13.4.2008 | 22:30
Glæsilegur sigur á Arsenal
Það má með sanni segja að þetta hafi verið glæsilegur sigur MAN UTD á Arsenal í stórskemmtilegum leik í dag. Mínir menn byrjuðu leikinn ekki vel og má segja að þeir hafi verið á hælunum allan fyrrihálfleikinn þrátt fyrir að Rooney hafi fengið tvö góð færi einn á móti Lehmann þar sem sá síðarnefndi náði naumlega að bjarga. Arsenal átti sín færi án þess að ná að skora. En það má segja að dæmið hafi snúist við í síðarihálfleik líkt og í leik Liverpool og Arsenal í síðustu viku og líkt og í þeim leik voru það Nallarnir sem voru fyrri til að skora. En eftir að Teves og Andersson var skipt inná náði MAN UTD yfirhöndinni og kláruðu leikinn 2-1
Enn eru fjórir leikir eftir af tímabilinu og þurfa mínir menn að vinna þrjá þeirra til að landa tittlinum og því allt of snemmt að fara fagna þrátt fyrir þennan glæsilega sigur á Arsenal.
En skoðum aðeins innbyrðis úrslit á milli stóru liðana fjögurra en þau eru öll búin að mætast ef frá er talinn leikur Chelsea og MAN UTD eftir hálfan mánuð.
Það kemur í ljós að árangur MAN UTD er langsamlega bestur og trjónum við á toppnum með13 stig úr þessum leikjum og erum við eina liðið sem hefur unnið öll hin liðin og þar af höfum við unnið liverpool heima og heiman með markatölunni 4-0. Fjórir sigurleikir og eina liðið sem er með útisigur undir belti og það sem meira er MAN UTD er enn sem komið er taplaust á móti hinum stóru liðunum. En eins og áður sagði er enn eftir einn útileikur á móti Chelsea. Sannarlega stórglæsilegur árangur.
Næst besti árangurinn er í höndum Chelsea en þeir hafa unnið einn leik gert tvö janftefli og tapað tveim. Chelsea verðu að teljast líklegt til að landa einum sigri til viðbótar eða hið minnst bæta við einu jafntefli þar sem þeir eiga heimaleik eftir á móti MAN UTD en Chelsea hafa ekki tapað svo árum skiptir á brúnni og set ég því Chelsea í annað sætið en mögulega gætu þeir fallið niður í þriðja sætið í þessum samanburði ef þeir tapa á brúnni á móti MAN UTD.
Þriðji besti árangur er Arsenals, aðeins einn sigur á móti sem var á mótu Chelsea og svo hafa Nallarnir náð jafntefli á móti öllum þremur liðunum.
Síðast og síst er árangur Liverpool en þetta tímabil unnu púllarar ekkert af hinum þrem liðunum en náðu að fara án taps á móti Arsenal og Chelsea í fjórum jafnteflisleikjum. Sannarlega dapur árangur og ljóst að enn eitt tímabil brostinna vona í PL þetta árið.
Man. Utd | Mörk | Mörk | Stig | ||||
Man. Utd | 2 | : | 0 | Chelsea | 3 | Sigur | 4 |
Chelsea |
| : |
| Man. Utd | 0 | Jafnt | 1 |
Man. Utd | 3 | : | 0 | Liverpool | 3 | Tap | 0 |
Liverpool | 0 | : | 1 | Man. Utd | 3 | ||
Man. Utd | 2 | : | 1 | Arsenal | 3 | ||
Arsenal | 2 | : | 2 | Man. Utd | 1 |
|
|
Samtals | 9 | : | 4 | 13 | |||
Chelsea | Mörk | Mörk | Stig | ||||
Chelsea | 0 | : | 0 | Liverpool | 1 | Sigur | 1 |
Liverpool | 1 | : | 1 | Chelsea | 1 | Jafnt | 2 |
Chelsea | 2 | : | 1 | Arsenal | 3 | Tap | 2 |
Arsenal | 1 | : | 0 | Chelsea | 0 |
|
|
Man. Utd | 2 | : | 0 | Chelsea | 0 |
|
|
Chelsea |
| : |
| Man. Utd | 0 |
|
|
Samtals | 6 | : | 2 | 5 | |||
Arsenal | Mörk | Mörk | Stig | ||||
Arsenal | 2 | : | 2 | Man. Utd | 1 | Sigur | 1 |
Man. Utd | 2 | : | 1 | Arsenal | 0 | Jafnt | 3 |
Arsenal | 1 | : | 0 | Chelsea | 3 | Tap | 2 |
Chelsea | 2 | : | 1 | Arsenal | 0 |
|
|
Arsenal | 1 | : | 1 | Liverpool | 1 |
|
|
Liverpool | 1 | : | 1 | Arsenal | 1 |
|
|
Samtals | 9 | : | 6 | 6 | |||
Liverpool | Mörk | Mörk | Stig | ||||
Liverpool | 1 | : | 1 | Chelsea | 1 | Sigur | 0 |
Chelsea | 0 | : | 0 | Liverpool | 1 | Jafnt | 4 |
Liverpool | 1 | : | 1 | Arsenal | 1 | Tap | 2 |
Arsenal | 1 | : | 1 | Liverpool | 1 |
|
|
Liverpool | 0 | : | 1 | Man. Utd | 0 |
|
|
Man. Utd | 3 | : | 0 | Liverpool | 0 |
|
|
Samtals | 6 | : | 4 | 4 |
|
|
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 20:20
Það styttist í stórleikinn á morgun !!
9.4.2008 | 15:31
Einkaflug - leiguflug - flug!!
Mikil umræða er í þjóðfélaginu um þann gjörning ráðamanna um að taka á leigu flugvél til að komast á fund!!
Í fyrsta lagi er mikið talað um að það sé verið að fara með einkaþotu bla bla bla - ég vill benda á það að þegar þú ert að borga fyrir leigu á flugvél sem einhver annar á ertu ekki á einkaþotu ekki frekar en ef þú tekur leigubíl að þá ertu ekki á einkabíl heldur leigubíl. Þannig að ráðamenn fóru þarna með leiguflugi en ekki einkaflugi. Ef þú átt þotu og notar hana til einkanota þá ertu á einkaþotu ef ekki þá ertu í leiguflugi svipað og þegar íslendingar fara til Spánar, bara í aðeins stærri vél en sú sem IceJet bíður upp á.
En hvað gjörningurinn kallast er nú bara tæknileg útfærsla , en það sem mér þykir merkilegast í þessu öllu er það sem kom fram í viðtali við Ögmund á Bylgjunni í morgun, en eftir að hann hafði lýst því yfir að alveg sama þó það borgaði sig að fara með einkaþotu (sérstöku leiguflugi á 19 sæta vél) þá væri það ekki verjandi sökum þess hve óumhverfisvænn ferðamáti einkaþota (leiguflug með 19 sæta vél) væri, en þá var hann spurður að því hvernig hann kæmi til vinnu, hvort hann kæmi til vinnu með almenningssamgöngum (strætó) eða einkabíl? þrátt fyrir að Ögmundur sé ákaflega reyndur stjórnmálamaður var hann greinilega slegin út af laginu, en reyndi að redda sér með því að lýsa því yfir að hann ætti nú kannski að fara skoða þessi mál hjá sér og bla bla bla.
Bráðsniðug uppákoma og tek ég ofan fyrir Heimi Kars að reka þetta ofan í kallinn því það er stundum hálf dapurt hvað stjórnmálamenn fá að rausa óhindrað í fjölmiðlum án þess að fjölmiðlamenn geri alvöru atlögu að þeim.
8.4.2008 | 11:46
Hvaða leikvangur
Hvaða leikvangur er eini leikvangurinn sem hefur einkunnargjöf FIFA sem 5 stjörnu?
Anfield | |
Old Trafford | |
Stamford Bridge
| |
Emirates Stadium |
7.4.2008 | 08:30
Jæja þá er það lokaspretturinn
Þá er komið að lokasprettinum í deildinni og ljóst að spennan verður sem aldrei fyrr.
Manchester United (77 stig)
Arsenal - heima
Blackburn - úti
Chelsea - úti
West Ham - heima
Wigan - úti
Klárlega erfiðasta prógrammið og þeir leikir sem helst geta fallið eru ARS - BLA - CHE
Chelsea (74 stig)
Wigan - heima
Everton - úti
Man Utd - heima
Newcastle - úti
Bolton - heima
Klárlega léttasta prógrammið - en ég spái því að Everton taki Chel$ký og skjótist upp fyrir Liverpool
Arsenal (71 stig)
Man Utd - úti
Reading - heima
Derby - úti
Everton - heima
Sunderland - úti
Everton heldur áfram að styrkja stöðu sína um fjórðasætið og vinnur Arsenal -
6.4.2008 | 14:28
Sanngjarnt TAP
Eftir mjög góða byrjun held ég að mínir menn hafi haldið að þetta væri komið - þetta hefur áður komið fyrir í vetur að við tökum öll völd á vellinum, komumst yfir en klúðrum þessu svo með ákaflega lélegri frammistöðu.
Ég segi ekki annað en - GOTT Á OKKUR - ótrúlegt að við skulum einu sinni til tvisvar á leiktíðinni detta á sorglegt lúserpúl level.. shit hvað það hlýtur að vera ömurlegt að upplifa þessi endalausu vonbrigði viku eftir viku....
Man. Utd missti af tveimur stigum á Riverside | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
5.4.2008 | 22:25
NEI nú verður hann lokaður inni !!!!
Í mínum huga er þetta ekki búið" hann verður væntanlega enn að tuða þessa setningu um mitt sumar þegar hann verður úrskurðaður ósakhæfur......... LOL
Að sjálfsögðu er hann vonsvikin að vinna ekki eitt af lélegustu liðum púllaranna undanfarna áratugi - hver myndi ekki vera það........
Wenger: Þetta er ekki búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2008 | 08:26
Hverjir hafa leyfi til að mótmæla?
Nú þegar jeppamenn stíga fram og mótmæla með vörubílstjórum verða þær raddir háværari sem agnúast yfir því að þessi "lúxusbílaeigendur" séu nú bara hræsnarar og svo framvegis.... "af hverju mótmæla þeir ekki Tryggingastofnun"?
Ég spyr því, Hverjir hafa leyfi til að mótmæla á Íslandi? Sá þjóðfélagshópur (bílstjórar, jeppamenn) sem helst eru að mótmæla núna eru vafalaust að stórum hluta til millitekjufólk sem vafalaust hefur það þokkalegt, en er það þá þannig að þessi hópur hafi ekki leyfi til að mótmæla og séu hræsnarar ef þeir gera það. Það er jú þessi hópur sem ég hefði haldið að væri máttarstólpi í greiðslum á sköttum í þessu ágæta þjóðfélagi okkar og séu því í fullum rétti til að mótmæla auknum álögum.
Þeir sem eru að pissa í sig yfir þessum mótmælum ættu bara skella sér á heilsuhælið í Hveragerðið og kanna hvort það lagi ekki skapið aðeins.
Loka fyrir umferð olíubíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.4.2008 | 21:46
Go ÍR Go ÍR
Það er ekki laust við að mitta gamla Breiðholtshjarta hafa tekið kipp við þessi úrslit þó ég sé enginn ÍR'ingur (æfði samt körfu með ÍR í gamladaga).
Það er alltaf jafn gaman að sjá KR tapa og vera slegið út - ekki ósvipað og með lúserpúl.
Og það er alltaf gaman að sjá litla liðið taka það stóra.
ÍR lék meistara KR grátt og vann oddaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 12:49
Hjúkket
Það hefði verið frekar slæmt að missa annan af tveim bestu miðvörðum í heimi úr liðinu.
En þetta kemur ekki að sök þar sem hópurinn er stór.
Vidic frá keppni í 2-3 vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar