27.1.2009 | 16:26
Meiðslavandræði - engin afsökun!
Mínir menn fá þann vafasama heiður að vera lang efstir af liðunum í ensku úrvalsdeildinni yfir þau lið sem eru með meidda leikmenn innanborðs. http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Það er gaman að bera toppliðin tvo saman
Fjöldi skráðra leikmanna meiddir frá áramótum.
MAN UTD 9 - Liverpool 2
Fjöldi skráðra meiðsla síðastliðið ár, frá áramótum 2007 til dagsins í dag.
MAN UTD 113 - Liverpool 61
Þetta tímabil, til dagsins í dag
MAN UTD 40 - Liverpool 18
Þetta sýnir enn og aftur hvað hópur leikmanna á Old Trafford er gríðarlega breiður og að maður kemur í manns stað enda liðið á toppi deildarinnar, með í öllum keppnum, ríkjandi lands, Evrópu og heimsmeistari. Það er því vel skiljanlegt að þá helst púllarar verði grænir af öfund þar sem lið þeirra hefur ekki náð að sína styrk sinn nema að takmörkuðu leiti undanfarna áratugi og vafalaust sárt fyrir miðaldra stuðningsmenn að muna þá tíð þegar liðinu gekk allt í haginn löngum stundum.
En einnig augljóst að leikjaálag á leikmenn Manchester United er gríðarlegt.
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engin afsökun hvað?
Get ekki betur séð en að þessi pistill þinn sé neitt annað en Ein risastór "FYRIRFRAM" afsökun!!
Ef þið væruð ekki að fara að spila við neðsta liðið í deildinni........þá hefði fyrirsögnin verið öðruvísi en innihaldið það sama........
Reynir Elís Þorvaldsson, 27.1.2009 kl. 17:40
Nei þessi grein er til að sína fram á það að MAN UTD er með öflugasta hópinn enda á toppi deildarinnar.
Miðað við hvað þitt lið Reynir hefur verið heppið með meiðsl og hvaða peningum hefur verið spreðað í liðið síðustu ár ættuð þið með sanni að hafa staðið ykkur miklu betur en raunin er.
En aftur á móti er það ljóst ef einn maður hjá ykkur myndi meiðast, Gerrard, myndi spilamennskan hrynja enda er það eini maðurinn sem getur eitthvað og hefur dregið vagninn undanfarin ár. Ef hans nyti ekki við væruð þið í enn verri málum en raunin er þegar árangur síðustu ára er skoðaður.
Ólafur Tryggvason, 27.1.2009 kl. 18:00
Óli....
Hingað til hefur þú nú ekki verið mikill stuðningsmaður "Ef og hefði" kenninganna....? Er það eitthvað búið að breytast kannski?
Gerrard ER leikmaður LIverpool og hefur blessunarlega sloppið við alvarleg meiðsli,þó svo að það hafi vantað hann einstöku sinnum eins og t.d í leiknum á móti Man Utd sem vannst mjög sannfærandi og það án þessara tveggja sem allir vilja meina að séu 90% af liði Liverpool,þ.e Torres og Gerrard.
Án þessara lykilmanna vann Liverpool Man Utd og samkvæmt ykkar kenningum dugði 10% af styrk Liverpool til þess að vinna "Besta lið í heimi"........
Ég myndi einnig halda að það teljist ekki mikil heppni að vera án síns helsta markaskorara (Torres) og annars af driffjöðrum liðsins í rúmlega hálft keppnistímabil?.......Eða hvað?
Góð tilraun hjá þer samt Óli..........þessi fyrirfram afsökun í felubúningi af dýrustu gerð,,,,,
Reynir Elís Þorvaldsson, 27.1.2009 kl. 18:42
Hva strax byrjaður að væla ?
Ómar Ingi, 27.1.2009 kl. 18:46
Eins og ég sagði þá var enginn afsökun fólgin í þessari færslu og enginn þörf heldur fyrir einni eða neinni afsökun.
En það er augljóslega sárt fyrir ykkur greyin mín að horfa upp á þetta gríðarsterka lið taka hverju áfallinu á eftir öðru en samt hægt og örugglega mjaka sér á toppinn og styrkja stöðu sína þar með hverjum leiknum af fætur öðrum.
Ekkert lið í deildinni hefur notað eins marga menn það sem af er deildarkeppninni og MAN UTD enda erum við líka á toppnum og vorum rétt í þessu að slá met. Ekki amalegt það!
Ólafur Tryggvason, 27.1.2009 kl. 22:43
Mér finnst þú alltaf vera vælandi
Ómar Ingi, 28.1.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.