Já - það er nefnilega það :o(

Bob Dylan og félagar í Laugardalshöll í kvöld.<br><em> </em>
 

Ég ætla að sleppa því að dæma tónleikana út frá tónlistarlegu sjónarmiði, þar sem ég telst ekki til þess hóps sem ólst upp með kallinum eða hef eitthvað sérstaklega lært að hlusta á hann í seinni tíð. Verð þó að segja að ég saknaði þess að heyra ekki eitthvað af þeim frábæru lögum sem ég þekki með Dylan og eru þau nú samt þónokkur!

En þá kemur ræpan! Eru skipuleggjendur þessa tónleika í barnaskóla? nei varla þar sem krakkar í barnaskólum landsins eru flott fólk!!!!!

Að fara á tónleika þar sem meðalmaður á hæð (179,99cm) sér ekki rassgat, bara hnakka, og þá á næsta manni (ekki þessa á FM) er að sjálfsögðu ekkert annað en skandall. Blaðamaður sá sem skrifar þessa grein á MBL hefur greinilega talað við fólk sem náði að vera í fremstu röð því þegar ég gafst upp og ákvað að halda heim á leið stóð ég og í dálitla stund fyrir utan höllina og heyrði ég á spjalli fjölmargra tónlystagesta sem gengu framhjá að þeir voru fyrir ákaflega miklum vonbrigðum líkt og ég.

Nú syt ég heima með kælipoka á kálfunum eftir 1,5 klst æfingu við að standa á tám við að reyna sjá tónleikana sem ég fór til að sjá!

Ps. ég þakka mbl.is fyrir myndina hér að ofan, nú sé ég hvernig þetta leit út.


mbl.is Ánægðir gestir á tónleikum Dylans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já þú ert líka 2 cm frá því að geta talist löglegur dvergur  

Það er ítrekað búið að vera bjóða mér á þennan viðbjóð.

Datt ekki til hugar að bjóða eyrunum og augunum mínum uppá slíkt , þvílíkt og annað eins.

Ómar Ingi, 26.5.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þetta hús hentaði engan veginn undir þessa tónleika. Enda var fólk byrjað að yfirgefa svæðið áður en tónleikunum lauk. Hitti þarna mikinn Dylan aðdáanda og var hann svekktur með húsið og kallinn sjálfan.

Allavega virkaði þetta ekki fyrir mig og skömm í hattinn fyrir concert að standa svona að málum. Fólk er að eyða stórfé í að sjá kallinn og ég sem að er 179,99 cm sá sama og ekki neitt.

 En fín loftræsting þarna inni, virkaði ekki neitt og hasskeymurinn sem lá í loftinu maður minn.

Pétur Kristinsson, 27.5.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Ómar Ingi

Strákar þessir rusl tóneikar voru að fá líka þess svaka fínu dóma á MBL pg FBL í dag ?

HVAÐ ER ÞAÐ !!!!

Ómar Ingi, 28.5.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 47054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband