Bestir!

Ég ætla byrja á að þakka Hödda Magg fyrir að hafa bætt ráð sitt við lýsingar á leikjum minna manna og greinilegt að hann hefur lesið bloggið mitt og séð að sér Devil

En að leik dagsins, það er ekki hægt að segja að maður hafi verið eitthvað sérstaklega bjartsýnn eftir leik liðsins í vikunni, en það var alveg ljóst að ef við ætluðum að vera með í toppbaráttunni þá yrðum við að vinna þennan leik.

Sir Alex sannaði það enn og aftur hversu magnaður hann er með uppstillingu sem margir settu spurningarmerki við Giggs, Neville og Fletcher í liðinu en það kom á daginn að það var hárrétt ákvörðun

Að vinna Chel$ký 3-0 er mögnuð frammistaða og spilamennska liðsins til fyrirmyndar. Hefði með réttu átt að vera 4-0 þar sem löglegt mark var dæmt af sem Ronaldo skoraði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ronni fer að fara í almennilegt lið , en til hamingju með sigur á Rússa liðinu.

Ómar Ingi, 11.1.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ég skal lofa þér því að ef Ronaldo fer þá fer hann ekki frá MAN UTD til Real.

En annars er Ronaldo ekkert að fara, hann er hjá besta liði í heimi.

Ólafur Tryggvason, 11.1.2009 kl. 20:04

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Flott til lukku félagi, ég hafði hugsað mér að horfa á leikinn með Víðir Ben en ég varð að fara út á Dalvík að sýna væntanlegum kaupendum bátinn okkar. 

Að sjálfsögðu kunni hann að útskýra þetta á glæsilega hátt eins og sönnum UTD fan sæmir....

Hallgrímur Guðmundsson, 11.1.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Til hamingju með þína menn.

Þetta var mjög sannfærandi og sigurinn síst of stór.

Set nú ákveðið spurningamerki við þetta Chelsea lið og sýnist á öllu að það verði Liverpool og Man Utd sem koma til með að berjast um þetta.

Bestir?......

Veit það ekki......allavega næstbestir....

Reynir Elís Þorvaldsson, 11.1.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já það var sannarlega annar Höddi sem lýsti þessum leik. Sumir forðuðu sér bara úr bænum meðan á leik stóð.

Víðir Benediktsson, 12.1.2009 kl. 06:50

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Reynir - BESTIR, ekki frekar en fyrridaginn skilur þú staðreyndir - hér koma nokkrar staðreyndir, Englandsmeistarar, Evrópumeistarar, Heimsmeistarar og það lið á yfirstandandi keppnistímabili sem hefur tapað fæstum stigum.

En Reynir minn og aðrir honum líkir, njótið þess meðan varir.

Ólafur Tryggvason, 12.1.2009 kl. 08:44

7 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Skil alveg staðreyndir Óli minn......

 Hér eru nokkrar handa þér:

1)Liverpool er búið að vinna bæði Chelsea og Man Utd á þessu tímabili.

2) Liverpool eru í efsta sæti deildarinnar meðan að Man Utd er í því þriðja.

3) Þessar staðreyndir sem þú telur upp eru vissulega staðreyndir.....en...þetta eru staðreyndir frá síðasta tímabili og það telur ekkert í dag,það er bara hluti af sögunni og núna er ný keppni um bikarana í gangi.

Takk fyrir ég mun njóta þess til síðasta leiks og fagna síðan gríðarlega í kjölfarið.......þú aftur á móti munt hafa aðeins hægar um þig ...

Reynir Elís Þorvaldsson, 12.1.2009 kl. 09:17

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason

1) og hvað fenguð þið fyrir það - einhverja spes viðurkenningu?

2) Við höfum tapað fæstum stigum og og hljótum þvi að vera bestir í dag

3) Er ungfrú ísland bara fallegust á krýningarkvöldinu, nei - hún er fallegust þar til næsta ungfrú ísland er haldinn.

Ólafur Tryggvason, 12.1.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband