Eins og í gær ekki sanngjörn úrslit

Rétt eins og úrslitin hjá liðinu sem var í öðru sæti í gær og fór á toppinn voru úrslitin í dag ekki sanngjörn og hefðu báðir leikirnir átt að enda sem jafntefli.

Mínir menn virkuðu áhugalausir og baráttulausir mest allan leikinn og áhyggjuefni ef menn ætla fara mæta í leiki og telja að sigur sé sjálfsagður. Teves reyndar alltaf sívinnadi en þá er það líklega upptalið.

Eins og í flestum leikjum minna manna í dag féllu met og í þetta skiptið tvö. En Giggs skoraði í enn eitt árið og hefur skorað öll árin síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Van Der Sar hélt hreinu enn einn leikinn og eru leikirnir orðnir 12 í röð, geri aðrir betur.

En mínir menn tilla sér aftur á toppinn og verða þar alla veg næstu tvæ vikurnar þar sem úrvaldeildin er kominn í frí sökum lands og bikarleikja.

ROCK ON
ps. Ingvar þú skuldar mér 10.000.- kall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nú er hún snorrabúð stekkur er oft sagt en ef Kóngurinn sér ekkert gott við þetta sem var spilað áðan þá hlýtur það að vera rétt. Ég er reyndar ekki sammála með leikinn í gær en hverjum er heimilt að hafa sína skoðun og álit eins og ég hef alltaf sagt. kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.2.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Ómar Ingi

Þið voruð glataðir og áttuð jafntefli skilið.

Við vorum massa góðir og unnum sanngjarnan sigur.

PS: Skuldar mér 100.000 kall

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 19:16

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Satt Ommi mínir menn héldu ekki vatni í dag og ég er ekkert hræddur við að viðurkenna það en það er meira en þú getur sagt enda púllari og þeir eru þekktir fyrir veruleikafirringu þegar kemur að því að leggja dóm á lið sitt.

Hvað leikinn í gær varðar þá var það ekki spilamennska púllarana sem gaf þessi mörk, heldur fádæma varnarmistök Hafnarkjaftanna. En í sjálfu sér er ákveðin snilld að nýta sér það. Mörk Hafnarkjaftana voru líka ekki tilkominn vegna snilldarsóknartakta heimamanna, þvert á móti.

Ólafur Tryggvason, 8.2.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Var þetta ekki 13. hreini leikurinn hjá van der Sar?

Víðir Benediktsson, 8.2.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Að sjálfsögðu Víðir, ég hógværðin uppmáluð alltaf eins og allir MAN UTD menn, að sjálfsögðu var þetta 13. leikurinn og það er meira er að á 34. mínútu var breska metið slegið sem var 1.156 mímútur en það met átti Bobby Clark markvörður hins fornfræga skoska félags Aberdeen tæplega 40 ára gamalt met!!!

Næst, heimsmetið!!

Ólafur Tryggvason, 8.2.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband