Dapurt -

wayne_rooney 

Jafntefli er sama og tap, ef það væri ekki fyrir Rooney þá værum við í svipaðri stöðu og Liverpool, þ.e. enginn titill í húsi og smá möguleiki á einum.

Ekkert meira um það að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það er rétt þið eruð daprir þessa dagana og heppnir að eiga Ronnu rauðhærðu Ræningjadóttur að.

Fyrsta skipti af mörgum sem þú virðist vera bara kjaftstopp

Me Like

Ómar Ingi, 8.4.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ekki gat "besti" knattspyrnumaður heims að ykkar sögn blautan en það var strákur úr bítlaborginni sem hélt ykkur á floti LOL.

Pétur Kristinsson, 8.4.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HAHAH - þið eruð svo miklir pappakassar - ef þið haldið að ég sé kjaftstopp þá eruð þið á röngu korti...

Rétta hjá Pésa - Ronaldo er besti knattspyrnumaður heims (það hefur verið langt og strangt ferli hjá honum að viðurkenna það opinberlega) og hann gat ekkert í gær enda hef ég ekki enn heyrt af leikmanni, besta eða versta sem spilar jafn vel eða illa út heilt tímabil.

Það hver fæðingastaður þinn er gerir þig ekki að verri eða betrei manni, þó þú hefðir fæðst á klósetti pési þá hefði það ekki endilega gert þig að verri manni.

Ólafur Tryggvason, 8.4.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Núna þarf að taka þig í smá kennslu í íslenskri rithefð kallinn minn. Það að setja lýsingarorð í gæsalappir eins og ég gerði er að setja merkingu lýsingarorðsins í vafa. Og það var það sem ég gerði.

Margoft í leiknum í gær sýndi Ronaldo að hann er EKKI besti knattspyrnumaður heims. Hann er latur, hann hættir þegar hann er ósáttur við dómara leiksins, hann á oft á tíðum arfaslakar sendingar en hann er frábær skallamaður í teignum en þú hlýtur að spyrja þig af hverju þessir hæfileikar sjáist ekki úti á vellinum.´

Ég hef mun meira álit á Rooney heldur en CR og kemur það til af því að hann er betri í svo miklu fleiri þáttum leiksins heldur en CR. Hann hefur mun betra auga fyrir spili, hann hættir ekki þegar á móti blæs, hann getur eitthvað í leikjum sem skipta máli, hann nennir að hjálpa til baka, hann er mun viðkunnanlegri persóna og svindlar ekki eins og CR.

 CR er að mínu mati og margra annara málsmetandi manna í þessum fræðum ofmetinn og þarf að taka til í sínum málum og þá einkum í toppstykkinu sínu. Gengur ekki að menn hegði sér eins og hann gerði í gær. Hlýtur að vera ömurlegt að vera liðsfélagi leikmanns sem sýnir aðra eins prímadonnustæla.

Pétur Kristinsson, 8.4.2009 kl. 11:20

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Já - hlustum á það sem pési segir, hann hefur meira vit á þessu en helstu sparksérfræðingar heims sem á síðasta ári (2008) völdu CR sem bestan í heimi. En þess háttar val verður aldrei óumdeilt því þarna er byggt á persónulegu mati ákveðins hóps en ekki úmdeilanlegum viðmiðum.

En óumdeilanlegum viðmiðum hafa púllarar nú einstakt lag á að snúa útúr líkt og sköllóttur maður sem reynir að halda því fram að hann sé ekki sköllóttur því hann sem með helvítiss helling af hárum á pungnum.

En þar sem þú ert að vitna í rithefðir þá er rétt að benda þér á að þegar verið er að vitna til annarra um skoðanir þá er það sjálfsögðu krafa að bent sé á hverjir það eru, hvað þeir segja og hvar, í stað þess að slá fram hlutunum eins og þú gerir.

Ólafur Tryggvason, 8.4.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Pétur Kristinsson

LOL, ég var einfaldlega að viðra mína skoðun og aðrir mega hafa sína skoðun í friði. Ég meira að segja færði rök fyrir minni skoðun en þinn rökstuðningur byggist meira á því að hvað einhverjir aðrir segja í stað þess að mynda þér þína eigin.

Man ekki eftir að hafa snúið út úr fyrir einum eða neinum, ekki minn háttur, en skoðun mín stendur þrátt fyrir að einhverjir þjálfarar úti í heimi hafi valið hann bestan. Gæti jafnvel trúað því að þeir nagi sig í handabökin síðustu mánuðina fyrir að hafa valið hann þar sem að hann er mjög one dimensional player. En það er auðvitað mín skoðun og mér er víst frjálst að hafa hana þrátt fyrir val þessara þjálfara ekki satt Ólafur?

Pétur Kristinsson, 9.4.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband