Enn ein sönnun á því sem ég hef haldið fram!! tekið af www.fotbolti.net

Ég setti pistil um daginn þar sem ég benti á hvernig deildin hefði farið án mistaka, hér er annað dæmi tekið af www.fotbolti.net  

Winter bendir á hvernig enska deildin hefði farið án mistaka

 
Jeff Winter.
Mynd: NordicPhotos

Jeff Winter fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni skrifaði pistil á vefsíðu sína í vikunni þar sem hann leiðrétti úrslit leikja í ensku úrvalsdeildinni og birti stöðutöflu yfir hvernig mótið hefði farið ef engin dómaramistök hefðu verið.

Niðurstaðan var sú að sömu þrjú félög, Derby, Birmingham og Reading hefðu átt fallliðin og Manchester United hefðu áfram verið meistarar, en aðeins á markamun gegn Arsenal. Eini stóri munurinn á töflunni er að Everton hefði fengið fjórða sætið í deildinni sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á kostnað Liverpool.

Hér að neðan má sjá hvernig taflan hefði átt að vera og eins og Winter birti hana á vefsíðu sinni.

Sæti - Lið - Stig - Markamunur - Sæti:
1 Man United 87 58 1
2 Arsenal 87 44 3
3 Chelsea 77 36 2
4 Everton 71 29 5
5 Liverpool 67 35 4
6 Portsmouth 58 19 8
7 Aston Villa 57 19 6
8 Blackburn 56 -5 7
9 Man City 52 -8 9
10 Spurs 50 7 11
11 Newcastle 49 -23 12
12 West Ham 43 -16 10
13 Bolton 42 -11 16
14 Boro 42 -11 13
15 Sunderland 42 -18 15
16 Fulham 41 -11 17
17 Wigan 40 -19 14
18 Birmingham 38 -16 19
19 Reading 35 -22 18
20 Derby 8 -69 20

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

http://www.jeffwinterentertainmentandmedia.co.uk/zoo/0708000.htm

Þú getur farið yfir þetta þarna. Vægast sagt kjánalega uppsett og t.d. gengur maðurinn út frá því að hver einasta vítaspyrna sem dæmd væri skiluðu sér í marki, en við vitum betur. Gagnvart Liverpool og everton er það þannig að í stað þess að taka stig af okkur vill hann meina að everton hafi ekki fengið það sem að þeir áttu skilið í dómgæslunni í vetur.

Missti mikið álit á honum þegar að hann talaði um að það væri samsæri að það hefðu farið sömu 4 liðin í CL sl. 5 ár. Þar með er hann að segja að dómarar séu að taka þátt í þessu því annars væri hann varla að setja þetta upp svona.

Pétur Kristinsson, 23.5.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Þessi gamla fyllibytta veit nú ekki neitt í sinn haus sökum ofdrykkju í mörg ár.

Það að King sé farinn að vitna í Lalla Johns þeirra dómara segir nú eitthvað um örvæntingarfulla tilraun King til þess að hafa rétt fyrir sér!

Annars skil ég ekki hvaða kappsmál þetta er fyrir King?

Man Utd vann 2 stærstu dollurnar sem í boði voru................hvaða máli skiptir einhver ein vítaspyrna til eða frá sem að Everton átti að fá eða ekki????

Er alvarlega farinn að íhúga það hvort að King sé Neverton aðdáandi sem felur sig í Man Utd búningi!

Reynir Elís Þorvaldsson, 23.5.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

þetta er svona álíka kjánalegt og samsæriskenningar pésa um dómgæslu á old trafford.

Ólafur Tryggvason, 23.5.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Rólegur félagi, ég kom með tölur sem tala sínu máli um Mike Reily og þú hefur ekkert getað hrakið þær ennþá t.d. með einhverja aðra dómara á öðrum völlum. Ættir kannski að byrja á því áður en þú slettir svona lýsingarorðum fram, ekki satt?

Hérna eru tölurnar aftur.

Hérna er tölfræðin í heild.

According to our research, which goes to back to the beginning of the 1997-98 season, Riley has refereed 23 United games in all competitions. In that time, their record is: W13 D3 L7. Of more interest to the conspiracy theorists, however, is the fact that he has given 12 penalties for United in that time, but only three against them. And he has sent off five of United's opponents, while booking 44, as opposed to dismissing two United players - Roy Keane for raking his studs down Gustavo Poyet's leg in the 2000-01 Charity Shield, and Luke Chadwick for a professional foul at home to Liverpool in the same season - while booking 36.

At Old Trafford, Riley's record is weighted more heavily in favour of United, though that is to be expected given that they dominate more games at home. United's record is: P14 W10 D1 L3, with ten penalties for United and one against (again Liverpool were the beneficiaries, this time when Gary Neville took Steven Gerrard out last season), and with three red cards and 26 bookings for United's opponents as against one and 14 for United.

Þetta eru náttúrulega kjánalegar tölur að þínu mati ekki satt? En tölurnar tala sínu máli og því miður er þetta tilfellið með þennan dómara.

Pétur Kristinsson, 23.5.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HAHAHAHAHA - eins og áður, segir þetta ekki neitt nema hvað þessi ágæti maður hefur gert síðustu 10 ár. Til að geta sýnt fram á eitthvað í tölfræði þarf að sína samanburðinn við það sem gæti talist eðlilegt, þetta er ég búin að segja þér greyið mitt, og nú er það greinilega endanlega ljóst að þú hefur ekki neinn samanburð til að vísa í máli þínu til stuðnings, þú hefur einungis þessa "merkilegu" samantekt sem vafalaust er tekin saman af einhverri liverpúlgrenjuskjóðu (svipaðri þér) sem telur að árangur MAN UTD velti á því hvort að einn ákveðin dómari á 10 ára tímabili hafi dæmt 12 vítaspyrnur MAN UTD í vil eða ekki - LOL -

Það er ekki mitt að hrekja þessa samantekt sem þú ert að vísa í, þú ert að fullyrða eitthvað sem þú telur þig sanna með þessari samantekt en þú segir bara hálfa söguna sem þú ert að skálda.

En svo er ekkert óeðlilegt við það að álíka léttleikandi lið eins og MAN UTD fái margar vítaspyrnur því MAN UTD sækir af krafti á móti 80% af liðunum og þá helst á heimavelli.

Ólafur Tryggvason, 23.5.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Ómar Ingi

Kóperukötturinn þinn

Ómar Ingi, 23.5.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Pétur Kristinsson

Mikið ertu veruleikafyrrtur. Þessi tölfræði er ekkert annað en það sem tekið er af fótboltasíðum FA og enginn er að hrekja þessa tölfræði nema þeir sem lifa í afneitun. Enn og aftur finnst þér þetta ekkert merkileg tölfræði og berð fyrir þig hjákátlegum rökum um léttleikandi lið manure en arsenic hefur þó verið mun meira léttleikandi en þó er enginn dómari á þeirra bandi. Hvaða skýringu hefur þú á því? Að sjálfsögðu enga nema eitthvað væl um að þetta sé sögufölsun sem þú ættir eiga svo auðvelt með að afsanna með því að benda á svipaða hluti um önnur lið en það er nánast öruggt að þú finnur ekki slíkt.

Og að lokum. Er þetta hálf saga? LOL, hættu að slá ryki í augun á hugsandi fólki. Þetta er öll tölfræði Mike Reily með manure og ekki hálf saga, hvað sem þú ert að meina með þessari endemis þvælu í þér.

Pétur Kristinsson, 23.5.2008 kl. 22:18

8 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

svona ef og hefði er dáldið eins og pælingar um það ef maður fær það næstum því, telur ekki

Pétur Björn Jónsson, 25.5.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Eini maðurinn í ryki ert þú pési minn og lúserpúl félagar þínir, í rykinu sem þið sytjið í eftir MAN UTD sem stendur framar ykkur á öllum sviðum. LOL

Ólafur Tryggvason, 26.5.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband