26.3.2008 | 11:33
Margur verður af blóðsugum bjáni
Það er ótrúlegt hvað þessu ágæta "fræga fólki" dettur í hug - ekki það að hún megi ekki þekja sig með blóðsugum grey kellingin ef hana langar - en þetta er allt til viðbótar við HGH og fleira í þeim dúr til að vinna á móti ágangi ellikellingar.
En ég held að Demi verði ekki ósvipað case og bakstur á marensköku - allt lítur vel út framan af en svo fellur marensinn og er ónýtur.....
Notar blóðsugur til að halda húðinni unglegri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 17:12
Að sjálfsögðu
Að sjálfsögðu er leiðtogi bestu varnarlínu Bretlandseyja fyrirliði enska landsliðsins !! héldu menn í alvöru að Captain Overrated (Gerrard) ætti einhvern séns. LOL -
Torres er enn að reyna átta sig á hvaða vegg hann hljóp á sunnudaginn - LOL - og ef grey kallinn hefði ekki fengið spjald fyrir grenj þá hefðu menn getað rifist um hvort hann tók þátt í leiknum því hann sást ekki allan leikinn.
Rio Ferdinand fyrirliði Englands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2008 | 20:17
Slátrun á páskadag!
Hann var búin að vera ákaflega kokhraustur þessi vinur minn sem var búin að dveljast með mér í sumarbústað alla helgina, ég aftur má móti var aldrei þessu vant búin að vera frekar rólegur með mig og þá sérstaklega í ljósi þess að ég gleymdi öllu vanalegu Manchester United dóti sem ég er vanur að klæðast þegar leikir eru og ég er MJÖG hjátrúarfullur.
En þessi frábæri vinur minn mundi sko heldur betur eftir sínu dóti eins og sjá má á þessari mynd, en það hjálpaði kallinum aldeilis ekki..... LOL.
Litla liðið frá Liverpoolborg var gjörsamlega kjöldregið 3-0 og var það síst of lítill sigur þar sem Reynir markvörður Lúserpúl var margsinnis búin að bjarga meistaralega maður á móti manni.
En það sem sennilegast stendur upp úr frá þessum leik er fáránleg framkoma Mörðsins Maskeranó sem sýndi það og sannaði að hann er ekkert annað en meðal knattspyrnumaður sem þolir ekki álagið sem fylgir stórleikjum. Flestir lúserpúllarar eru nú á því að þetta hafi verið rétt og klárt, enda ef honum hefði ekki verið vísað af velli þarna þá hefði það gerst stuttu seinna. En það er mjög gaman að sjá lúserpúllara segja það núna að það hefði verið betra fyrir leikinn að vísa honum ekki út af og dómarinn hefði alveg getað sleppt því að reka hann út af, en það er nákvæmlega sem gerðist á móti Inter í CL og það tvisvar...
Yfirburða sigur minna manna sem voru sterkari á öllum sviðum, það er einfaldlega langt þar til lúserpúl getur talið sig vera á meðal þeirra stóru aftur á Englandi.
19.3.2008 | 22:26
Flott úrslit
Flottur skyldusigur hjá mínum mönnum - Ronaldo ótrúlegur og hefði auðveldlega getað tekið þrennuna.
Ég verð að játa að ég var ekkert allt of bjartsýnn fyrir þennan leik og ekki batnaði þegar ég sá liðsuppstillinguna - Owen í hægri bak og Saha í framlínunni sem mér sýndist enda með því að hann fór út af meiddur.
En jafntefli hjá Tott og Chel$k er mjög jákvætt fyrir MAN UTD, Chel$ký verða einfaldlega að vinna Nallanna á sunnudaginn ef þeir ætla að vera með og ef það gerist þá er það í sjálfu sé ekki hundrað í hættunni ef við náum ekki hagstæðum úrslitum á móti lúserpúl. Það er nefnilega aldrei að vita að langri samfelldri sigurhrinu MAN UTD í deildinni á móti lúserpúl taki enda á páskadag.
Þetta verður svakalegur sunnudagur og spurning hvort Pési lúserpúllari vinur minn þori í annað veðmál líkt og hér um árið?
United á toppnum - 8 mörk á White Hart Lane | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.3.2008 | 08:57
Á ég ekki bara selja þér JETSKY?
Ég hef aldrei skilið þessa áráttu hjá mönnum að vera böðlast á þessum sleðum á vatni - þetta er svona svipað og ég væri endalaust að gá hvað ég gæti "siglt" jetskyinu langt upp í fjöru- LOL
Vélsleðamanni bjargað á þurrt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 23:00
GAUKURINN KVEÐUR
Gaukurinn kveður eftir rúm 25 ár við að ylja landanum með lifandi mússik og er að því tilefni efnt til mikillar veislu nú um páskana.
Þar sem ég átti þess kost að eiga í orðaskiptum við eigendur og kvarta yfir hljómsveitarvali (fyrir minn smekk) þá var mér lofað því að - Sálin - SS Sól - Sniglabandið - BP og þegiðu Ingibjörg - Loðin Rotta og öll hin böndin sem ég sá þegar ég var í "kjörþyngd" muni troða upp á 50 ára "rejúníoninu" á páskunum 2033
En þangað til verða 25 ár af dúndrandi kúbbamússik sem svo sannarlega hefur vantað í annars glæsilega skemmtanaflóru borgarinnar.
18.3.2008 | 21:17
Að sjálfsögðu fær hann ekki lengra bann.
Þú breytir ekki leikreglum á miðju tímabili !
Ef FIFA vill breyta reglunum á þann veg að menn fái jafn langt bann og meiðsl þess sem brotið er á eða að þeir sem brjóta fá lengri refsingu ef þeir slasa andstæðinginn verða þeir að gera það eftir eðlilegum leiðum.
En ég spyr, hvar eru mörkin?
Ef leikmenn lenda í samstuði og annar leikmaðurinn lendir illa og slasast á þá að fara dæma menn eftir á í bann. Er þá ekki allt eins hægt að fara taka á miklu þarfara máli sem er leikaraskapur og þá setja menn í bann sem sem staðnir eru að þess háttar sóðaskap?
Taylor fær ekki lengra bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 21:07
Mikill og merkilegur kall að hverfa á braut
Það er að mörgu leiti vanmetið hlutverk Jean Todt í ótrúlegu gengi Ferrari undanfarin ár og svo sannarlega sjónarsviftir af honum og það má kannski sjá það best á gengi liðsins um síðastliðna helgi!
TAKK fyrir frábær ár með Ferrari, þessi árangur verður seint leikinn eftir.
Todt hættir sem forstjóri Ferrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 21:03
Déjá Vu !!!!
Já - Sama ferlið virðist vera í gangi hjá greyið úlpunum, þeir hefðu átt að hlæja meira og hærra þegar MAN UTD var selt Könum á sínum tíma. Nema það að "Jökull" og félagar, eigendur MAN UTD, virðast vera þeirrar gæfu aðnjótandi að skipta sér ekki af gangi mála hjá félaginu að öðru leiti en því að velja til menn sem stjórna liðinu. Menn sem hafa sýnt það til margra ára að þeir eru hæfir til stjórnunnar á svo stórum knattspyrnuklúbbi og raun ber vitni, eitthvað sem lúserpúllararnir eru ekki svo heppnir að búa við.
En nú eru tímarnir aðrir og svo virðist sem Kanarnir sem eiga lúserpúl séu að lenda í miklum peningavandræðum í tengslum við þessa ÁHÆTTUFJÁRFESTINGU þar sem dollarinn er svo veikur. Þeir neita að selja klúbbinn til öflugra Araba sem eiga nóg af peningum, eitthvað sem gæti gert lúserpúl hættulegt aftur!!!
Stuðningsmenn Liverpool stofna nýtt lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 08:48
Trukkabílstjórar hittast annað kvöld og ræða málin
Það kvíslaði að mér lítill fugl að trukkabílstjórar ætli að hittast á miðvikudagskvöl kl 20 á Kringlukránni þar sem ég skilst að þeir ætli að ræða aðgerðir - ég sel það ekki dýrara en ég keypti það!
Spurning hvað aðrir hagsmunaaðilar gera í málunum? Verð allir í sínu horni að pukrast eða taka menn sig saman til að fá meiri vigt?
Orkan hækkar einnig eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- storibjor
- siggathora
- doddilitli
- sedill
- steinigje
- hugs
- hallgrimurg
- sailor
- valurstef
- hproppe
- amotisol
- hva
- eythora
- snorris
- stormsker
- oddgeire
- gummiarnar
- asgeirpall
- pbj
- johnnybravo
- gvario
- peturorri
- brandurj
- vefritid
- bergrun
- bonham
- jakobk
- metal
- gongudejavu
- bakland
- gattin
- svali
- svanurmd
- zuuber
- totinn
- thordish
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar