16.8.2009 | 20:35
GAME ON!!!!
Mikið djöfull er nú gaman að enski sé farinn að rúlla aftur!!!
Ég sá nú bara seinni hálfleik minna manna í dag og var ég bara þokkalega sáttur við það sem ég sá. Það kemur betur og betur í hverjum leik hvað Owen á eftir að verða okkur mikilvægur í vetur og hvað snillingurinn Rooney mun spila stóra rullu nú þegar Ronaldo er farinn. Ég er sannfærður um að samvinna Rooney og Owen eigi eftir að verða mögnuð í vetur og þeir eigi eftir að brúa það bil sem Ronaldo sannarlega skildi eftir sig.
Töluverð meiðslavandræði virðast vera herja á meistarana og mikilvægt að liðið nái að vinna sig út úr því í fyrstu umferðunum en hópurinn á að vera nægjanlega stór til að gera það.
Arsenal var víst sannfærandi í sínum fyrsta leik en Chel$ký var það ekki og geta talist heppnir að hafa landað þrem í sínum leik. Það verður aftur á móti gaman að sjá viðbrögð púllarana sem eins og áður á undirbúningstímabilinu hafa verið bjartsýnir þrátt fyrir að æfingaleikirnir upp á síðkastið hafa ekki gefið tilefni til þess. Um verslunarmannahelgina ræddi ég stuttlega við einn virtasta púllara landsins fótboltans lífsins gagn og nauðsynjar og er ég sammála honum um það sem hann sagði um síðasta tímabil sinna manna.
Síðasta tímabil var klárlega besta tímabil Púllara í áratugi heilt yfir og með ólíkindum að þeir hafi ekki landað enska meistaratitlinum miðað við spilamennskuna, en sú staðreynd að þeir gerðu það ekki eigi eftir að verða þeim þung í skauti. Ef Ef Ef og hefðum, já ef púllarar hefðu landað titlinum í fyrra hefðum við líklega getað séð púllarana rísa upp og komast á sigurbraut og ógna yfirburðum MUFC síðustu 20 ára en þeir aftur á móti gerðu það ekki og því líklegra að áframhaldandi þurrkur verði á næstu árum.
Góðar stundir!
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bloggvinir
-
storibjor
-
siggathora
-
doddilitli
-
sedill
-
steinigje
-
hugs
-
hallgrimurg
-
sailor
-
valurstef
-
hproppe
-
amotisol
-
hva
-
eythora
-
snorris
-
stormsker
-
oddgeire
-
gummiarnar
-
asgeirpall
-
pbj
-
johnnybravo
-
gvario
-
peturorri
-
brandurj
-
vefritid
-
bergrun
-
bonham
-
jakobk
-
metal
-
gongudejavu
-
bakland
-
gattin
-
svali
-
svanurmd
-
zuuber
-
totinn
-
thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHAHAHAHAHAHA
Þú ert svo mikil steik.
Ómar Ingi, 16.8.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.