Heimsmeistarar!!!

Það er vonandi að meistarinn hafi rétt fyrir sér þarna, ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé ekki gott að vera leikjum á eftir. Mínir menn eru þó búnir að landa einum titli í ár og það þann sem merkir okkur besta lið heims, við erum einnig með í öllum keppnum á þessu tímabili en það er meira en hin toppliðin geta sagt.

Yfirstandandi keppnistímabil verður vafalaust það mest spennandi í langan tíma því mörg lið er með í baráttunni og held ég að baráttan verði spennandi alveg til loka.

Þetta er búið að vera skelfilega þurr tími í bloggi og lofa ég að framundan séu safaríkari tímar í fótboltaumræðu.

Gleðileg jól!


mbl.is Alex Ferguson: Sigurinn á HM virkar sem vítamínssprauta á liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóel í eldlínunni

Jóel í handbolta

 Jóel keppti með Haukunum á Íslandsmóti 6. flokks í handbolta um helgina, á þessari mynd í Mogganum í dag má sjá kappan í vörninni á móti Fram.

 


BESTUR Í HEIMI ef ekki fyrr og síðar

Ef menn héldu að síðasta tímabil væri einhver bóla hjá Ronaldo þá geta þeir hinir sömu hætt að spá í það. Drengurinn átti á köflum í dag magnaðan leik og kom með tvær útfærslur af aukaspyrnum sem gáfu mörk. Önnur yfir vegginn þar sem boltinn tók ótrúlega sveig rétt fyrir framan Sörenssen og hin í hornið hjá þeim danska, magnaðar aukaspyrnur. Þessi snillingur er búin að skora 101 mark fyrir Manchester United í 253 leikjum sem svo sannarlega er magnaður árangur hjá vængmanni.

Drengurinn er búin að skora 8 mörk í deildinni í þeim 9 leikjum sem hann hefur spilað, það er einfaldlega stórkostlegur árangur.

Nú er ekkert annað að gera en að semja við þennan magnaða leikmann upp á nýjan langtíma samning.


Fótbolti og aftur fótbolti !!

picsrv_manutd_comEftir að hafa gefið þessu rúman sólarhring þá fór ég af stað og renndi yfir bloggheima og skoðaði blogg púllara vina minna (og einnig þeirra púllara sem ég tel ekki vini mína) en sérkennileg tilfinning rann á mig, því það var eins og að leikur liverpool þessa helgina hafi verið frestað, því það var hvergi að sjá hjá þessum ágætu mönnum að neinn leikur hafi verið spilað. Nokkrir höfðu fyrr í vikunni spáð smásigrum og stórsigrum og allt þar á milli en engin skrif um niðurstöðu leiksins. Ég rakst reyndar á einhver skrif hjá Hallgrími þar sem hann var að skoða kristalkúlu og hætti ég að lesa í skyndingu þar sem hann hlaut að vera fara yfirum í kreppunni.

Alveg er þetta nú í takt við allt það sem ég hef skrifað í gegnum tíðina. Það vinnast nokkrir leikir í byrjun móts og púllaragreyin eru eins og táningur með standpínu í fyrsta skipti........ LOL en hvar eru þeir nú, eitt tap og PÚFFF, daddara engir púllarar að skrifa. HAHAHAHA

Annars gerðu mínir menn sér lífið leitt með að hleypa Hull aftur inn í leikinn eftir að hafa verið komnir 4-1 yfir - en það sem stendur upp úr er að Ronaldo er klárlega kominn í gang með 4 mörk í síðustu tveim leikjum. Berba er að sýna það og sanna hversu magnaður leikmaður hann er með svakalegum stoðsendingum hægri vinstri, það styttist í að ég taki kaupverðið á honum í sátt. Rooney að vanda magnaður eins og í raun allt liðið, það er kominn svakaleg keyrsla á liðið sem verður erfitt að stoppa og spennandi að sjá skemmtilegan slag við nallana um aðra helgi.

Ég auglýsi eftir púllurunum sem eru búnir að hafa sig mikið í frammi upp á síðkastið - LOL -


Enski um helgina

bikarÞað var ekki mikil reysn yfir mínum mönnum um helgina ef marka má yfirlýsingar stjórans og skrif um leikinn í fjölmiðlum en ég sá ekki leikinn vekna óhagstæðrar verkefnastöðu um helgina.

Það verður að viðurkennast að úrslitin á móti Everton eru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess hvernig liðið var að spila í meistaradeildinni í vikunni en svona er þetta - liðið verður einfaldlega að stíga upp og gera betur.

Það ber sannarlega hæst árangur Liverpool á Brúnni um helgina þar sem þeir stöðvuðu langa sigurgöngu heimamanna á heimavelli en ekki það að það gleðji mig eitthvað sérstaklega að Liverpool vinni leik nema síður sé. Það var nú ekki mikil reysn yfir sigurmarkinu og er það lýsandi yfir heppni liðsins upp á síðkastið, en þú vinnur ekki deildina á heppni og ljóst að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en yfir líkur.

En það er samt gaman að því og ákaflega fyrirséð hvernig allir litlu púllararnir geysast fram og skoppa um eins og þeir hafi lyft bikar við þennan sigur.


MAGNAÐUR

Wayne Rooney hefur verið magnaður í síðustu leikjum, meira segja púllarar eru farnir að dást að honum og þá er fokið í flest skjól. Rooney hefur töluvert verið gagnrýndur upp á síðkastið fyrir að hann skori ekki nóg bæði með landsliði og félagsliði, en við MAN UTD menn vitum að hann skilar svo miklu miklu meira en bara mörkum því vinnusamari framherja er varla hægt að hugsa sér.

En nú er kallinn farinn að skora sem aldrei fyrr og er illviðráðanlegur alls staðar á vellinum - niðurstaða leiksins í gær sínir það og sannar - tvær stoðsendingar og tvö mörk (í raun 3 þar sem hann skoraði fullkomlega löglegt mark) segja allt sem segja þarf.

Sannarlega það lang lang besta sem hefur komið frá Liverpoolborg í áratugi!!


mbl.is Rooney: Vinnan farin að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerrard útúr byrjunarliðinu

Gægt og sígandi er Cappello að sjá að Gerrard sem klárlega er ágætur fótboltamaður sé einfaldlega ekki ekki sú súperhetja sem lúserpúllarar vilja af láta.

Að sjálfsögðu munar liverpool um Gerrard, liði sem annars er að mestu uppfullt af meðalmönnum sem ekki hafa skilað landstittli í áratugi. Landslið vöggu fótboltan hefur aftur á móti ekki þörf fyrir þennan annars ágæta meðalmann.

Rooney er að finna sitt rétta form og er farinn að skora í hverjum einasta leik og klárt að hann verður ógnvekjandi í vetur.....

Devil


mbl.is Gerrard: Við Lampard náum ekki vel saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAGFRÆÐI 101

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.


Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna


FRAM (Fjölnir FRAM)

c_documents_and_settings_omar_desktop_fram_100_araÉg get ekki annað en fagnað þeirri umræðu sem FRAM fer um sameinginu Fjölnis og Fram, hef reyndar verið þeirrar skoðunnar lengi að mitt lið FRAM hefði átt að vera búið að koma sér í öflugra hverfi fyrir lifandis löngu.

En nú eru hafnar viðræður á milli Fjölnis og FRAM um sameiningu og er það bara hið besta mál og er ég viss um að það verður einfalt að klára öll mál nema nafnið!!!!

En ég er með einfalda lausn á því máli.

Við skulum gefa báðum félögum tvo stafi í nafninu

FjölniR = FR

FRAM = AM

FRAM = FjölnirRAM  FRAM


Sjáum hvort einhverjir púllarar hrökkvi upp við þessa færslu!

Tínda hjörðin (lpool vinir mínir) hefur verið tíðrættt um væl þett og væl hitt hjá ýmsum úr röðum míns liðs og hefur verið broslegt að lesa þessar kjánalegu tilraunir þeirra til að búa til nýja uppnefningu. En vælukjói allra vællukjóa er nú að koma fram í fyrsta skipti í fjölmiðlum með magnaðar afsakanir um getuleysi framherjanna sinna. Mann greyið ætti fljótlega að fara hafa áhyggjur af þessu því það er jú skoruð mörk sem vinna leiki.

____________________________________________________________________________

Rafa Benítez stjóri Liverpool segist ekki hafa neinar áhyggjur af markaleysi framherjaparsins Fernando Torres og Robbie Keane.

Torres hefur einungis skorað eitt mark í sjö leikjum á tímabilinu á meðan Keane hefur ekki enn tekist að opna markareikninginn síðan hann kom frá Tottenham. Báðir fóru þeir heldur illa með ágætis færi í 0-0 jafntefli Liverpool gegn Stoke um helgina.

Torres skoraði 31 mark á seinasta tímabili eftir að hann kom frá Atletico Madrid og skoraði síðan sigurmark Spánar á Evrópumótinu í sumar. Keane skoraði 14 mörk í fyrra en þeir hafa báðir átt í vandræðum það sem af er þessu tímabili. Benítez segir að sjálfstraust geti farið að verða áhrifavaldur.

Hann heldur því þó fram að Torres sé enn að jafna sig á EM 2008 og er hann sannfærður um að bæði hann og Keane muni byrja að skora innan tíðar.

„Torres kom frá Evrópumótinu mánuði síðar en venjulega og við þurfum meiri tíma til að koma honum í gott form,“ sagði Benítez. „Í leiknum á móti Stoke fékk hann ekki mikið pláss og hann var undir mikilli pressu allan tímann.“

„Sjálfstraust hefur áhrif á framherja þegar þeim tekst ekki að skora mörk og það er á hreinu að Torres og Keane þurfa báðir að skora. En þegar það gerist munum við sjá mikinn mun.“

Tekið af www.fotbolti.net


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 47088

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband