Færsluflokkur: Enski boltinn

SMÁ HIKKKKST Í BYRJUN

Það er frekar hefðbundið að stórlið MAN UTD hiksti aðeins í byrjun leiktíðar en svo hrekkur drossían í gang með látum.

Ronaldo er einfaldlega magnaður íþróttamaður sem sínir það með endurhæfingu sinni hvers hann er megnugur.


mbl.is Ronaldo er klár í slaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarn sigur :o(

Svona líður manni þá þegar tap er staðreynd fyrir Lpool - það ætti ekki að vera möguleiki að gleyma en 7 ár eru sannarlega langur tími.

Þetta virtist ætla að fara á besta mögulega veg en mínur menn voru að spila vel fyrstu mínúturnar sem svo ekki söguna meir.

Þetta verður vara ömurlegur dagur - þynnka dauðans og viðbjóður allra viðbjóða að tapa sanngjarnt fyrir ömurlegu fótboltaliði. 

Góða nótt - ég er farinn að sofa!

ps. það er ekkert nýtt undir sólinni, skyndilega poppa upp lúserpúllarar sem maður vissi ekki að væru til lengur!!! ÞIÐ ERUÐ SORGLEGIR - LOL.


”He came from Urugay, he made the Scousers cry.”

Oftar en ekki fá leikmenn MAN UTD leikmenn Liverpool til að gráta en samt fáir eins og Meistari forlan hér um árið...... LOL

Bíddu við - hvað segir segir þessi tafla okkur hér að neðan - já - frá því 2001 hefur liverpol, hum, hvað oft unnið andstæðinga sína á heimavelli sínum, JÁ, ALDREI! og stigatalan 1 - 19 úr þessum leikjum - HAHAHAHAHAHAHA, djííííís maður - og hvað maður er nú búin að hafa oft gaman.......

2001/2002: Liverpool – Manchester United 3:1 (Beckham 50)
2002/2003: Liverpool – Manchester United 1:2 (Forlan 64, 67)
2003/2004: Liverpool – Manchester United 1:2 (Giggs 59, 70)
2004/2005: Liverpool – Manchester United 0:1 (Rooney 21)
2005/2006: Liverpool – Manchester United 0:0
2006/2007: Liverpool – Manchester United 0:1 (O’Shea 90+1)
2007/2008: Liverpool – Manchester United 0:1 (Tevez 43)

Síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 höfum við unnið 9 leiki á Anfield, gert 3 jafntefli og tapað einungis 4 sinnum

------------Utd---jafnt---Liverpool

Úrvalsdeildin: 58 -- 43 -- 49
F.A. bikar: --- 8 ---- 4 ---- 3
Deildarbikar: 1 ----- 0 ---- 3
Aðrar keppnir: 1 --- 3 ---- 2
Samanlagt: -- 68 -- 50 -- 57

 Nokkrar skemmtilegar staðreyndir:
·Liverpool hefur aldrei skorað gegn Utd þegar Rio og Vidic hafa spilað saman!
·Það eru liðin 4 ár og 10 mánuðir síðan leikmaður Liverpool skoraði gegn okkar mönnum!
·Það eru 6 ár og 10 mánuðir síðan Liverpool vann seinast gegn United á Anfield!
·Það eru liðnar meira en 20 klst síðan sóknarmaður í herbúðum Liverpool skoraði seinast gegn United í deildinni!

Upplýsingar fengnar af www.manutd.is

What ship has never docked in Liverpool?
-The Premiership!

 


Eins og að leiða lamb til slátrunnar....

Með tárin í augunum horfði maður á eftir lömbunum þegar þau fóru til slátrunar í sláturhúsinu en það er ekki ósvipuð tilfinning sem maður hefur nú þegar maður horfir á POWERIÐ byggjast upp hjá tvöföldum meisturum MAN UTD frá Manchesterborg áður en þeir skunda yfir til fátækra- og glæpahverfis borgarinnar í Liverpool og munu strauja yfir firmalið borgarhlutans sem ber nafn fátækrahverfisins Liverpool!!!

Það er ekki bara koma meistara Berba sem fær púllarana til að skjálfa á beinunum, nei það er kannski meira STÓRLEIKUR meistara ROONEY með liði Englendinga í gærkvöldi þar sem þessi magnaði leikmaður kláraði serbanna með hjálp 19 unglings frá London en Rooney átti þrjár stoðsendingar ásamt því að hann skoraði eitt mark sjálfur, þetta er fyrir utan alla varnarvinnuna en hann var löngum stundum aðstoðar vinstri bakvörður fyrir aumingjann A.Cole.

Menn hafa haft það á orði að loksins hafi enska landsliðið hrokkið í gang, enda ekki nema von, enginn loosepúllari í liðinu og því ekki við öðru að búast en að það færi að spila vel.

Ekki nóg með það Rooney hafi blómstrað heldur var einn allra besti hægri bakvörður í boltanum í dag að taka heldur betur til óspilltra málanna með mesta miðvörð Englendinga sér við hlið en Rio er að sína það og sanna að hans á eftir að verða minnst sem eins af stórmennum enska boltans...

Já það er ekki laust við það að tilhlökkun sé að bæra á sér þegar maður hallar sér aftur á Old Trafford og horfir á sína menn kenna púllurum knattspyrnu á sínum eigin heimavelli Aintfield.

Devil


mbl.is Berbatov byrjar með meisturunum á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkaður af ..

 "Gömlum" sjóhund http://hallgrimurg.blog.is/blog/hallgrimurg/ TAKK

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Kokkur - Byggingaverkamaður - Skemmtistaðamógúll - Skrifstofublók

Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:

Börn náttúrunnar - Stikkfrí - Hrafninn flýgur - Eins og skepnan deyr

Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

Íþróttir - CSI - 24 - Íþróttir

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

RVK - Kópavogur - RVK - Hafnarfjörður

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

USA - Spánn - England - DK

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

 mbl vísir rsf facebook

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Franskar - trompís - popp - skyr

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

biblían - símaskráin - bankabókin - af hverju les maður bækur oft?

Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka

Lúserpúlbakkabræðurna Omma, Pésa, Reyni og Magna,  

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Uppi á hálendi íslands - Orlando - úti á faxaflóa að leika mér á bátnum - í sveitinni

 ROCK ON kl 11:30 á laugardag!!!


Keane, Crouch, Kuyt, Agger, Reina, Dudek, Gerrard

bikarMig langaði að skrifa eitthvað skemmtilegt um þessa frétt en ég er að spá í að sleppa því þar sem grenjuskjóðurnar og bloggvinir mínir Pési, Reynir og Ommi kúka og pissa í buxurnar ef ég geri það, hverja langar að sjá karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri alla svo ógeðslega um sig miðja og í þokkabót haldandi með liði sem er algjörlega vonlaust.


mbl.is Keane fyrir barðinu á innbrotsþjófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar Lúsepúpl hetjurnar uppaldar hjá Everton.

Jamie Carragher: 'I was crazy about Everton'
The Everton-mad Carragher family: dad Philly with Jamie (right), Paul (left) and John

Það er merkilegt þegar málin eru skoðuð nánar hvað fáir alvöru knatspyrnumenn eru upphaldir Liverpoolmenn, en ef þessi ágæta borg er skoðuð nánar virðast þeir allir koma frá stóra klúbbnum í borginni!

JAMIE CARRAGHER is known the world over for his undying commitment to the Liver Bird he wears so proudly upon his chest. But there was a time when Carragher was “Everton mad,” with his affection towards Liverpool’s great rivals even landing him in hot water with legendary Reds coach Ronnie Moran on one occasion. Here, in exclusive extracts from Carra: My Autobiography – written with former Echo writer Chris Bascombe – Carragher lifts the lid on his relationship with Everton.

 


Ronaldo: Ég var barnalegur

Cristiano Ronaldo hefur nú loksins gert tilraun til að hreinsa til í sínum málum hjá Manchester United eftir Real Madrid ævintýrið sem stóð yfir í allt sumar.

Ronaldo ítrekar að það hafi verið draumur sinn að spila með Real Madrid, en viðurkennir að tímasetningin hafi ekki verið góð. Hann hafi verið barnalegur þegar hann fór fram á að vera seldur frá Manchester United.

"Þegar við unnum Evrópubikarinn fannst mér að ég væri búinn að vinna allt sem hægt væri að vinna með United," sagði Ronaldo í samtali við Daily Telegraph.

"Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda og það var freistandi að geta verið í aðeins klukkutíma fjarlægð frá fjölskyldu minni í Portúgal. Allir vita að það er minni munur á lífstílnum á Spáni og Portúgal en á Englandi og allir hjá United sýndu því skilning," sagði Ronaldo, sem er væntanlegur til leiks þann 27. september eftir meiðsil.

"Það sem ég sagði opinberlega var ef til vill nokkuð barnalegt og ég tek fulla ábyrgð á því. Ég sagði bara hvað ég var að hugsa. Mér fannst vera kominn tími á nýja áskorun. Ég hefði sennilega aldrei íhugað að fara frá United ef við hefðum ekki orðið Evrópumeistarar og ég vil ítreka að ég vildi aldrei neyða félagið til að selja mig. Ég er atvinnumaður og legg mig alltaf 100% fram með félaginu. Ef ég fer frá United einn daginn, vil ég vita að ég hafi alltaf gert það sem ég gat til að hjálpa félaginu í einu og öllu," sagði Ronaldo.

Vel mælt - eins og ávalt hefur Sirinn kennt honum lexíu eða tvær og er strákurinn auðmjúkur sem aldrei fyrr, ég spái að hann geri nýjan samning í vetur við MAN UTD sem færir honum 180þ pund á viku og megasamning við NIKE. og þegiði svo -


LIVERPOOL VS MAN UTD

Ég hef verið nokkuð undrandi hvað Pési vinur minn hefur verið undarlegur blogglega séð upp á síðkastið, hann sem hingað til hefur haft nokkuð ti síns máls þrátt fyrir að vera púllari hefur fraið offari í ruglumbullumsulli svo eftir er tekið.

Steinin tók úr í gær þegar hann er farinn að taka inn í myndina árangur liða á komandi árum og talar um það sem árangur síðastliðinna ára. Já það eitt og sér gæti nú alveg verið í lagi ef að hann væri í sínu hefðbundna djók stuði en grey kallinn er virkilega að trúa því sem hann er að sulta nú um hábjargræðistímann.....

En þá rann upp fyrir mér ljós nú í morgunsárið þegar ég renndi yfir vefmiðlana, en um aðra helgi er stórleikur þekktustu liðia Bretlandseyja. Að sjálfsögðu er kominn gríðarlegur skjálfti í Pésa þar sem þetta er jú liðið sem hann hræðist langsamlega mest og um leið viðurkennir að sé besta lið Englands.

Það er við því að búast að Pési haldi áfram að haltra á betri fætinum næstu daga fram að leik og að málum linni ekki fyrr en að leikslokum eða þar um bil.

LET THE GAME BEGIN!!!!! 


Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur !!!!

Aðdáendur Napoli sækja ekki fleiri útileiki með liði sínu.Ef þetta væri á Englandi þá væri búið að slökkva ljósin og reka alla úr partýinu, en einhvern veginn virðast þessar óeirðir fá að halda áfram.

Það er alveg ljóst að eitthvað drastískt þarf að gera á Ítalíu til að fótboltinn þar komist á beinu brautina. Ensku liðin fengu á sínum tíma langt bann frá Evrópukeppnum og komu þau í kjölfarið sínum málum í lag og eru dag með vinsælustu og sterkustu deild í heimi. Ítalirnir þurfa sennilega bragða á sömu meðulum til að lækna meinið.


mbl.is Mafían að baki óeirðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband