Þá er ballið að fara byrja

premier-league-badgeÞá er loksins að koma að því að besta knattspyrnudeild í heimi fari að rúlla aftur. Það er á sunnudaginn næsta sem formlegur sýningarleikur fer fram á milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana.

Þó svo að undirbúningstímabilið hafi oft verið ruglað þá finnst mér þetta undirbúningstímabil búið að vera það ruglaðasta síðan ég fór markvisst að fylgjast með. Það er kannski helst fyrir þessa ótrúlegu framhaldssögu um undraverkið Ronaldo og nenni ég ekki að eiða fleiri orðum í þann farsa.

Það má líka skoða aðrar sölur og annað sem ekki hefur gerst. Það fyrsta sem skoðunar er vert eru kaup liverpool á Robbie Keane, en kaupverðið á þessum bráðum 29 ára gamla sóknarmanni er með ólíkindum broslegt, rúmlega 20 milj punda. Pési vinur minn hló lengi þegar MAN UTD keypti Carric á rumlega 14 milj punda (með hækkunar ákvæðum)  þá 25 ára gamlan.  En þessi kaup hljóta að teljast í meira lagi áhættusöm þar sem þessi ágæti leikmaður Keane er kominn á efri ár. Í ljósi þess verð ég að lýsa þeirri skoðun minni að mér finnst hugsanlega kaup á Berba til MAN UTD á um 30 milj pund út úr korti!!!

Gaman verður að sjá hvort að Deco nái að plumma sig í bestu deild í heimi og hvort hann falli inní "stjörnuprýtt" lið Chelsea.

Liðin sem næst koma stóru liðunum fjórum hafa verið að fá til sín mjög sterka leikmenn líkt og í fyrra og mun það gera deildina mun sterkari en hún var í fyrra og alveg klárt að þetta verður hörku vetur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Keane kallinn á eftir að setja þau nokkuð , við eigum líka nóg af klínki þetta er smámynt , er Ronni bara ekkert að fara ?

Ætliði þá að hætta að væla yfir því að hann megi bara fara engin stærri en klúbburinn væl blah væl væl a la United Scum.

Vertu svo stilltur í vetur , það fer þér betur , þú varst ágætur þarna í Love Gure með Mike Myer´s

Ómar Ingi, 5.8.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Keane á vafalaust eftir að skora mark eða tvö - en hvort þetta er maðurinn sem lúserpúl þarf til að koma sér á stall meðal þeirra stærstu skal ósagt látið og leyfi ég mér að efast um það.

 Ronni var og er ekkert að fara - hann er bara eins og kelling sem var eitthvað orðin þreytt á sambandinu við kallinn sinn, en er nú búin að átta sig á að grasið er ekki grænna handan ermasunds....... og MAN UTD er stærsti klúbburinn í heiminum í dag.

Ólafur Tryggvason, 6.8.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Og er þetta að byrja aftur þarf ég að fá mérr viðhald strax

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 6.8.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Ómar Ingi

Stærsti ,ræðum það í lok tímabils , þið vinnið lítið í ár tel ég

Ómar Ingi, 7.8.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband