11.9.2008 | 21:12
Eins og að leiða lamb til slátrunnar....
Með tárin í augunum horfði maður á eftir lömbunum þegar þau fóru til slátrunar í sláturhúsinu en það er ekki ósvipuð tilfinning sem maður hefur nú þegar maður horfir á POWERIÐ byggjast upp hjá tvöföldum meisturum MAN UTD frá Manchesterborg áður en þeir skunda yfir til fátækra- og glæpahverfis borgarinnar í Liverpool og munu strauja yfir firmalið borgarhlutans sem ber nafn fátækrahverfisins Liverpool!!!
Það er ekki bara koma meistara Berba sem fær púllarana til að skjálfa á beinunum, nei það er kannski meira STÓRLEIKUR meistara ROONEY með liði Englendinga í gærkvöldi þar sem þessi magnaði leikmaður kláraði serbanna með hjálp 19 unglings frá London en Rooney átti þrjár stoðsendingar ásamt því að hann skoraði eitt mark sjálfur, þetta er fyrir utan alla varnarvinnuna en hann var löngum stundum aðstoðar vinstri bakvörður fyrir aumingjann A.Cole.
Menn hafa haft það á orði að loksins hafi enska landsliðið hrokkið í gang, enda ekki nema von, enginn loosepúllari í liðinu og því ekki við öðru að búast en að það færi að spila vel.
Ekki nóg með það Rooney hafi blómstrað heldur var einn allra besti hægri bakvörður í boltanum í dag að taka heldur betur til óspilltra málanna með mesta miðvörð Englendinga sér við hlið en Rio er að sína það og sanna að hans á eftir að verða minnst sem eins af stórmennum enska boltans...
Já það er ekki laust við það að tilhlökkun sé að bæra á sér þegar maður hallar sér aftur á Old Trafford og horfir á sína menn kenna púllurum knattspyrnu á sínum eigin heimavelli Aintfield.
Berbatov byrjar með meisturunum á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 08:40
Klukkaður af ..
"Gömlum" sjóhund http://hallgrimurg.blog.is/blog/hallgrimurg/ TAKK
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Kokkur - Byggingaverkamaður - Skemmtistaðamógúll - Skrifstofublók
Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:
Börn náttúrunnar - Stikkfrí - Hrafninn flýgur - Eins og skepnan deyr
Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
Íþróttir - CSI - 24 - Íþróttir
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
RVK - Kópavogur - RVK - Hafnarfjörður
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
USA - Spánn - England - DK
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl vísir rsf facebook
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Franskar - trompís - popp - skyr
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
biblían - símaskráin - bankabókin - af hverju les maður bækur oft?
Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka
Lúserpúlbakkabræðurna Omma, Pésa, Reyni og Magna,
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Uppi á hálendi íslands - Orlando - úti á faxaflóa að leika mér á bátnum - í sveitinni
ROCK ON kl 11:30 á laugardag!!!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 19:39
Keane, Crouch, Kuyt, Agger, Reina, Dudek, Gerrard
Mig langaði að skrifa eitthvað skemmtilegt um þessa frétt en ég er að spá í að sleppa því þar sem grenjuskjóðurnar og bloggvinir mínir Pési, Reynir og Ommi kúka og pissa í buxurnar ef ég geri það, hverja langar að sjá karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri alla svo ógeðslega um sig miðja og í þokkabót haldandi með liði sem er algjörlega vonlaust.
Keane fyrir barðinu á innbrotsþjófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2008 | 07:53
Allar Lúsepúpl hetjurnar uppaldar hjá Everton.
Það er merkilegt þegar málin eru skoðuð nánar hvað fáir alvöru knatspyrnumenn eru upphaldir Liverpoolmenn, en ef þessi ágæta borg er skoðuð nánar virðast þeir allir koma frá stóra klúbbnum í borginni!
JAMIE CARRAGHER is known the world over for his undying commitment to the Liver Bird he wears so proudly upon his chest. But there was a time when Carragher was Everton mad, with his affection towards Liverpools great rivals even landing him in hot water with legendary Reds coach Ronnie Moran on one occasion. Here, in exclusive extracts from Carra: My Autobiography written with former Echo writer Chris Bascombe Carragher lifts the lid on his relationship with Everton.
5.9.2008 | 14:42
Ronaldo: Ég var barnalegur
Cristiano Ronaldo hefur nú loksins gert tilraun til að hreinsa til í sínum málum hjá Manchester United eftir Real Madrid ævintýrið sem stóð yfir í allt sumar.
Ronaldo ítrekar að það hafi verið draumur sinn að spila með Real Madrid, en viðurkennir að tímasetningin hafi ekki verið góð. Hann hafi verið barnalegur þegar hann fór fram á að vera seldur frá Manchester United.
"Þegar við unnum Evrópubikarinn fannst mér að ég væri búinn að vinna allt sem hægt væri að vinna með United," sagði Ronaldo í samtali við Daily Telegraph.
"Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda og það var freistandi að geta verið í aðeins klukkutíma fjarlægð frá fjölskyldu minni í Portúgal. Allir vita að það er minni munur á lífstílnum á Spáni og Portúgal en á Englandi og allir hjá United sýndu því skilning," sagði Ronaldo, sem er væntanlegur til leiks þann 27. september eftir meiðsil.
"Það sem ég sagði opinberlega var ef til vill nokkuð barnalegt og ég tek fulla ábyrgð á því. Ég sagði bara hvað ég var að hugsa. Mér fannst vera kominn tími á nýja áskorun. Ég hefði sennilega aldrei íhugað að fara frá United ef við hefðum ekki orðið Evrópumeistarar og ég vil ítreka að ég vildi aldrei neyða félagið til að selja mig. Ég er atvinnumaður og legg mig alltaf 100% fram með félaginu. Ef ég fer frá United einn daginn, vil ég vita að ég hafi alltaf gert það sem ég gat til að hjálpa félaginu í einu og öllu," sagði Ronaldo.
Vel mælt - eins og ávalt hefur Sirinn kennt honum lexíu eða tvær og er strákurinn auðmjúkur sem aldrei fyrr, ég spái að hann geri nýjan samning í vetur við MAN UTD sem færir honum 180þ pund á viku og megasamning við NIKE. og þegiði svo -
5.9.2008 | 06:11
LIVERPOOL VS MAN UTD
Ég hef verið nokkuð undrandi hvað Pési vinur minn hefur verið undarlegur blogglega séð upp á síðkastið, hann sem hingað til hefur haft nokkuð ti síns máls þrátt fyrir að vera púllari hefur fraið offari í ruglumbullumsulli svo eftir er tekið.
Steinin tók úr í gær þegar hann er farinn að taka inn í myndina árangur liða á komandi árum og talar um það sem árangur síðastliðinna ára. Já það eitt og sér gæti nú alveg verið í lagi ef að hann væri í sínu hefðbundna djók stuði en grey kallinn er virkilega að trúa því sem hann er að sulta nú um hábjargræðistímann.....
En þá rann upp fyrir mér ljós nú í morgunsárið þegar ég renndi yfir vefmiðlana, en um aðra helgi er stórleikur þekktustu liðia Bretlandseyja. Að sjálfsögðu er kominn gríðarlegur skjálfti í Pésa þar sem þetta er jú liðið sem hann hræðist langsamlega mest og um leið viðurkennir að sé besta lið Englands.
Það er við því að búast að Pési haldi áfram að haltra á betri fætinum næstu daga fram að leik og að málum linni ekki fyrr en að leikslokum eða þar um bil.
LET THE GAME BEGIN!!!!!
4.9.2008 | 05:41
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur !!!!
Ef þetta væri á Englandi þá væri búið að slökkva ljósin og reka alla úr partýinu, en einhvern veginn virðast þessar óeirðir fá að halda áfram.
Það er alveg ljóst að eitthvað drastískt þarf að gera á Ítalíu til að fótboltinn þar komist á beinu brautina. Ensku liðin fengu á sínum tíma langt bann frá Evrópukeppnum og komu þau í kjölfarið sínum málum í lag og eru dag með vinsælustu og sterkustu deild í heimi. Ítalirnir þurfa sennilega bragða á sömu meðulum til að lækna meinið.
Mafían að baki óeirðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2008 | 19:02
Of mikill peningur fyrir frábærann sóknarmann
Ég er alls ekki ósáttur við Berba - en ég hef sagt það áður og ég segi það aftur að þetta er of mikill peningur, en þá hef ég lokið tuði yfir þeim þætti.
Margir eru farnir að líkja Berba við goðsögnina Cantona, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um það og held að kallinn eigi að fá séns á að láta verkin tala.
Það sem er nú athyglisverðast við lok leikmannamarkaðarins er innkoma arabanna inni í enska boltann og má segja að þeir hafi komið inn með storm, "sandstorm", og hafi ærlega hrist upp í málum. Hrifsuðu Robinio frá Chelský og hafa nú hótað helstu stórliðum heims (og liverpúl líka) um að keyptar verði stærstu stjörnurnar sama hvað þær kosta og hafa fleygt fram tölunni 135 milj pund svo eitthvað sé nefnt.
Hvert mun þetta leiða - mun verða sett á þak um verð á leikmönnum eða þeim fjármunum sem lið mega eiða, launaþak - munu ofmetnar dekurdúkkur eins og Lampard og Gerrard verða lækkaðar í launum? eða mun þessi bolti bara halda áfram að rúlla?
22.8.2008 | 20:36
Já á ekket að tala um körfuna?
ÁFAM ÍSLAND EKKERT ANNAÐ EN GULL ER ÁSÆTTANLEGT
;O)
Sigur vannst á Írum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 21:43
Berbatov
Þó Berbatov sé klárlega topp sóknarmaður þá leyfi ég mér að vera óánægður með þessi kaup sem virðast vera í pípunum!!! Of mikill peningur fyrir of gamlan sóknarmann, það er bara þannig. Ég tel að hægt hefði verið að fá td Huntelar fyrir svipaðan pening og að mínu mati væri það mun betri kostur.
En það má samt velta því fyrir sér að hann er á svipuðum aldri og meistari Cantona þegar hann kom til stórliðs MAN UTD á sínum tíma,,,,, og allir vita hvernig það fór.
Það er vonandi að ég hafi rangt fyrir mér og að hann slái í gegn þvert á það sem ég held að gerist,,,,,,
En Gaman að því að Liverpool hefur hafið tímabilið með mikilli reisn og gerði í kvöld jafntefli við "stórlið" Standard Liege frá........ - uHu - hver veit!!!! hverjum er ekki sama, hummm - bwhahahahahah - og það meira segja stálheppnir þar sem Pippi Reynir meðal annars bjargaði vesalingunum með að verja víti.
En þá spyrja sig einhverjir, ER MEISTARADEILDIN BYRJUÐ???, neeee, sko það er forkeppni að meistaradeildinni, það er að segja, keppni um að fá að taka þátt. Það er svo í haust sem keppnin hefst þegar stóru liðin stilla fallbyssurnar.
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar