27.12.2009 | 13:00
STOPP
Ég held að lífið á þessu bloggi mínu undanfarið segir alla sögu um framtíð þessarar síðu og þar sem ég fé næga útrás fyrir fótboltaþras á facebook þá legg ég hana hér með niður.
13.9.2009 | 17:23
Hægt og sígandi að nálgast
Þrátt fyrir skelfilega byrjun og mark á okkur á fyrstu mínútu sýndu mínir menn úr hverju þeir eru gerðir og sigldu yfir fríska tottara 1-3 og má segja að þessi sigur hafi aldrei verið í hættu.
Það sem kannski er ánægjulegast úr þessum leik eru markaskorararnir, Giggs skorar beint úr aukaspyrnu og segir frá því í í viðtali eftir leik að það fari töluvert meiri tími í að æfa aukaspyrnur eftir að Ronaldo fór... ;o)....Anderson skorar fyrsta markið sitt í deildinni og spái ég því að þau fara koma örar en hingað til hefur verið og að lokum sannar Meistari Rooney að hann er sá einstaklingur í liðinu sem ætlar að stíga upp og fylla skarðið sem Ronaldo skilur eftir - 5 mörk í fimm leikjum, glæsilegur fótboltamaður!!!
En þetta var líka góður dagur í íslensku knattspyrnunni þar sem mínir menn í FRAM tóku kr í undanúrslitum bikarsins og eru þar með komnir í úrslitaleikinn og svo komst mitt lið úr Hafnarfirði, Haukar, upp í úrvalsdeild með sigri á Selfossi....
30.8.2009 | 01:15
2-1 í stórmeistaraslag
Það var hefðbundin dramatík í fyrstu stóru viðureign vetrarins þegar MUFC tók á móti Arsenal á Old Trafford, mikil barátta um allan völl og hefði sigurinn getað fallið á hvorn veginn sem er. Það voru nokkur atriði sem hægt væri að ræða fram og til baka en það eru þó þrjú atriði sem standa uppúr
- Brot á Rooney = víti! Það er hálf hjákátlegt að fylgjast með Venger básúna út af þessum vítaspyrnudóm í ljósi þess að hann og hans menn fengu dæmt víti í Evrópukeppninni í vikunni við svipaðar aðstæður og það án þess að nokkur snerting hafi verið. Það er alveg ljóst að Almunia tekur Rooney niður og því ekkert annað að gera en að dæma víti en hárrétt hjá góðum dómara leiksins að gefa Almunia einungis gult spjald þar sem Rooney var í stefnum frá markinu.
- Tækling hjá Fletcher = ekkert dæmt! Þetta er alltaf þessi spurning þegar boltinn er tekinn fyrst eða ekki. Það er alveg klárt að Fletcher fór fyrst í boltann og það algjörlega augljóslega en svo tekur hann Asarvin niður í kjölfarið og ekkert dæmt. Það kemur vafalaust fáum á óvart að þetta er hárréttur dómur að mínu mati og flestra enskra spekinga sem ég les í bresku pressunni, en Venger er á öðru máli.
- Rangstöðu dómur í lok leiks = mark dæmt af Arsenal! Það er líklega rétt að Gallas kom ekki við boltan en hann var klárlega rangstæður en það er samt sem áður þannig að hann hafði áhrif á leikinn og því að mínu mati réttur dómur að dæma rangstöðu, sem betur fer....
Þó svo Rooney hafi verið valinn maður leiksins held ég að besti maður vallarins hafi verið vinur minn Fletcher hann var ótrúlegur á miðjunni og átti sennilega einn sinn besta leik fyrir meistarana. Það styttist í að Lpool vinir mínir fari að tala um að þeir væru til í að hafa þennan mikla meistara á miðjunni hjá sér til að leysa þann gríðarlega miðjuvanda sem þeir eru í þessa stundina. Rooney var eftir sem áður magnaður í þessum leik eins og hinum þremur á tímabilinu, þessi snillingur kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum og hann sannarlega að rísa upp undir þeirri ábyrgð sem hann þarf að taka við brotthvarf Ronaldo.
Ekki besti leikur minna manna en góður vinnusigur á sterku liði Arsenal.
24.8.2009 | 20:23
5-0
Því miður gat ég ekki horft á þennan stórsigur þar sem ég var staddur á ættarmóti í Svarfaðardalnum og þurfti því að láta MMS skilaboð með mörkunum duga. Það er ekki laust við að mig hafi verið farið að lengja eftir skilaboðum þegar þeim tók að rigna inn.
Eins og ég sagði í fyrri færslu þá mun þetta skelfilega tap á móti Burnley heldur betur koma mínum mönnum í gang sem það gerði. Roney kominn með þrjú í þrem leikjum og hann greinilega að rísa upp undir þeirri ábyrgð sem sett er á kallin við brotthvarf Ronaldo. Owen kemur inn og skilaði því sem búist er við af honum og eins og hann sagði sjálfur "ég hef verið að misnota færi en svo skora ég úr sennilega lakasta færinu sem ég hef fengið allt tímabilið" klassa afgreiðsla hjá meistara Owen.
Flottur sigur hjá mínum mönnum!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 23:21
Mikið svakaleg drulla var þetta
Það er svo sem ágæt að taka þessa drullu snemma því þá er hægt að spila þennan leik fyrir leikmenn og þeir geta séð svart á hvítu hvernig þeir ætla ekki að spila.
Gaman fyrir púllarana að sjá að MUFC er úr leik þetta árið - LOL -
Ef það væri afsökun að vörnin væri vængbrotin þá væri það ok, en það skiptir bara engu helvítiss máli því að við eigum að geta skorað mörk á þetta lið, en gerðum það ekki TAKK!
Ég er hræddur um að leikmenn MUFC fái martraðir í nótt og sjúgi á sér þumalinn eftir ræðu Sir Alex eftir leik. LOL.
PS. koma svo púllarar látið ljós ykkar skýna, ég saknaði ykkar eftir fyrstu umferðina. Hélt að þið vissuð ekki af því að boltinn væri byrjaður.
16.8.2009 | 20:35
GAME ON!!!!
Mikið djöfull er nú gaman að enski sé farinn að rúlla aftur!!!
Ég sá nú bara seinni hálfleik minna manna í dag og var ég bara þokkalega sáttur við það sem ég sá. Það kemur betur og betur í hverjum leik hvað Owen á eftir að verða okkur mikilvægur í vetur og hvað snillingurinn Rooney mun spila stóra rullu nú þegar Ronaldo er farinn. Ég er sannfærður um að samvinna Rooney og Owen eigi eftir að verða mögnuð í vetur og þeir eigi eftir að brúa það bil sem Ronaldo sannarlega skildi eftir sig.
Töluverð meiðslavandræði virðast vera herja á meistarana og mikilvægt að liðið nái að vinna sig út úr því í fyrstu umferðunum en hópurinn á að vera nægjanlega stór til að gera það.
Arsenal var víst sannfærandi í sínum fyrsta leik en Chel$ký var það ekki og geta talist heppnir að hafa landað þrem í sínum leik. Það verður aftur á móti gaman að sjá viðbrögð púllarana sem eins og áður á undirbúningstímabilinu hafa verið bjartsýnir þrátt fyrir að æfingaleikirnir upp á síðkastið hafa ekki gefið tilefni til þess. Um verslunarmannahelgina ræddi ég stuttlega við einn virtasta púllara landsins fótboltans lífsins gagn og nauðsynjar og er ég sammála honum um það sem hann sagði um síðasta tímabil sinna manna.
Síðasta tímabil var klárlega besta tímabil Púllara í áratugi heilt yfir og með ólíkindum að þeir hafi ekki landað enska meistaratitlinum miðað við spilamennskuna, en sú staðreynd að þeir gerðu það ekki eigi eftir að verða þeim þung í skauti. Ef Ef Ef og hefðum, já ef púllarar hefðu landað titlinum í fyrra hefðum við líklega getað séð púllarana rísa upp og komast á sigurbraut og ógna yfirburðum MUFC síðustu 20 ára en þeir aftur á móti gerðu það ekki og því líklegra að áframhaldandi þurrkur verði á næstu árum.
Góðar stundir!
16.5.2009 | 14:41
ENGLANDSMEISTARAR Í 18. SINN!!!!
SIGURSÆLASTA LIÐ ENGLANDS!!!
Englandsmeistaratitlar Manchester United:
Fyrsta deild (efsta deild)
1907-08
1910-11
1951-52
1955-56
1956-57
1964-65
1966-67
Úrvalsdeildin:
1992-93
1993-94
1995-96
1996-97
1998-99
1999-2000
2000-01
2002-03
2006-07
2007-08
2008-09
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2009 | 09:27
Þetta er að hafast!!!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2009 | 17:08
Ótrúlegur ritþurrkur!!
Þó svo nóg hafi verið í gangi í boltanum hef ég einhverra hluta vegna verið haldinn krónískri ritstíflu en nú skal reynt að bæta aðeins úr því.
Stórt skref var stigið í dag í átt að 18 Englandsmeistaratitlinum þegar við kláruðum City auðveldlega og því ljóst að með sigri á miðvikudaginn getum við landað titlinum á Old Trafford næst laugardag. MUFC þarf fjögur stig úr þrem leikjum sem að öllu eðlilegu ætti að vera létt verk.
Liðið virðist vera að toppa á hárréttum tíma og magnaður Ronaldo að sama skapi, gaman að heyra menn tala um að hann sé ekki að eiga neitt sérstakt tímabil en er samt markahæstur á Englandi og að spila í dag eins og besti knattspyrnumaður heims sem hann jú er!!!
FJÓRIR LEIKIR EFTIR AÐ TÍMABILINU OG TVEIR TITLAR Í BOÐI!!!
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar