9.4.2009 | 00:05
Auglýst ef eftir liverpúlstuðningsmönnum!!!
Auglýst er eftir liverpúlstuðningsmönnum en síðast sást til þeirra og heyrðist um kvöldmatarleitið. Þeir eru flestir klæddir í bjórmerktum treyjum rauðum að lit og með tómann bjór í hendinni. Líklegt er talið að þeir sitji fyrir framan sjónvarp grátandi og talandi við sjálfa sig eins og úttaugaður spilafíkill sem var sannfærður að lottóúrdrátturinn væri að fara skila þeim stórapottinum í kvöld.
Þeir sem hafa orðið þeirra varir síðustu klukkustundirnar eru vinsamlegast beðnir um að hughreysta þá, tala lítið um fótbolta síðustu klukkustunda og minnast hellst sem mest á forna titla sem gætu mögulega létt þeim lundina.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá einn sem gæti passað við lýsinguna, hann sat á gangstéttarbrún og kjökraði... ég gekk að honum, hélt að þetta væri púllari en sá þá að þetta var jólasveinn sem rataði ekki heim til sín... æ-i það er svo erfitt að þekkja þá í sundur...
Brattur, 9.4.2009 kl. 00:20
En Óli minn þú ert búin að steinhaldakjafti í mánuð !!
Annars er ég bara að kvitta hérna inn sem Einn af þeim góðu.
Við stútum Lampard og öðrum aumingjum í hans skítaliði næst þegar við hittum þá fyrir sem er eftir viku eða tvær.
Annars var Jónina Ben að leita að þér , það var eitthvað útaf já þú veist.
Ómar Ingi, 9.4.2009 kl. 00:36
Nei vinur,við eru nú meiri menn,en þið Manchester United menn eru,við getum tekið tapi með stæl,(enda vann það lið sem var betra stillt í dag) hitt stórgóða Liverpool lið átti slæman dag,og þeir áttu skilið að tapa þessum leik,en Manchester menn hafa svo sem ekki úr háum söðli að detta í dag ekki satt,gerðu bara 2-2 í gær,töpuðu fyrir Fullham og svo má ekki gleyma stórtapi þeirra fyrir LIVERPOOL 4-1. og það er synd ef þú ert búinn að vera að þamba bjór og gráta svona mikið allan þennan tíma??(þú þarft hjálp strax,vinur) við Liverpool-menn notum ekki ykkar aðferðir að þamba bjór og gráta,nei við Liverpool menn tökum þessu eins og karlmenn og snúum bökum saman þegar illa gengur og reynum bara að bæta okkur fyrir næsta leik,ef þetta er svona sárt hjá ykkur Manchester mönnum,þá er ekkert mál að taka ykkur í kennslu,þetta er bara leikur,menn verða að þola og geta tekið tapi,hafðu bara samband við Liverpoolklúbbin og segðu þeim að þú viljir hætta að drekka og gráta eftir hvert tap þinna manna,og hvort Liverpoolklúbburinn gæti tekið nokkra Manchestermenn í kennslu,hvernig á að taka tapi og læra smá mannasiði í leiðinni,ég veit að það verður ekkert mál að hjálpa ykkur,ég skil vel að þið séu ennþá sárir eftir stórtapið við Liverpool,en þetta er nú bara fótbolti,lífið er ekki búið.Hafðu bara samband.Hafðu það gott um páskana og drekktu bara mjólk. GLEÐILEGA PÁSKA.
Jóhannes Guðnason, 9.4.2009 kl. 01:06
Bwahahahahahahahahahahaah - víúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíúvíú - vælubíllinn hefur ekki undan og því hefur við haft samband við björgunarsveitir landsins til að aðstoða við að þurrka tárinn hjá grenjuskjóðunum.
"við eru nú meiri menn,en þið Manchester United menn eru,við getum tekið tapi með stæl,"
Akkúrat - [smá bið meðan ég næ andanum af hlátri] - ef það er eitthvað sem þið greyin mín kunnið ekki þá er það að taka tapi, sem reyndar er frekar skrítið því það er það hellsta sem þið hafið verið að gera síðustu áratugi og árangurinn eftir því.
En það er eins og slökkt hafi verið á internetinu á mörgum heimilum landsins því hvar sem lítið er hafa púllarar fjarlægst internetið og er varla hægt að sjá ein einustu ummerki eftir stuðningsmenn liverpool.... hvar er breyðfilkingarmenn rauða hersins sem hafa haft sig í frammi upp á síðkastið svo sem pési, reynir, Þórarinn, páll geir og allir hinir snillingarnir sem hafa haft sig í frammi - LOL - nei þeir eru sennilega allir farnir upp í sumarbústað.
- Jóhannes - ég hef nákvæmlega ekkert grátið síðustu daga þó rétt sé það að úrslit leikja minna manna hafi ekki verið eins og best verður á kosið en við skulum ekki gleyma því hverjir eru á toppnum og hverjir eiga fína möguleika á að komast áfram í CL.
Ólafur Tryggvason, 9.4.2009 kl. 17:18
Ég er hérna, ég týndist ekki neitt. Man hins vegar ekki eftir því að þú hafir sést í gærkvöldi nema í mýflugumynd LOL.
Enginn ástæða til þess fyrir þig að fara að örvænta strax. Þetta var dapur leikur í gær en þið urðuð ykkur enn meir til skammar daginn áður. Eigum við að ræða það eitthvað Ólafur litli?
Pétur Kristinsson, 9.4.2009 kl. 18:15
Ég sem hélt að ég hefði mætt líkfylgd í fyrrakvöld en fatta núna hvaða hópur þetta var. Fannst þetta líka frekar einkennilegur tími á jarðaför.
Víðir Benediktsson, 10.4.2009 kl. 01:47
BWAHAHAHAHAHAHAH skógapési - ég held það hafi verið betra fyrir þig að ég kom ekki aftur til að horfa upp á þig engjast um og grenja yfir leik þinna manna. En gaman að sjá hvað þú ert búin að vera duglegur að blogga um leikinn. LOL
Ef mínir menn urðu sér til skammar hvað urðu þínir menn sér þá, Porto eru jú tvöfaldir evrópumeistarar en það er nú tvisvarsinnum meira en Chelský getur sagt. LOL
Ólafur Tryggvason, 10.4.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.