á leikhús martraðanna og ykkar tími er liðinn, ég sé ég sé eins og blindur maður að þið munið verða í vandræðum næstu vikurnar , mars verður ykkur sem helvíti á jörð og hver keppnin á eftir annari er að renna ykkur úr greypum en svona er þetta víst , ég gleymdi að óska ykkur til hamingju með þetta. heheh hahahha kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 19.2.2009 kl. 10:20
Sæll gamli.....
Flottur leikur hjá ykkar mönnum og þeir líta virkilega vel út........Verður gaman að sjá þá þegar þeir fara til Ítalíu á erfiðan útivöll á móti firnasterku Inter liði,án Vidic og Mourinho að stjórna Inter......þvílík veisla!
Spurning hvort að þú þurfir samt ekki að fara að breyta þessari könnun þinni þar sem að sjálfur Ferguson er búinn að gefa það út að einungis 2 lið eigi möguleika á titlinum? Annað liðið er nú ekki einu sinni option í þessari mjög svo "antiLiverpool" könnun þinni.......
Reynir Elís Þorvaldsson, 19.2.2009 kl. 10:36
Ég held að þú ættir ekki að tala um kannanir og uppsetningar þeirra Reynir.
Ólafur Tryggvason, 19.2.2009 kl. 14:32
Nei......munurinn á minni könnun og þinni er það að það er bara eitt lið sem kemur til greina í könnun minni meðan það eru fleiri möguleikar í stöðunni hjá þér....
Reynir Elís Þorvaldsson, 19.2.2009 kl. 14:57
FRUSSSS - já er það!!
Að sama skapi er það alveg eins í minni könnun - aðeins eitt lið sem kemur til greina... LOL
Ólafur Tryggvason, 19.2.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.