Hverju er nú um að kenna?

Jæja hverju ætli " vinur minn Wenger" kenni um ófarir dagsins?

Hann hefur upp á síðkastið verið í þreytandi við að kenna völlum litlu liðanna um dapurt gengi en nú voru Nallarnir að spila á glæsilegum heimavelli sínum en allt kom fyrir ekki. Þeir voru ótrúlega andlausir lengst af.

Það er ljóst að framundan er svakaleg spenna og í ljósi leikja í CL eiga Nalarnir svakalegt prógramm frammundan og segir mér svo hugur um að baráttan um titilinn verði milli Chel$ký og Man Utd.


mbl.is Fjórða jafntefli Arsenal í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Hermannsson

Kannski dómaranum sem dæmdi 100% löglegt mark af..., man reyndar ekki eftir að hann hafi sagt annað en að Wigan völlurinn væri ofnotaður en að það hafi vissulega komið niður á báðum liðum.  Kannski getur þú vitnað í Wenger og sagt að hann hafi talað um aðra velli.  Sá að Hemmi Gunn talaði um að sínir menn hafi fengði forskot í dómgæslu á móti Derby...hann hefur kannski dottað yfir leiknum...eins og þú yfir Arsenal leiknum.

Heimir Hermannsson, 16.3.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Tár Tár Tár -

Ekki það að ég þurfi eitthvað sérstaklega vitna í hann þá grenjaði hann yfir Old Trafford um daginn og var það hellsta ástæða þess að við kjöldrógum nallana.

Þetta 100% löglega mark var nú undir þannig kringumstæðum að mjög auðvelt var fyrir dómaratríóið að sjá ekki hvernig í því lág, það þurfti fjölmargar endursíningar margra myndavéla á vellinum til að menn voru NOKKUÐ sannfærðir.

Ólafur Tryggvason, 16.3.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Reyndar er sörinn meistari í því að kenna einhverju öðru en liðinu sínu um þegar illa gengur. Dómarar eru mjög oft sökudólgar, grasið hefur verið illa slegið, ekki nógu blautur völlur o.s.frv. Wenger er ekki nærri því eins mikil væluskjóða eins og sörinn.

Pétur Kristinsson, 16.3.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Hó hó hó - kemur þú askvaðandi Ölver Víman.

Við skulum aðeins átta okkur á væli - Sir Alex fer að sjálfsögðu í viðtöl og kemur með komment á leik liðsins eins og allir aðrir stjórar. Að sjálfsögðu er hann beðin um að greina orsakir þess ef ekki hefur vel gengið. Það er ekki væl.

Hvað Wanker varðar þá hefur hann einstakt lag á því að koma kjánalega fram og er menn farnir að tala um stríð "Arsenal á móti heiminum" sem mér finnst vera orð að sönnu.

Þinn ágæti stjóri Benni Baunaheili er reyndar bara eins og rispuð platga og er nánast alltaf með sömu rulluna "við vorum miklu betri, skoruðum bara ekki mörk" LOL - hálf aumkunarverður.

En þegar ykkar stjórar eru búnir að vera rúmlega 20 ár við stjórnvölin hjá ykkar félögum þá skulum við tala saman. Sir Alex er einfaldlega einn allra magnaðasti stjóri íþróttafélags fyrr og síðar.

Ólafur Tryggvason, 16.3.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

OK, hann er búinn að vera stjóri í 20 ár en hann er engu að síður leiðindavæluskjóða eftir tapleiki. Hann kom með aumkunarverðuðustu afsökun sem að ég man eftir þegar að manure gerði 0-0 jafntefli við Necaxa frá Mexico og kenndi illa slegnu grasi um lélegan leik sinna manna. Auðvitað var grasið ekkert illa slegið fyrir Necaxa, fyndið.

Pétur Kristinsson, 16.3.2008 kl. 23:05

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Þau ummæli voru algjörlega tekin úr samhengi og eiga engan vegin við í þessu sambandi.

Að sjálfsögðu átt þú ekki í ástarsambandi við Sir Alex - þrátt fyrir að þú sért nú MAN UTD maðurinni við beinið og get ég sett fram myndir því til staðfestingar - en hann er þó alla vega maður til að viðurkenna það þegar við eigum það skilið að tapa.  Annað en Wanker Vælusporður sem líkt og Benni Baunaheili finnur ávalt eitthvað annað sem um er að kenna en léleg frammistaða liðsins. Ég bið þig að sína mér ummæli þessara tveggja stjóra þar sem þeir koma hreint fram og segja að þeir hafi átt tapið skilið, gangi þér vel að leita.

Ólafur Tryggvason, 17.3.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason
Ef þú ert ekki Frammari af hverju ertu þá með Fram(m)tennur?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 47087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband